Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 16

Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikið verður um að vera í Vest- urbugtinni við Gömlu höfnina í Reykjavík á næstunni. Vesturbugt er svæðið milli Slippsins og Grandagarðs. Framundan er mikil uppbygging íbúðabyggðar á svæð- inu og jafnframt er unnið að end- urbótum á hafnarsvæðinu sjálfu. Nýlega var boðið út af Faxaflóa- höfnum sf. verk í Vesturbugtinni. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, forstöðumanns tæknideildar Faxa- flóahafna, felst verkið í að ljúka smíði trébryggju og malbika innan við hana í framhaldi af núverandi bryggju. Hin nýja trébryggja verð- ur austan við hina fyrri og mun ná alveg að athafnasvæði Slippsins. Í framhaldi af henni mun koma ný flotbryggja. Þetta er 4. áfangi þessara fram- kvæmda sem hófust með smíði bryggju framan við Sjóminjasafnið. Samhliða verður gengið frá vatns- lögnum, raflögnum og lýsingu fyrir trébryggjuna og flotbryggjur sem eru til staðar og verður komið fyrir í tengslum við þessa bættu að- stöðu. „Þessar framkvæmdir miða að því að bæta aðstöðu fyrir hvala- skoðun og tengda starfsemi í Vest- urbugtinni,“ segir Guðmundur. Ný söluhús á hafnarsvæðinu Samhliða þessu verður útbúin aðstaða fyrir söluhús sem verða á hafnarsvæðinu og er úthlutun þeirra á vegum Reykjavík- urborgar. Er þar um bráðabirgða- aðstöðu að ræða, að sögn Guð- mundar. Þessi aðstaða kallar á rafmagn, vatn og fráveitu, auk lítils tækjahúss sem er hluti verksins. Á hún að vera tilbúin í upphafi sum- ars. Eftir opið útboð var samið við Knekti ehf. um að vinna verkið í Vesturbugt. Tvö hvalaskoðunarskip munu hafa aðstöðu í Vesturbugt í sumar, Ambassador og Sailor. Hin end- urbætta aðstaða ætti einnig að gefa möguleika á frekari hafsæk- inni ferðaþjónustu. Eins og fram kom í fréttum í fyrra ákvað stjórn Faxaflóahafna að starfsemi Slippsins yrði áfram í Gömlu höfninni enn um sinn. Jafn- framt var ákveðið að fara í end- urbætur á upptökubúnaði Slipps- ins. Að sögn Guðmundar stóðu framkvæmdir yfir í byrjun ársins og er þeim lokið að sinni. Steypt var undir einn sleðann þar sem efni hafði skolast frá. „Frekari framkvæmdir bíða betri tíma en þörf er á frekari styrkingu sleð- anna og upptökumannvirkjanna,“ segir Guðmundur. Mynd/Faxaflóahafnir Framkvæmdir Ný trébryggja og flotbryggja. Slippurinn er til hægri. Uppbygging við Gömlu höfnina  Mikið verður um að vera í Vesturbugtinni á næstunni  Framundan er mikil uppbygging íbúða- byggðar á svæðinu  Nýjar bryggjur og aðstaða fyrir söluhús  1. áfangi á endurbótum Slippsins Morgunblaðið/RAX Vesturbugt Framkvæmdir eru hafnar við að leggja lagnir í jörðu vegna söluhúsa. Í bakgrunni má sjá Hótel Marina. Á þriðjudag var skrifað undir samning um uppbyggingu í Vest- urbugt við gömlu höfnina í Reykja- vík. Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustu- húsnæði. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri, Grímur M. Jónasson, fram- kvæmdastjóri VSÓ, og Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Vesturbugtar ehf., skrifuðu undir samninginn. Framkvæmdir eiga að hefjast innan 15 mánaða frá undir- skrift og skal þeim lokið innan fimm ára. Sérstakt félag, Vesturbugt ehf., hefur verið stofnað og mun það annast uppbyggingu svæðisins í samstarfi við Reykjavíkurborg. Að sögn Bjarka A. Brynjarssonar er stefnt að því að hefja jarðvinnu í Vesturbugt fyrir lok þessa árs. Næstu skref í verkefninu verði þau að arkitektar vinni að teikningum sem skila þarf til borgarinnar til að fá byggingarleyfi. Slík hönnun- arvinna taki sinn tíma. Bjarki segir það vera mjög ánægjulegt að koma að uppbygg- ingunni í Vesturbugt. Teymi arki- tekta hafi lagt mikinn metnað í að þróa hugmyndafræði svæðisins þannig að það verði aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti. Í bland við afar fallega íbúðabyggð verði veitinga- staðir og verslanir á jarðhæðum sem opnast út á skjólsæl torg. Nú þegar sé iðandi mannlíf að finna í nágrenninu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg er félagið Vesturbugt ehf. í eigu stofnanda þess, Þróunarfélagsins Sundaborg- ar ehf., en það félag er í 50% eigu BAB Capital ehf. og í 50% eigu VSÓ Ráðgjafar ehf. Samkvæmt fyrir- tækjaskrá er Bjarki Andrew Brynj- arsson skráður eigandi BAB Capi- tal ehf. en Grímur Már Jónasson, Guðni Jónsson, Einar Kristján Stef- ánsson og Haukur Hlíðkvist Óm- arsson eru skráðir eigendur VSÓ Ráðgjafar ehf. Samkvæmt upplýs- ingum frá VSÓ Ráðgjöf ehf. eiga einnig starfsmenn félagsins og fé- lagið sjálft litla hluti í félaginu. Til grundvallar samningnum sem skrifað var undir á þriðjudaginn liggja niðurstöður í samkeppnis- útboði sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Að vinningstillögunni stóðu VSÓ Ráðgjöf ehf., BAB Capital ehf., PKdM Arkitektar ehf., Basalt arki- tektar ehf., Trípólí arkitektar sf. og Krads arkitektar ehf. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Undirritun Borgarstjóri og forráðamenn verkefnisins í Vesturbugt. Stefnt er að því að hefja jarðvinnu fyrir lok þessa árs  Skrifað var undir samning um upp- byggingu 176 íbúða í Vesturbugtinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.