Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 33

Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Móðursystir mín Þórdís Steins- dóttir, Dídí frænka, hefur kvatt þennan heim og er farin á fund við látna ástvini sína. Út- för hennar fór fram í kyrrþey frá Hafnarfjarðarkirkju hinn 4. apríl síðastliðinn. Þær voru tví- burasystur móðir mín og hún, kallaðar Bíbí og Dídí. Þær voru samrýmdar systurnar og töluðu saman oft á dag og máttu aldr- ei hvor af annarri sjá. Móðir mín lést 16. nóvember 2016 og Dídí 23. mars síðastliðinn, 96 ára gamlar. Þær komu í heim- inn með stuttu millibili og fara líka svo til saman á annað vit- undarstig. Það var fallegt samband og innilegt milli þeirra systra, lær- dómsríkt var að fylgjast með ástúðlegu sambandi þeirra. Síð- ustu daga fyrir andlát sitt fannst Dídí oft að Bíbí væri ná- lægt sér líkt og hún hefði verið að vitja hennar. Það eru margar minningar sem fara í gegnum hugann þeg- ar ég minnist móðursystur minnar sem var svo náin fjöl- skyldu okkar. Glæsilegu jóla- boðin sem haldin voru hjá henni og Gunnlaugi manni hennar á Álfaskeiði 46 í Hafn- arfirði eru mér minnisstæð þar sem þau hjónin létu okkur líða vel. Oft fór ég í heimsókn sem gutti á Álfaskeiðið og aldrei brást það að ég fengi Mach- intosh við komu og brottför. Það er líka skemmtileg minn- ing þegar við hjónin buðum systrunum í óvissuferð um Suð- urlandið í tilefni 90 ára afmælis þeirra. Þær ljómuðu af gleði og ánægju og voru svo innilega þakklátar fyrir. Það var líka gaman að geta boðið Dídí frænku í sumarbústaðinn á Torfastaðaheiði, m.a. til að end- Þórdís Steinsdóttir ✝ Þórdís Steins-dóttir fæddist 12. október 1920. Hún lést 23. mars 2017. Útför Þórdísar fór fram í kyrrþey 4. apríl 2017. urgjalda alla gest- risnina í gegnum tíðina og njóta sam- vistar. Á þessum samverustundum var unun að hlusta á þær systur rifja upp gamla daga í Hafnarfirði, þær mundu allt eins og það hefði gerst í gær. Dídí var jákvæð manneskja og hafði góða kímni- gáfu. Hún var áhugasöm um hagi minnar fjölskyldu, spurði af einlægni um hvað hver og einn væri að gera. Mér þótti vænt um hana frænku mína, hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, tranaði sér ekki fram, en hafði sínar skoð- anir. Mér er minnisstætt þegar ég var að fá hana til að láta taka af sér og móður minni myndir til að nota í auglýs- ingaskyni, en komið hafði fram ósk frá auglýsingastofu eftir ábendingu frá Hafnfirðingi sem þekkti þær. Myndir af þeim systrum birtust m.a. framan á símaskránni og í sjónvarpi. Dídí var með ákveðna skoðun á hvar birta mætti myndirnar, það varð að vera hóflegt, ekki yfirgengilegt eða frekjulegt. Nú eru þessar fallegu myndir til og ylja okkur aðstandendum um hjartarætur, brosin þeirra voru svo beint frá hjartanu. Það var gefandi að vera í návist Dídíar. Mig langar að þakka frænku minni sérstaklega hversu góð hún var móður minni og sýndi henni mikla samkennd á erf- iðum stundum. Dídí var stolt af sínu fólki og talaði mikið um barnabörnin og barnabarnabörnin þegar við hjónin heimsóttum hana. Hún talaði um hvað hún ætti góða að. Ég þykist vita að þar hafa efst verið í huga hennar systk- inabörn mín María og Guð- mundur Steinn en umhyggja þeirra fyrir móður sinni var aðdáunarverð. Að leiðarlokum vil ég þakka Dídí frænku fyrir þá alúð sem hún sýndi mér og mínu fólki. Gunnar Einarsson. Gleði, gaman og dillandi hlátur. Þetta er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku Sofía mín. Mundu svo, elsku vin- kona, ekkert væl voru þín orð. Já, það er nefnilega það, hægara sagt en gert. Sofíulegra gat það ekki verið. Óendanlegt þakklæti er það sem situr eftir nú þegar við kveðjum þig í hinsta sinn. Síð- asta kvöldstundin sem við tvær áttum saman er í stanslausri end- urupplifun. Það sem við gátum hlegið og grínast. Enda var það þitt aðalsmerki. Vinátta þín var einstök. Í veikindum móður minnar varstu alltaf boðin og bú- in að rétta fram hjálparhönd. Ef pabbi þurfti að bregða sér frá, þar sem við vildum ekki skilja hana eftir eina og eftirlitslausa, bauðst þú fram þína krafta. Við heimkomu var deginum ljósara að þið höfðuð skemmt ykkur kon- unglega. Hvernig var annað Sofía Erla Stefánsdóttir ✝ Sofía Erla Stef-ánsdóttir fædd- ist 21. desember 1962. Hún lést 22. mars 2017. Sofía Erla var jarðsungin 31. mars 2017. hægt með svona gleðigjafa eins og þig nálægt sér? Þegar lífshlaupi móður minnar lauk voru það þín fyrstu orð: „Jæja, vinkona, nú eigum við þenn- an dag sameiginleg- an.“ Dánardagur móður minnar var fæðingardagur móður hennar. Það var svo margt sem treysti vináttu okkar og ber að þakka fyrir. Þú varst leiðbeinandi dætra minna þegar þær hófu umönnunarstörf á Grund og ég veit að betri umönnunartækni gátu þær ekki fengið. Við hjónin munum sakna nærveru þinnar og ferfætlingur- inn okkar líka, hún Pollý. Þið vor- uð perluvinkonur og hún vék aldrei langt frá þér þegar þú komst í heimsókn, enda vissi hún alveg hver var tilbúin að gauka að henni góðgæti. Nú þegar lífs- hlaupi þínu er lokið, allt of fljótt, situr eftir þakklæti og söknuður um góða vinkonu. Góða ferð í Sumarlandið, elsku Sofía, og takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þínir vinir, Hallveig, Oddgeir, Rakel, Þórhalla og Sigurður. Atvinnuauglýsingar Skipstjóri óskast á farþegabátinn Gísla í Papey sem siglir daglega frá Djúpavogi til Papeyjar frá 1. júní til 1. september. Viðkomandi þarf að hafa 65 brúttó tonna réttindi og hóp- og neyðarstjórnun frá slysavarnarskóla sjómanna. Upplýsingar í síma 478 8119. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Eflingar – stéttarfélags 2017 Aðalfundur Eflingar – stéttarfélags 2017 verður haldinn á Grand Hótel fimmtudaginn 27. apríl 2017. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs 3. Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni að Sætúni 1, Reykja- vík, frá og með föstudeginum 21. apríl nk. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar – stéttarfélags. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Fjarðarbraut 64, Fjarðabyggð, fnr. 217-8438 , þingl. eig. Grillir ehf, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Austurlandi ogTrygginga- miðstöðin hf., þriðjudaginn 25. apríl nk. kl. 15:00. Sýslumaðurinn á Austurlandi 19. apríl 2017 Félagslíf  HLÍN 6017042016 IV/V Hlínardagurinn Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.