Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Mikið úrval mælitækja og verkfæra fyrir raftækniiðnaðinn Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Mælitæki og verkfæri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum var undirrit- aður í gær. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skrifuðu undir samninginn. Um er að ræða alls 202,4 hekt- ara land í kringum Vífilsstaðaspít- ala, svæði austan Vífilsstaða, nú- verandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svína- hrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Húseignir ríkisins á Víf- ilsstöðum eru undanskildar en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Kaupverðið er 558,6 milljónir kr. og þar af verða greiddar 99,3 millj- ónir við undirritun samningsins. Eftirstöðvar koma til greiðslu við uppbyggingu svæðisins en eigi síð- ar en innan átta ára. Auk grunn- verðs á seljandi rétt á hlutdeild í ábata af sölu byggingarréttar á svæðinu. Garðabær fyrirhugar að efna til samkeppni um ramma- skipulag svæðisins. gudni@mbl.is Vífilsstaðajörð seld Garðabæ  Ríkið seldi 202,4 hektara á 558,6 milljónir Ljósmynd/Garðapósturinn Garðabær Fjármálaráðherra og bæjarstjóri undirrituðu kaupsamninginn. Fyrsta umferð Reykjavíkurskákmóts Gamma fór fram í Hörpu í gær en alls mættu 264 keppendur til leiks frá 40 löndum. Þetta er metþátttaka en meðal keppenda eru 33 stórmeistarar og stiga- hæstur keppenda er ofurstórmeistarinn Anish Giri frá Hollandi sem státar af 2.771 skákstigi. Giri hefur verið fastagestur á elítuskákmótum í langan tíma þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára og er talinn í hópi líklegra kandídata til að hrifsa krúnuna af Magnus Carlsen. Tvöföld umferð verður tefld í dag, fimmtudag, og hefst sú fyrri klukkan 09.00 en sú seinni 17.00. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einbeittir skákmenn við taflborðið í Hörpu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sæferðir ehf. stefna að því að byrja ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur í seinni hluta maí. Upp- hafið ræðst m.a. af því hvenær ferja sem leigð verður til verkefnisins kemur til landsins. Reiknað er með að siglingin yfir flóann taki að jafnaði um 25 mínútur hvora leið. Tvö tilboð bárust í verkefnið „Flóasiglingar“ sem Reykjavíkur- borg og Akraneskaupstaður buðu út. Sæferðir áttu hagkvæmara tilboðið og var gengið að því. Samkvæmt út- boðsgögnum eiga siglingarnar að hefjast eigi síðar en 1. júní næstkom- andi. Um er að ræða tilraunaverk- efni til sex mánaða. „Við erum gríðarlega ánægð að hafa fengið verkefnið og finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæ- ferða. Hann sagði gert ráð fyrir þremur ferðum yfir Faxaflóa hvern virkan dag. Mögulegt verður að bæta inn aukaferðum um helgar. „Við höfum valið glæsilegt skip í verkefnið og munum leigja það með kauprétti,“ sagði Gunnlaugur. Um er að ræða hraðskreiða tvíbytnu sem leigð verður erlendis frá. Hún á að geta siglt á milli Reykjavíkur og Akraness á 20-30 mínútum, allt eftir sjólagi og aðstæðum. „Við erum gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Hann sagði að siglingarnar kæmu þeim vel sem sæktu vinnu yfir Fló- ann og eins yrði þetta nýr valkostur fyrir ferðamenn. „Á Akranesi er hægt að fara í frá- bæra hjólreiðatúra, fara á Langa- sand, skoða vitann og við erum með glæsilegan golfvöll. Sömuleiðis munu Skagamenn geta skotist í bæ- inn og notið þess sem Reykjavík hef- ur upp á að bjóða,“ sagði Sævar. Í næstu viku á að kynna ýmislegt sem er í undirbúningi í tengslum við þetta nýja verkefni, Flóasiglingar milli Reykjavíkur og Akraness. Hraðsiglingar yfir Faxaflóa  Sæferðir ehf. munu sigla á um 25 mínútum milli Akraness og Reykjavíkur  Þrjár ferðir á dag alla virka daga  Opnar nýja möguleika fyrir ferðamenn Morgunblaðið/Ómar Akranes Ferjan fer hratt yfir fló- ann og opnar nýja möguleika. Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar voru kallaðar út í gærkvöldi eftir að fjölmargir ferða- langar lentu í vandræðum á Holta- vörðuheiði. Meðal annars valt flutn- ingabíll og var bílstjóri hans fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en ekki fengust upplýsingar um líðan viðkomandi. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi var heiðinni lokað um klukkan 20.30. Var þá óveður á svæðinu og mikil hálka. Jónas Guðmundsson hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg sagði öll tilvikin hafa verið á norðanverðri heiðinni. Segir hann um 30 björg- unarsveitamenn hafa verið á vett- vangi frá klukkan 19.30. Lýsti hann veðrinu sem „snarvitlausu“ og að illstætt væri á heiðinni. Þá vill hann beina þeim tilmælum til fólks að fylgjast grannt með upplýsingum um færð á vegum. Holtavörðuheiðinni lokað vegna ófærðar Embætti land- læknis (EL) kveðst ekki taka afstöðu með eða móti rekstri Klín- íkurinnar Ármúla eða annarra sam- bærilegra stofn- ana í sérhæfðri heilbrigðisþjón- ustu. Vegna túlk- unar velferðar- ráðuneytisins er staðan í dag eftirfarandi að sögn EL: „Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða heilbrigðisþjónustu/ sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga deildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstr- arins. Þær geta fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkra- trygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur.“ Landlæknir sagði í yfirlýsingu um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í gær að meðan svo væri væri „vand- séð hvernig heilbrigðisyfirvöld geta haft stjórn á því hvert opinbert fjár- magn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi“. Tekist á um einka- væðingu  Landlæknir gaf út yfirlýsingu Birgir Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.