Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 21

Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 21
Hönnun Kappaksturs- og hönnunarliðið Team Spark við Háskóla Íslands sýndi rafknúna kappakstursbílinn TS17 á Háskólatorgi í gær. Hann verður í keppni á Ítalíu og í Austurríki í sumar. Kristinn Ingvarsson Fermingarbarn stendur á krossgötum gagn- vart spurningunni viltu fermast eða ekki? Hvað hjálpar í þeirri stöðu? „Ó, Jesús, bróðir besti, og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína, á barnæskuna mína.“ Ef barnið finnur fyrir þessari sælu- kennd í hjarta sínu og huga, verður ein- stæðiskenndin minni í lífinu þó eitthvað bjáti á, að veita sam- fylgd Jesú og at- hvarfi hjá Guði. Bænin er besta leiðin til þeirra beggja. En barnið sem neitar spurningunni getur lent í meiri vanda, það verður eitt í för út í lífið, Jesú er ekki þar með né Guð, því til hjálp- ar ef eitthvað bjátar á. En það getur búið sig upp í skjólföt gagnvart erfiðum ferðum, en þau geta brugðist þegar síst skyldi, ef ein- staklingurinn gleymir að taka þau með þá er ekki hægt að kalla þau til sín. Það er einmitt andstæðan við Krist, hann getum við kallað á með bæn. Ég vil enda þessi þessi orð mín á að biðja ykkur fermingafjölskyldum blessunar Guðs. Eftir Björn H. Jónsson Björn H. Jónsson » Á Krist get- um við kall- að með bæn. Höfundur er fv. sóknarprestur. Á krossgötum 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Töluverð umræða hefur ver- ið um nýjan búvörusamning sem var samþykktur á síðasta ári. Styrkir til landbúnaðarins hafa verið helsta ágreinings- efnið. Landbúnaður er ein for- senda þess að við getum lifað hér á jörðinni og hann stendur undir stærstum hluta af mat- vælaframleiðslu heimsins. Þó að skilyrði til landbúnaðar í heiminum séu mjög misjöfn vilja flestar þjóðir framleiða sinn mat í þeim mæli sem það er mögulegt og flytja inn það sem á vantar. Þetta er skynsamlegt því landbúnaðarland í heim- inum fer minnkandi og búist er við mikilli fjölgun fólks á komandi áratugum. Það þarf því að bæta verulega í ef nægur matur á að vera handa öllum. Víða um heim er landbúnaður styrktur með einhverjum hætti. Það er ódýrara að framleiða mat þar sem náttúruleg skilyrði til landbúnaðar eru góð en þar sem skil- yrðin eru erfið. Eins er hægt að framleiða ódýran mat ef laun eru lág og litlar kröfur eru gerðar í umhverfismálum, öryggis- málum og dýravelferð. Því eru möguleikar á því að framleiða ódýr matvæli mjög mis- jafnir milli landa. Þjóðríki reyna að standa vörð um sinn landbúnað þannig að hann geti lifað af þó að skilyrði séu ekki eins hagstæð og þar sem best gerist. Þjóðir sem vilja byggja upp landbúnað þannig að hann sé stundaður í góðri sátt við umhverfið og bjóða þeim sem við hann vinna sómasamleg kjör verða að borga meira fyrir vörurnar en þeir sem ekki gæta að sjálf- bærum lausnum. Það blasir því við að ef við ætlum að reka hér vandaðan landbúnað verðum við með ein- hverjum hætti að styðja við hann svo hann geti staðið af sér samkeppni við landbúnað sem ekki lýtur sömu kröfum og við viljum gera eða býr við hag- stæðari skilyrði. Við höfum búið við þau forréttindi að vera laus við ýmsa sjúkdóma og meindýr sem í öðrum löndum herja á búfé og plöntur. Þetta má ekki vanmeta og við þurfum að leggja mikla áherslu á að verjast slíku eftir því sem mögulegt er. Takmarkanir og gott eftirlit með innflutningi á ófrystu kjöti, lif- andi plöntum og jarðvegi eru leiðir til þess. Stuðningur af opinberu fé til landbúnaðar stuðlar að lægra verði til neytenda sé skyn- samlega að honum staðið. Þegar farið var að greiða niður landbúnaðarvörur hér á landi árið 1943 var það til að lækka út- söluverð þeirra til neytenda og halda þann- ig vísitölunni niðri. Bændur höfðu einnig hag af þessu því lægra verð til neytenda jók sölu afurðanna. Beinum niðurgreiðslum var endanlega hætt árið 1991 og í staðinn var farið að greiða stuðninginn beint til bænda. Í nýjum búvörusamningi eru töluverðar breytingar, þar eru t.d. ákvæði um greiðslur á hvern hektara ræktaðs lands sem er uppskorinn og um greiðslur á gripi upp að ákveðnum fjölda. Þegar slík atriði eru í samningum þarf að tryggja að þau hvetji ekki til óþarflega mikils fjölda gripa eða þess að of mikið land sé nýtt til fram- leiðslunnar og stuðli þannig að óhag- kvæmni. Stuðningur þarf að vera þannig að hann hvetji til góðra og hagkvæmra fram- leiðsluhátta. Stuðningur má heldur ekki kosta dýrt eftirlitskerfi heldur þarf hann að vera einfaldur og ódýr í framkvæmd. Það er einnig mikilvægt að stuðningurinn sé gegnsær og það sé skýrt hvað sé verið að greiða fyrir og hver tilgangurinn sé. Al- menningur verður einnig sáttari við stuðn- inginn ef hann er vel skilgreindur og rök- studdur. Það er hagur neytenda, til lengri tíma lit- ið, að bændum vegni vel og þeir geti lifað sómasamlegu lífi af búskapnum. Fjölmargir landsmenn starfa hjá ríki eða sveit- arfélögum og þiggja þannig laun af al- mannafé. Þetta þykir sjálfsagt en stundum er tónninn neikvæður þegar talað er um stuðning við landbúnaðinn. Við eigum að reka okkar landbúnað á sem hagkvæmastan hátt og ekki bruðla með almannafé. En þar sem matur er ein af grunnþörfum okkar þurfum við að búa vel að þessari grein og tryggja framtíð hennar. Við megum ekki fórna getu okkar og þekkingu til að fram- leiða okkar eigin mat fyrir tímabundinn fjárhagslegan ávinning. Stuðningur við landbúnaðinn á að vera liður í því að tryggja þjóðinni góð matvæli í framtíðinni. Eftir Guðna Þorvaldsson » Þegar farið var að greiða niður landbúnaðarvörur hér á landi árið 1943 var það til að lækka útsöluverð þeirra til neytenda. Guðni Þorvaldsson Höfundur er prófessor við LbhÍ. Þarf að styðja við íslenskan landbúnað?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.