Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Kær vinur hefur
verið hrifinn burt
frá ástkærri eigin-
konu, aldraðri móður, börnum og
öðrum kærum ástvinum.
Mann setur hljóðan og bara
ein spurning kemur upp í hug-
ann: „Af hverju?“ En það kemur
ekkert svar og mun aldrei koma.
Ég kynntist Hreiðari þegar
hann og Beta vinkona mín tóku
fyrstu sporin saman í sínum lífs-
ins dansi. Á þeim tíma stóð ég á
erfiðum krossgötum í lífinu og
gerði vinátta Hreiðars og Betu
hið óbærilega bærilegt.
Á þessum tíma reiknuðum við
ekki með öðru en að sporin sem
þarna voru stigin væru upphaf á
mörgum sporum um ókomin ár.
En árin og sporin urðu bara
miklu færri en okkur óraði fyrir.
Hreiðar og Beta voru einstak-
lega dugleg að safna í banka
minninganna og hafa þau örugg-
lega upplifað og gert saman fleiri
hluti á þeim tíma sem þau áttu
Hreiðar Örn
Gestsson
✝ Hreiðar ÖrnGestsson fædd-
ist 14. maí 1963.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 6. apríl 2017
Útför Hreiðars
fór fram 19. apríl
2017.
saman en mörgum
tekst að upplifa á
langri ævi. Óvissu-
ferðir hvort fyrir
annað, veiðiferðir,
ferðalög og búseta
erlendis og svo
mætti lengi telja.
Þegar ég hugsa
um Hreiðar kemur
upp í huga mér
glæsilegur maður,
dökkur yfirlitum,
brosmildur húmoristi, stríðinn og
drengur góður.
Eftir að Hreiðar veiktist og
hætti að vinna áttum við margar
spjallstundir saman við borð-
stofuborðið í Áslandinu þar sem
hann bauð upp á kaffi og súkku-
laði eða við settumst við
gluggann og horfðum og spjöll-
uðum um fuglana sem hann hafði
hænt að sér á svalirnar. Oft vor-
um við bara tvö og dáðist ég ein-
lægt að æðruleysi Hreiðars.
Hreiðar var mikið náttúrubarn
og elskaði að vera úti í náttúrunni
og helst með veiðistöngina sína.
Hann nefndi það oft að hann von-
aðist til að komast í veiði á kom-
andi sumri. En enginn ræður sín-
um næturstað.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Elsku Beta mín, ég á engin orð
sem geta huggað þig á þessum
erfiðu tímum, en ég get þerrað
tárin þín og gefið þér knús. Ég
bið góðan Guð að styrkja þig og
aðra ástvini Hreiðars. Við syrgj-
um vegna alls hins góða sem við
söknum. Minning um góðan
dreng lifir.
Sigrún Ólafsdóttir.
Vantar hjálp.
Vantar skilning.
Það er ekkert í þessum heimi auðvelt.
Allar þessar flóknu leiðir sem við
förum,
flóknu leiðir sem við svörum,
erfiðir tímar.
Hugsum hart.
Hugsum svart.
Neikvæðnin sem fylgir okkur,
og þetta erfiða tímabil sem við
göngum í gegnum.
Haltu í hönd okkar og hjálpaðu okkur,
hjálpaðu okkur að skilja.
Amen
(Elísabet Tinna)
Við vorum glöð,
glöð í kringum þig,
en þú fórst,
og skildir okkur eftir í sárum,
en samt bara óvart.
Þú ætlaðir ekki að fara,
það bara gerðist,
þú veiktist bara óvart,
þetta var bara allt óvart.
Hugur okkar reikar til þín,
við söknum þín,
en við samgleðjumst þér,
því þú ert á betri stað,
þú finnur ekki lengur sársauka,
við söknum þín.
Þetta var bara óvart.
(Elísabet Tinna)
Guð geymi þig og varðveiti þig.
Þín vinkona
Elísabet Tinna
Haraldsdóttir.
Elsku vinur er fallinn frá langt
um aldur fram.
Yndislegar stundir geymum
við í hjörtum okkar og yljum okk-
ur með minningunum á erfiðum
tímum.
Hreiðar var okkur kær vinur
og alltaf glaður og kátur hvar
sem hann kom, faðmlag hans var
sterkt og hlýtt og finnum við enn
þá fyrir gleðinni og ástinni sem
var í hjarta hans.
Elsku Elísabet og fjölskylda,
megi Guð vera með ykkur og
styrkja ykkur öll.
Kæri vinur, með þessum orð-
um kveðjum við þig:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Ólína, Haraldur og börn.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Hávamál)
Það var gott að þekkja Hreið-
ar, hann var hreinn og beinn,
glaður á góðum stundum og
orkumikill gleðigjafi.
Hann tók öllum eins og jafn-
ingjum og gekk að öllum sínum
störfum af gleði, einurð og elju.
Hann var Hreiðar hennar Elísa-
betar og hann var Hreiðar okkar.
Ferðalag okkar með Hreiðari
hófst þegar við vinkonurnar vor-
um saman í námi í starfsmanna-
stjórnun. Við náðum vel saman og
sterk vinabönd voru mynduð. Það
var óhjákvæmilegt að eiginmenn
okkar kynntust einnig og fyrstu
kynni okkar við Hreiðar voru eins
og við hefðum þekkt hann alla ævi.
Hreinskilni hans og einlægni
tók á móti okkur öllum opnum
örmum. Það var ýmislegt brallað,
við héldum árshátíðir, fögnuðum
sumri og fórum saman í sum-
arbústaði.
Ógleymanlegar eru bæjarferð-
irnar í Borgarnes þar sem við
stelpurnar fórum á nytjamarkaði
og rannsökuðum hvað borgfirsk-
ar listakonur voru að gera, á
meðan strákarnir fylgdust með
skipasmíði og skoðuðu fornbíla.
Seinasta ferð okkar í Borgar-
fjörðinn var núna í febrúar og
áttum við ógleymanlegar stundir
með þeim Hreiðari og Elísabetu,
sem við minnumst með þakklæti
og söknuði.
Hreiðar veiktist fyrir rúmu ári
og varð loks að lúta í lægra haldi
fyrir fyrir þeim sem öllu ræður.
Við minnumst allra góðu sam-
verustundanna sem við áttum og
sjáum hann fyrir okkur, brosandi
og hlæjandi, til í hvað sem er.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Elísabetar,
fjölskyldu og vina Hreiðars.
Birna, Hrönn, Sigríður Ásta
og Vilborg og makar.
Með hjartað
fullt af þakklæti
langar mig til að
minnast afa míns
og nafna.
Elsku afi. Hugurinn reikar
til æskuáranna vestur í Bol-
ungavík þegar halda skyldi til
Reykjavíkur að heimsækja afa
og ömmu í Hamarsgerðinu.
Þangað var alltaf gott að koma.
Dekrað var við mann, líkt og
væri konungsborinn, af ykkur
ömmu og Rúnu frænku. Bíltúr-
arnir niður á höfnina, viðkoma í
ísbúðinni að ógleymdum veislu-
matnum hennar ömmu. Á ung-
lingsárunum varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að búa hjá
ykkur ömmu þegar ég sótti
menntaskóla í borginni. Auðvit-
að kom ekki annað til greina af
ykkar hálfu en að ég byggi hjá
ykkur. Þau ár urðu rúm 4 og
aldrei mátti ég borga með mér.
Urðum við sammála um að í
þau skipti sem ég kæmi að
vestan færði ég ykkur nokkur
kíló af harðfiski, sem þú elsk-
aðir fram á síðasta dag. Sátum
við saman og sporðrenndum
honum með miklu smjöri og
oftar en ekki voru honum gerð
fullkomin skil í einni atrennu.
Á þessum árum kynntist ég
konunni minni, henni Auði, og
frá fyrstu kynnum lést þú
óspart í ljós hversu vel þér leist
á kvenkost minn og var hún
strax í miklu uppáhaldi hjá þér.
Oftar en ekki þegar við vorum
að fara eitthvað saman réttir
þú mér lyklana að bílnum og
hvíslaðir að ég gæti farið á hon-
um, en hann fengu fáir lánaðan.
Þessi tími í Hamarsgerðinu var
mér dýrmætur, að búa hjá ykk-
ur ömmu á mótunarárum full-
orðinsáranna var ómetanlegt.
Frelsið, traustið og væntum-
Jóhann
Valdimarsson
✝ Jóhann Valdi-marsson fædd-
ist 18. febrúar
1923. Hann lést 6.
apríl 2017.
Útför Jóhanns
fór fram 19. apríl
2017.
þykjan sem þið
gáfuð mér hefur
verið mér gott
veganesti í lífinu.
Eftir að amma
dó hófst nýr kafli í
þínu lífi sem því
miður ég tók ekki
mikinn þátt í. Þú
kynntist nýrri
konu, Dísu. Það
var gaman að
fylgjast með því
hvað þið voruð dugleg að
ferðast. Fóruð um land allt með
fellihýsið í eftirdragi og eltuð
sólina. Þú sagðir mér seinna að
þér hefði þótt vænt um þennan
tíma enda ferðalög í miklu
uppáhaldi hjá þér. Um 2010
skildi leiðir ykkar Dísu. Þú
fluttir á Hrafnistu í Hafnarfirði
og hún í Boðaþingið.
Eftir að þú fluttir á Hrafn-
istu fjölgaði okkar samveru-
stundum. Fyrst sást þú um
heimsóknirnar en eftir að heils-
unni hrakaði kom ég annað-
hvort til þín eða sótti þig í kaffi
og spjall. Síðustu ár voru þér
erfið enda búinn að horfa á bak
tveggja sona. Talaðir þú oft um
ranglæti þess hversu snemma
þeir fóru og að þú hefðir glaður
vilja skipta við þá. Ómetanlegt
var að sitja með þér og hlusta á
lífssöguna þína enda hafðir þú
marga fjöruna sopið. Mér er
minnisstæð sagan þegar þú
rúmlega 14 ára gamall fórst
niður á höfn að sækja um þína
fyrstu launuðu vinnu. Þú hittir
þar skipstjóra og barst upp er-
indi þitt.
Hann spurði þig um reynslu
sem þú að sjálfsögðu hafðir
ekki.
Sendi hann þig í burtu með
þeim orðum að koma þegar þú
hefðir öðlast reynsluna. Í stað
þess að fara spurðir þú skip-
stjórann hver hefði verið svo
vitlaus að gefa honum fyrsta
plássið og á sjóinn fórstu næsta
dag. Já, afi minn var réttsýnn
alla ævi.
Þér leið vel á Hrafnistu og
talaðir um að vel færi um þig.
Mig langar til að þakka öllu
starfsfólki á Ægishrauni,
Hrafnistu, fyrir að hugsa vel
um afa minn.
Hvíl í friði elsku afi. Þinn,
Jóhann Arnarson (Jói).
Elsku afi.
Það er ljúfsárt að setjast
hérna niður og rita til þín þessa
hinstu kveðju.
Þú hefur alla tíð verið til
staðar, boðinn og búinn. Jafn-
vel á efri árum þá fannst þér
lítið mál að vakna fyrir allar
aldir og skjótast út á flugvöll til
að sækja og senda.
Mínar fyrstu minningar um
þig eru úr Hamarsgerðinu, þar
sem við bjuggum hjá ykkur
ömmu meðan mamma og pabbi
byggðu húsið sitt. Alla laug-
ardaga gat maður farið niður til
þín þar sem við sátum saman
og horfðum á annan afa í sjón-
varpinu áður en við fórum sam-
an í sund. Sem við gerðum
reyndar alla laugardaga í mörg
ár á eftir.
Yfirleitt leyndist svo gullpen-
ingur í vasanum sem reyndist
vel í nammibúðinni.
Það var líka gaman að fara
niður í kjallara með þér, en þar
opnaðist ævintýraheimur. Þar
fékk maður svo að heyra sög-
una af því þegar puttinn týnd-
ist. Svo settirðu fingurinn í eyr-
að, eða nefið, og dróst svo út
hálfan fingurinn og sagðir að
restin hefði fest. Þetta þótti þér
alltaf sniðug saga og held ég að
flest börn í fjölskyldunni hafi
fengið að heyra hana. Enda
þótti þér ekki leiðinlegt að
segja sögur.
Það var eiginlega alveg sama
hvað maður tók sér fyrir hend-
ur, þú varst alltaf stoltur af
manni.
Hvort sem það var að skora
sjálfsmark á fyrstu fótboltaæf-
ingunni, fara að vinna í smiðj-
unni eða komast í draumastarf-
ið. Maður hafði alltaf stuðning
og þú sagðir stoltur frá afrek-
um manns.
Þó það sé sárt að sjá á eftir
þér þá varstu orðinn þreyttur
og tilbúinn að fara. Þú skilur
eftir þig risastórt gat sem
ómögulegt verður að fylla. Ég
veit þó að núna ertu mættur á
kráarkvöld með ömmu uppá
arminn og Öddi, Siggi og Rúna
eru þarna hjá þér.
Ég mun sakna þín en ætla
samt að fagna því hvað ég fékk
að hafa þig lengi og að börnin
mín hafi fengið að kynnast þér.
Hvíl í friði, elsku afi.
Jóhann Valdimarsson.
Nú er síðasti frumbygginn í
Hamarsgerði í Smáíbúðahverf-
inu í Reykjavík fallinn frá, Jói á
Hamarsgerði 2 eins og hann
var alltaf kallaður hjá okkur
sem bjuggum í Hamarsgerði 4.
Jói og Setta voru ein þeirra
sem byggðu upp Hamarsgerð-
ið. Þetta var ekki stór gata í
hverfinu og húsin aðeins fjögur.
Fjölskylda Jóa við Réttarholts-
veginn, Halldór og Guðbjörg og
við synirnir þrír í húsi númer 4,
Siggi og Obba á númer 6, Ósk-
ar og Munda í síðasta húsinu.
Fyrstu kynni mín af Jóa
voru þegar hann og pabbi voru
að byggja húsin yfir fjölskyldur
okkar einhvern tíma fyrir 1960
en þá þurftu þeir að fara með
byggingaafganga á förgunar-
stað sem þá var vestur í bæ.
Þeir voru svo heppnir að Jói
gat fengið vörubíl með palli hjá
Vélsmiðjunni Hamri en þar
vann hann. Það var mikið æv-
intýri fyrir ungan strák að fá
að fara með þessum sóma-
mönnum vestur í bæ og lyfta
undir vörubílspallinn.
Mikið og gott samband var
milli íbúa í öllum húsunum í
Hamarsgerðinu þar sem við
krakkarnir ólumst saman upp.
Ég vil þakka Jóa fyrir gömlu
kynnin allt frá barnæsku minni
og einnig fyrir mikið og gott
samband sem hann hélt ætíð
við foreldra mína eftir að þau
fluttu úr Hamarsgerðinu í
Grundargerðið, en þangað kom
hann oft í heimsókn.
Ég sendi fjölskyldu Jóhanns
Valdimarssonar samúðarkveðj-
ur með kvæði eftir ömmu mína,
Guðrúnu Jóhannsdóttur frá
Brautarholti:
Hann gekk hér um að góðra drengja
sið,
glæddi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi
hans
vinarþel hins drenglundaða manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við guð og
menn.
Bergsveinn Halldórsson.
Örlítið skrjáf í
sellófani úti í horni
og maður yfirgefur
bókabúðina. Versl-
unarstjórinn stoppar í miðri af-
greiðslu og eltir manninn. Komin
einhverja tugi metra út eftir
Austurstrætinu bankar hún í öxl
mannsins sem þegjandi og
hljóðalaust snýr sér við og réttir
ritsafn Jóns Trausta, öll 8 bindin,
í hendur hennar. Konan stendur
orðlaus eftir í miðri göngugöt-
unni.
Þetta er ein minnisstæð og
sönn saga af atviki sem henti Pál-
ínu Eggertsdóttur, sem ávallt var
kölluð Stella af ættingjum og vin-
um. Þarna glímdi Stella við bí-
ræfinn búðarþjóf og hafði betur.
Ótal sögur af Stellu hafa rifjast
upp síðustu vikurnar, enda konan
búin að eiga mjög viðburðaríka
ævi.
Svo var hún sögukona mikil og
góð; létt og skemmtileg alla tíð og
geðprúð svo af bar.
Stella helgaði bókinni stóran
hluta starfsævi sinnar sem af-
greiðslustúlka og verslunarstjóri
í bókaverslunum. Stella var lestr-
arhestur og afar minnug kona.
Vitað er að fólk kom víða að til að
hitta Stellu í vinnunni að spyrja
eftir bók; minni hennar var ein-
stakt og ef bókin var fáanleg út-
vegaði Stella hana hratt og vel.
Orðsporið var gott og lýsir það
sér vel í því að Mál og menning
sótti Stellu til vinnu eftir að hún
var komin á eftirlaun og hjá þeim
vann hún framundir áttrætt.
Sjálfur naut ég þeirrar gæfu
að starfa í um eitt ár með Stellu,
þá óharðnaður unglingur. Hún
var þá verslunarstjóri bókaversl-
unar Ísafoldar í miðbænum og
réð bróðurson sinn í vinnu. Af
fáum hef ég lært meira en Stellu
á þessum tíma. Hún hafði ein-
Pálína
Eggertsdóttir
✝ Pálína Egg-ertsdóttir,
Stella, fæddist 7.
desember 1921.
Hún lést 5. apríl
2017.
Útför Pálínu var
gerð 18. apríl 2017.
stakt lag á að virkja
starfsfólkið og öðl-
ast vináttu þess.
Sjaldnast þurfti að
skipa fyrir, sam-
starfsfólkið vissi
hvaða verk þurfti að
vinna og lagði sig
allt fram fyrir
Stellu. Ósérhlífni
hennar sjálfrar var
fólkinu leiðsögn í
verkunum.
Forðum daga var gaman að
fylgjast með samræðum Stellu og
Jónasar föður míns. Þau systkin
störfuðu bæði við bækur alla
starfsævina, voru samrýmd þótt
ólík væru og engin lognmolla
þegar þau hittust. Mikið gantast
og rifjaðar upp góðar sögur og þá
gjarnan kryddaðar örlítið. Pabbi
hafði það oft á orði að minni
Stellu næði aftur í móðurkvið.
Jónas og ég talaði Stella um að
ævisaga sín ætti að heita; líkleg-
ast segir fátt af útgáfu hennar
fyrst bæði systkinin eru fallin frá.
Ómögulegt er að minnast
Stellu án þess að nefna Pálma
Guðmundsson sem var lífsföru-
nautur hennar síðari hluta æv-
innar. Pálmi lést árið 1999 og var
missir Stellu afar mikill. Þau
voru einkar samrýmt par og nutu
ríkulega samvista hvort við ann-
að.
Skemmtileg tilviljun að þau
voru fædd nákvæmlega sama dag
og að ljósmóðirin þurfti að hraða
sér á milli heimilanna svo að
hægt væri að taka á móti þeim
báðum.
Á erfiðu tímabili ævi minnar
reyndist Stella mér einstaklega
vel. Fyrir þann stuðning verð ég
ævarandi þakklátur.
Síðustu vikur og mánuðir
reyndu mikið á elsku Stellu og
fjölskylduna. Hún glímdi við van-
heilsu og átti erfiðar stundir.
Hvíldin var henni örugglega kær-
komin.
Elsku Ebba, Stella yngri,
Andri og aðrir aðstandendur.
Látið góðar minningar um ynd-
islega konu ylja ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning Stellu.
Eggert Jónasson.