Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Hindberjajógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Breytingar á að-
alskipulagi Djúpavogs-
hrepps varðandi
breytta legu hringvegar
um Berufjörð hafa verið
kynntar heimamönnum
á Djúpavogi eftir að
landeigendur náðu sátt
um nýja veglínu sem
verður færð eins langt
út í fjörðinn og mögu-
legt er. Sá sem hér
stingur niður penna
fagnar því að viðunandi lausn á
þessu máli hafi nú fundist.
Ég spyr: Telja þeir sem að þessu
máli hafa komið síðustu árin að það
sé verjandi fyrir íbúa Djúpavogs,
suðurfjarðanna og bílstjóra flutn-
ingabifreiða, að samgönguráðherra
geti þegar honum hentar tafið fyr-
irhugaðar framkvæmdir við tví-
breiða brú í innanverðum Berufirði
næstu tíu árin? Nú er öllum heima-
mönnum á suðurfjörðunum og víðar
á Austurlandi ljóst að
á þessum hluta hring-
vegarins gengur það
ekki öllu lengur að
slysahættan haldi
áfram að aukast þegar
viðurkennt er að álag-
ið á einbreiðu brúnni í
botni Berufjarðar
nálgast ystu þolmörk.
Þar er óhjákvæmilegt
vegna þungaflutning-
anna að ráðast í fram-
kvæmdir við nýjan
veg og tvíbreiða brú á
þessu ári. Lausnin
sem landeigendur í Berufirði telja
ásættanlega segir ekkert að nýr Ax-
arvegur verði til umræðu næstu 25
árin, eftir að alþingi samþykkti til-
lögu Arnbjargar Sveinsdóttur um
undirbúningsrannsóknir á jarð-
gangagerð til Seyðisfjarðar. Nógu
slæmt er ástandið á þessari leið til að
einbreiða brúin láti fljótlega undan
þungaflutningunum sem vegirnir
þola ekki. Á núverandi vegi í botni
Berufjarðar eykst slysahættan alltof
mikið á meðan hart er deilt um hvort
vel uppbyggðir- og hindrunarlausir
heilsársvegir, eigi heima á ill-
viðrasömum- og snjóþungum svæð-
um í 500-600 m hæð yfir sjávarmáli.
Svona deilur sem menn reyna að
magna upp af minnsta tilefni eru til
þess fallnar, að setja öll áform um
bættar samgöngur á hringveginum í
pólitískt uppnám. Þannig sýna
stuðningsmenn Axarvegar Breið-
dælingum sitt rétta andlit, með því
að tefla fram kröfunni um lokun
Breiðdalsheiðar sem er ekki á for-
ræði sveitarstjórnar Djúpavogs. Of
löngum tíma hefur verið eytt í harð-
ar deilur um fyrirhugaða veglínu í
innanverðum Berufirði án þess að
stuðningsmenn Axarvegar hafi
áhyggjur af því hvort einbreiða brú-
in í botni fjarðarins þoli álagið mikið
lengur af þungaflutningunum sem
aukast alltof mikið.
Nú gera heimamenn á suðurfjörð-
unum sér það ljóst að þessi einbreiða
slysagildra í Berufjarðarbotni og
uppbyggður Axarvegur í 530 m hæð,
á illviðrasömu og snjóþungu svæði
standast aldrei um ókomin ár hertar
öryggiskröfur sem ný samgöngu-
mannvirki verða að uppfylla. Í stað
þess að reka hornin í samgöngumál
Húnvetninga- og Skagfirðinga, áttu
fyrrverandi þingmenn Norðaust-
urkjördæmis frekar að flytja á Al-
þingi þingsályktunartillögu, um að
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,
þáverandi forsætisráðherra, skyldi
leysa þetta vandamál í eitt skipti fyrir
öll. Fyrir löngu áttu landsbyggð-
arþingmennirnir Sigmundur Davíð
og Steingrímur J. frekar að kynna
sér þörfina á nýrri brú í innanverðum
Berufirði en að blekkja Alþingi til að
samþykkja ríkisábyrgðina sem dugar
aldrei fyrir fjármögnun Vaðlaheið-
arganga.
Tímabært er að ráðherra sam-
göngumála, Jón Gunnarsson, fylgi
þessu máli eftir í samgöngunefnd til
að hægt verði snemma á þessu ári að
flýta framkvæmdum við nýjan veg og
tvíbreiða brú í Berufjarðarbotni, sem
þolir enga bið. Nú treystir enginn því
að einbreiða brúin eigi mikið eftir
þegar þungaflutningarnir á þessari
leið aukast alltof mikið. Á hringveg-
inum er þetta eitt brýnasta verkefnið
sem má ekki tefjast meira en orðið er.
Það hefði Kristján L. Möller, sem
varð samgönguráðherra að loknum
Alþingiskosningum 2007, frekar átt
að kynna sér en að færa sveitarstjórn
Djúpavogs fögur loforð á silfurfati,
um hindrunarlausan heilsársveg yfir
Öxi sem Ólöf Nordal afskrifaði og er
ekki til umræðu næstu áratugina.
Miðað við reynsluna af Almanna-
skarðs-, Bolungarvíkur- og Fá-
skrúðsfjarðargöngum kemur þessi
vegur milli Berufjarðar og Skriðdals
aldrei í stað jarðganga, inn í Mjóa-
fjörð, undir Lónsheiði og inn í Stöðv-
arfjörð.
Ný veglína í Berufirði
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Á hringveginum er
þetta eitt brýnasta
verkefnið sem má ekki
tefjast meira en orðið
er.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Einn ötulasti tals-
maður einkavæðing-
arinnar í landinu, Óli
Björn Kárason, alþing-
ismaður, skrifar í grein
í Morgunblaðið 5. apríl
sl. að fjárfestingar í
innviðum séu forsenda
þess að hægt sé að
standa undir kröfum
um góð lífsskilyrði í
landinu. Þetta er auð-
vitað rétt en meginefni greinarinnar
er hins vegar að ítreka þá hugsjón
hans að selja Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, sem er ein mikilvægasta stoð
innviða samfélagsins, til einka-
fjárfesta. Um það segir hann m.a.:
„Sá er þetta skrifar er sannfærður
um að hagsmunum almennings og
fyrirtækja er betur borgið með því
að nýta fjármuni í umfangsmiklar
umbætur í samgöngum
en að binda þá í flug-
stöð, sem aðrir en ríkið
eru betur færir um að
reka“.
Þetta eru fremur
kaldar kveðjur til þeirra
sem reka Flugstöðina
nú, eða hvaðan kemur
þingmanninum sú vissa
að aðrir séu betur færir
um að reka hana en þeir
sem það hafa gert hing-
að til? Er það fjármála-
fyrirtækið Gamma sem
hann á við að sé betur fært um að
reka Flugstöðina en núverandi eig-
andi? Gamma gaf á sl. ári út skýrslu,
ætlaða fyrir útlendinga, um vænleg
fjárfestingarverkefni á Íslandi.
Isavia (Keflavíkurflugvöllur Flug-
stöð) var eitt af mörgum vænlegum
verkefnum sem Gamma taldi upp í
skýrslunni sem vænlegan kost fyrir
fjárfestingu útlendinga í innviðum og
grunnstoðum samfélagsins.
Reynslan af einkavæðingu
Er það reynslan af einkavæðingu
bankanna sem hann á við með full-
yrðingu sinni um að aðrir en ríkið
(Isavia) séu betur færir um rekst-
urinn? Rétt er að minna á að áður en
bankarnir voru einkavæddir klifaði
viðskiptalífið og fulltrúar þess á Al-
þingi á því að ríkið ætti ekki að vas-
ast í bankastarfsemi. Því fylgdi svo
mikil spilling. Það yrði að selja bank-
ana einkafjárfestum. Og það var
gert. Hver varð svo reynslan af
einkavæðingu bankanna? Stórkost-
legasta spilling og mesti skaði sem
samfélagið á Íslandi hefur orðið fyrir
og ekki sér fyrir endann á þeim mál-
um þótt margir gerendur í því spili
hafi endað í fangelsi.
Vanhugsuð áform
Litlu munaði að Íbúðalánasjóður
yrði einkavæddur 2006 og afhentur
bönkunum að kröfu samtaka fjár-
málafyrirtækja. Þáverandi rík-
isstjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks hafði komist að
samkomulagi um það í taumlausri
þjónkun sinni við fjármálafyrirtækin.
Hefðu þau áform tekist væri sá sjóð-
ur í eigu kröfuhafa bakanna. Að sú
einkavæðing tókst ekki var einkum
vegna andstöðu almennra félaga í
Framsóknarflokknum.
Hverju skilar einkavæðing
samfélaginu
Hverju skilaði sala og einkavæðing
Símans samfélaginu? Hvað varð um
söluandvirðið 66,7 milljarða? Það átti
að byggja sjúkrahús fyrir þá millj-
arða. Þá má minna á nýlega ályktun
Viðskiptaráðs sem leggur til að nán-
ast allar fasteignir ríkisins verði seld-
ar einkafjárfestum. Væri það gert
þyrfti ríkið að leigja af fjárfestunum
fasteignirnar undir starfsemina sem
í þeim er. Fjárfestar kaupa ekki fast-
eignir til annars en að ná andvirði
þeirra fljótt aftur ásamt ríflegum
arði til hluthafa.
Gamalkunnur áróður
Skrif þingmannsins eru gam-
alkunnur áróður þeirra sem vilja
koma öllum arðberandi verðmætum
samfélagsins í hendur einkafjárfesta.
Sérstaklega grunnstoðum innvið-
anna, svo sem orku- og veitufyrir-
tækjum og samgöngumannvirkjum.
Þar yrðu tekjur fjárfestanna örugg-
astar vegna þess að án þeirra fyr-
irtækja getur samfélagið ekki verið.
Almenningur er háður þjónustu
þeirra og verður að borga uppsett
verð. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og
Keflavíkurflugvöllur, sem er hlið
fólksflutninga til og frá landinu, er
vel statt fyrirtæki sem skilar arði
sem fer í uppbyggingu og eignaaukn-
ingu. Ríkið þarf ekki að leggja fé í
framkvæmdir við stækkun Flug-
stöðvarinnar sem hefur fjármagnað
framkvæmdir án beinnar rík-
isábyrgðar. Það fyrirtæki á skilyrð-
islaust að vera í fullri eign og umráð-
um ríkisins þannig að tekjur af
starfseminni gangi óskiptar til sam-
félagsins.
Þrýstingur á stjórnmálamenn
Fésýsluöflin leggjast með miklum
þunga á stjórnmálamenn og telja sig
nú eiga hollvini frjálshyggjunnar á
Alþingi. Auk Óla Björns hafa m.a.
forsætisráðherra, fjármálaráðherra
og ferðamála- og iðnaðarráðherra
lýst jákvæðri afstöðu til sölu Flug-
stöðvarinnar, Keflavíkurflugvallar,
Landsnets og Landsvirkjunar. Al-
menningur þarf að átta sig á að sala
ríkisins á fasteignum og fyrirtækjum
til einkafjárfesta er að færa fjármuni
frá ríkinu, almenningi, í vasa fjárfest-
anna. Fjárfesta sem nú sjá helstu
gróðamöguleika sína í að komast yfir
verðmætar eigur samfélagsins. Fjár-
festa sem virðast ekki geta fundið
fjármagni sínu farveg í nýsköpun
verðmæta. Þeim hentar betur að
komast yfir fyrirtæki sem samfélagið
hefur byggt upp á áratugum og borið
alla áhættu frá upphafi.
Óhagkvæm einkavæðing
Eftir Árna
Þormóðsson
Árni Þormóðsson
» Fésýsluöflin leggjast
með miklum þunga á
stjórnmálamenn og
telja sig nú eiga hollvini
frjálshyggjunnar á Al-
þingi.
Höfundur er eldri borgari.