Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
JÓLAGJÖFIN í ár?
við kynnum arc-tic Retro
með keðju
Fyrir DÖMUR og HERRA
VERÐ AÐEINS:
34.900,-
VERÐ FRá:
29.900,-
FERMINGARGJÖFIN í ár?
arc-tic Retro
VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
STÆRÐ FRÁ 360-550 L
FARANGURSBOX
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík -
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég var svo sannarlega mjög glöð.
Það var mjög gaman að vera tilnefnd
og fá viðurkenninguna sem felst í
því, en ég bjóst engan veginn við því
að hreppa verðlaunin – ég fékk
gæsahúð þegar mér var sagt að ég
hlyti þau. Ég held ég hafi misst kúl-
ið!“ segir rithöfundurinn Ragnheið-
ur Eyjólfsdóttir sem hlaut í gær
Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
fyrir bókina Skuggasaga – Undir-
heimar, sem Vaka-Helgafell gaf út í
fyrrahaust.
Þá voru veitt verðlaun fyrir bestu
þýðingu á barnabók sem kom út á
árinu 2016 og þau hreppti Halla
Sverrisdóttir fyrir Innan múranna
eftir bandarísku skáldkonuna Nova
Ren Suma. Bókabeitan gaf út.
Linda Ólafsdóttir hlaut loks verð-
launin fyrir bestu myndskreytingu
ársins, fyrir Íslandsbók barnanna
sem bókaforlagið Iðunn gaf út.
Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
eru veitt ár hvert við hátíðlega at-
höfn í Höfða, höfundum og þýð-
endum barnabóka, fyrir metn-
aðarfullar ritsmíðar og þýðingar
fyrir börn. Markmiðið með verð-
laununum er að vekja athygli á þýð-
ingu góðra bókmennta í uppeldis-
starfi og því sem vel er gert á
þessum mikilvæga vettvangi ís-
lenskrar bókaútgáfu.
Gaman að fá viðurkenningu
Verðlaunabókin Skuggasaga
–Undirheimar er seinni hluti æv-
intýris sem hófst með sögunni
Skuggasaga – Afrtakinn en fyrir þá
bók hlaut Ragnheiður Íslensku
barnabókaverðlaunin 2015 og verð-
laun bóksala í ungmennaflokki.
Þetta eru hennar fyrstu bækur.
Skuggasaga er ævintýri úr framandi
heimi og fjallar um Sögu sem elst
upp meðal manna og hefur ekki hug-
mynd um uppruna sinn fyrr en
furðuveran Baldur birtist og fer með
hana til Álfheima. Svartigaldur og
morð blandast við frásögnina, Saga
þarf að flýja ásamt Örvari óvini sín-
um og fylgjunum þeirra. Þá heyra
þau um Undirheima – dularfullan
stað þar sem kúgaðir álfar hafa beð-
ið lengi eftir að forn spádómur ræt-
ist.
„Það er mjög gaman að fá viður-
kenningu sem þessa, að það sem
maður er að skrifa sé sagt gott,“
segir Ragnheiður. Hún er búsett í
München í Þýskalandi og segist
byrja dagana þar úti með því að setj-
ast niður og byrja að skrifa.
„Það er afskaplega góð tilfinning
að vakna á morgnana og hlakka til
að fara í vinnuna,“ segir hún um
skrifin og bætir við að hún hafi frá
byrjun séð þessa sögu, Skuggasögu,
fyrir sér sem tvíleik.
„Einhverjir endar eru opnir og
lesendur geta ákveðið sjálfir hvernig
það fer en ég hef ekki alveg gert það
upp við mig hvort ég skrifi meira um
þennan heim – líklega er þetta búið.
Mér finnst gott að gefa ekki upp öll
svörin og að lesendur geti velt fyrir
sér hvernig þetta fer allt saman.“
Hún segist þó ekki neita því að
það kitli sig að halda aftur inn í
þennan söguheim, ekki síst nú þegar
honum sé svona vel tekið. „Ég var á
Íslandi fyrir jólin og kynnti söguna
þá vel, meðal annars í skólum, en
eftir að ég kom aftur heim eftir þá
törn lagði ég söguna frá mér og
sneri mér að öðru. En það er gaman
að bókin minni nú aftur á sig á þenn-
an hátt og auðvitað þykir mér vænt
um söguna, þá fyrstu sem ég skrif-
aði.“
Sendir inn nýtt handrit
Þegar spurt er hvort Ragnheiður
sé nú stigin inn í annan sagnaheim,
þá segist hún hlæjandi í þeim töluðu
orðum vera að skrifa ritstjóra sínum
hjá Forlaginu tölvupóst þar sem hún
sendi henni handrit að vonandi
næstu bók til fyrsta yfirlestrar. Er
það saga fyrir sama aldur, svipaðan
lesendahóp?
„Ég get ekki alveg svarað því en
hún er aðeins „dekkri“,“ svarar hún.
„Við verðum að sjá til hvernig það
fer.
Ég hef alltaf haft gaman af því að
rannsaka, eyði talsverðum tíma í að
lesa mig gegnum eina Wikipedia-
grein af annarri. Sem krakki var ég
mjög spennt fyrir þjóðsögum, hjátrú
og fantasíum, síðan las ég Goð og
garpa og Valhallar-bækurnar upp til
agna, aftur og aftur. Það litar líklega
Skuggasögu og inn í það blandast
annarskonar fróðleikur, enda hef ég
verið að rekast á allrahanda efnivið
sem mér fannst ég geta skrifað um.
Hugmyndin að sögunni byggist á
þjóðsögum um álfa sem hafa komið
börnum sínum fyrir í mannheimi, til
fósturs, og fleiri slík minni urðu mér
að efniviði.“
Bækur Ragnheiðar hafa ekki ver-
ið þýddar á önnur tungumál en
mögulega kunna verðlaunin að vekja
áhuga erlendra forlaga á þeim. Hún
flutti til Danmerkur árið 2009 þegar
hún hélt til framhaldsnáms í arki-
tektúr. Þremur árum síðar flutti hún
síðan til Þýskalds, þar sem eigin-
maðurinn var kominn í vinnu og eiga
þau eitt barn.
„Ég var að vinna sem arkitekt en í
Þýskalandi er því beint til kvenna
sem eru með barni að þær hætti að
vina sex til átta vikum áður en þær
eiga að fæða,“ segir Ragnheiður.
„Ég gerði það en eftir að hafa horft á
sjónvarpið í tvo til þrjá daga sá ég að
ég gæti það ekki lengur, ég yrði að
nýta tímann í eitthvað og byrjaði að
skrifa. Ég leit svo ekkert aftur á
skrifin fyrr en einhverjum mánuðum
eftir að barnið fæddist og mundi
varla hvert ég var að fara með sög-
una.“ Hún hlær. „En mér fannst
þetta svo spennandi að síðan hef ég
verið að skrifa. Og finnst það ótrú-
lega skemmtilegt.“
Harðneskjulegur heimur
Halla Sverrisdóttur hlýtur verð-
laun fyrir þýðingu sína á spennandi
skáldsögu fyrir ungmenni, Innan
múranna eftir Nova Ren Suma. Þar
segir af vinkonum, metnaðarfullum
ballerínum á unglingsaldri, en önnur
er dæmd í fangelsi fyrir hrottalegan
glæp. Þar kynnist hún stúlku sem
situr inni fyrir morð á ofbeldisfullum
stjúpföður. Halla segir að Bókabeit-
an hafi falið sér verkefnið, að þýða
söguna.
„Mér fannst þetta strax spenn-
andi verkefni og það var líka krefj-
andi. Sagan fjallar um harkaleg ör-
lög og ljóta hluti – ég á sjálf dóttur á
unglingsaldri og mér fannst á stund-
um erfitt að vinna með frásögnina af
þessum harðneskjulega heimi en
sagan er mjög vel skrifuð. Leiðar-
stefið er spurningin hvenær
grimmdarverk sé réttlætanlegt,“
segir Halla. Hún er reyndur þýð-
andi, hefur þýtt um þrjátíu bækur á
undanförnum tveimur áratugum og í
dagvinnunni starfar hún á þýðing-
arstofu, „þýði þar í raun alla aðra
texta en skáldskap,“ segir hún og
bætir við að þýðing þessarar bókar
hafi verið óvenjulegt og spennandi
verkefni.
Var mikil áskorun
Linda Ólafsdóttir hlýtur mynd-
skreytiverðlaunin fyrir Íslandsbók
barnanna en Margrét Tryggvadóttir
er höfundur textans.
„Það er mikill heiður að fá þessi
verðlaun, það er mikil hvatning og
ekki síst þegar verkið hefur tekið
jafn langan tíma og þessi bók. Á
stundum var það erfitt, alltaf gaman
þó en viðurkenning sem þessi er
staðfesting á því að þetta gekk upp,“
segir Linda. Í bókinni tekst henni að
skapa sína persónulegu mynd af Ís-
landi fyrir alla fjölskylduna.
„Það var mikil áskorun og fól í sér
mikla heimildarvinnu en vissulega
lærði ég sjálf mikið á þeirri leið.“
Og hún segist heilluð af bókform-
inu. „Ég elska fallegar bækur –
finnst fátt jafn girnilegt og falleg
bók!“
Gaman að bókin minni aftur á sig
Ragnheiður Eyjólfsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir Skuggasögu – Undirheima
Halla Sverrisdóttir vann bestu þýðinguna og Linda Ólafsdóttir gerði bestu myndskreytinguna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verðlaunaðar Myndskreytirinn Linda Ólafsdóttir, þýðandinn Halla Sverrisdóttir og rithöfundurinn Ragnheiður
Eyjólfsdóttir með Barnabókaverðlaun Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða.