Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Karlakórinn Heimir úr Skagafirði
lagði af stað vestur um haf í morgun
til að syngja á slóðum Vestur Íslend-
inga á vesturströnd Norður-
Ameríku. Um tíu daga ferðalag er að
ræða og syngur kórinn á þrennum
tónleikum. Það er Vesturfarasetrið á
Hofsósi og karlakórinn sem standa
fyrir ferðinni sem ber yfirskriftina
Kveðja frá Íslandi.
Valgeir Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Vesturfarasetursins,
fékk hugmyndina að ferðinni þegar
hann var í Vancouver í Kanada í
fyrra. „Ég var þar að vinna með Ís-
lendingafélögum og áttaði mig þá á
því að við þurfum að vera duglegri
að standa með þeim, því nú eru þess-
ar kynslóðir sem voru með þennan
mikla eldmóð og töluðu jafnvel ís-
lensku að hverfa hægt og rólega. Til
þess að félögin haldi dampi mat ég
það svo að við þyrftum að vera dug-
legri í að senda þeim stuðning að
heiman,“ segir Valgeir, sem fékk þá
þessa hugmynd að koma með öflugt
lið frá Íslandi og standa fyrir við-
burði og efla tengslin við afkom-
endur Vestur Íslendinganna.
Allur ágóði af tónleikunum rennur
til Íslendingafélaganna, bæði til að
styrkja þau fjárhagslega og mór-
alskt, segir Valgeir.
Stóru tónleikarnir verða í St. And-
rews kirkjunni í Vancouver í Kanada
á mánudagskvöldinu 24. apríl. Þá
verða aðrir tónleikar í Kristskirkju í
Victoria, þar sem kórinn dvelur
seinnihluta ferðarinnar. En karla-
kórinn Heimir byrjar söngferðalagið
á stóru karlakóramóti þar sem kórn-
um bauðst þátttaka fyrir tilviljun.
„Þegar ég var að kanna tónlistarhús
á svæðinu þá kom það upp að í Chan
Centre, sem er eitt flottasta tón-
leikahúsið í Vancouver, var búið að
setja á karlakóramót og þeir buðu
karlakórnum Heimi sem heiðurskór
á mótið. Þarna verða flottustu karla-
kórar vesturstrandarinnar sam-
ankomnir,“ segir Valgeir.
Á efnisskrá tónleikanna eru ís-
lenskar og erlendar söngperlur. Þá
samdi Stefán Gíslason, söngstjóri
Heimis, sérstakt lag fyrir ferðina og
Kolbeinn Konráðsson samdi texta
við lagið. Lagið heitir Kveðja frá Ís-
landi og vísar til fólksflutninganna
og frændseminnar, að sögn Valgeirs.
Einsöngvararnir Þóra Einarsdóttir
sópran og Óskar Pétursson tenór
koma fram með karlakórnum Heimi.
Spurður hvort margir fylgi kórn-
um í þessa ferð svarar Valgeir kank-
vís að hann sé ábyrgur fyrir heilli
þotu. „Það eru um fimmtíu söngv-
arar og heilmikið fylgdarlið með
þeim. Þá allskonar skemmtilegt og
öflugt lið sem vill taka þátt í þessu
verkefni. En það verður líka þrjátíu
manna hópur á vegum Bændaferða
með okkur.“
Valgeir segir að mikil spenna sé
fyrir komu Íslendinganna og að fólk
sé að fljúga víðsvegar frá í Kanada
til að vera með þeim.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Hörpu Karlakórinn Heimir í Skagafirði og Vesturfarasetrið á Hofsósi stóðu fyrir tónleikunum Kveðja frá Íslandi í Eldborgarsal Hörpu í lok mars.
Senda stuðning að heiman
Vesturfarasetrið á Hofsósi og Karlakórinn Heimir standa fyrir ferð til vest-
urstrandar N-Ameríku Halda þrenna tónleika og styrkja Íslendingafélögin
Morgunblaðið/Kristján
Tengsl Á Vesturfarasetrinu á Hofsósi er verið að vinna að sýningu um af-
komendur vesturfaranna sem settust að á vesturströnd N-Ameríku.
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
segir lögregluna sýna því skilning að
ökumenn séu með nagladekk undir
bílum sínum þótt gert hafi verið ráð
fyrir að þau færu undan 15. apríl sl.
Hann bendir á í samtali við mbl.is
að ekki séu gerðar athugasemdir við
naglana á meðan aðstæður séu þann-
ig að þörf kunni að vera á nöglum,
enda segir í umferðarlögum að öku-
menn skuli búa bíla sína eftir að-
stæðum. „Við sýnum þessu skilning
til að byrja með ef veður kann enn að
haga sér þannig að það geri mönnum
erfitt fyrir ef þeir eru komnir á
sumardekkin, sérstaklega ef farið er
á milli landshluta,“ segir Ómar.
Hann bendir jafnframt á að lög-
reglan muni gefa út tilkynningu áður
en byrjað sé að sekta ökumenn fyrir
nagladekk. Ökumenn á höfuðborgar-
svæðinu ættu hins vegar að fara
huga að dekkjaskiptum, að sögn Óm-
ars.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Naglar Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu ættu að huga að dekkjaskiptum.
Sekta ekki fyrr en
aðstæður leyfa
Sýna nöglum skilning vegna veðurs
Sérsveit ríkislögreglustjórans seg-
ir að stjarfasprengjan (e. Flash
bang) sem tveir drengir fundu í
Skipholti nýverið hafi verið óvirkt
æfingadót frá sérsveitinni.
„Það eru eiginlega engar líkur á
að þetta sé frá einhverjum öðrum,
við getum auðvitað aldrei 100%
fullyrt að við eigum þetta en við
teljum líklegt að þetta sé frá okk-
ur,“ segir Ásmundur Kr. Ás-
mundsson, næstráðandi hjá sér-
sveitinni. Hann segir enga hættu
hafa verið á ferðum þar sem um
sé að ræða einskonar leikmun sem
notaður er við æfingar en ekki
sprengju sem hefur verið notuð í
einhverju máli. „Þetta er ekki
sprengja, þetta er tómt hylki not-
að við æfingar. Við notum alvöru
stjarfasprengjur, það er alveg vit-
að, en við æfum hins vegar með
því að kasta tómum hylkjum.“
mhj@mbl.is
Ekki alvöru
stjarfa-
sprengja
Ljósmynd/Kjartan Maack
Hættulaus Eina hættan er að missa
hylkið á tærnar, segir Ásmundur Kr.
Laugavegi 178, sími 540 8400.
Viltu bæta tungumálakunnáttuna
Enska ❖ Danska ❖ Norska ❖ Sænska ❖ Þýska ❖ Franska ❖ Spænska
Við bjóðum upp á staðnám eða fjarnámi
í tungumálum, þar sem nemendur fá
vandað les- og hlustunarefni þar sem
nemendur geta æft sig daglega.
Þú hlustar, lest og talar og orðaforðinn
í talmáli þínu eykst um allt að 75%
meira en í hefðbundnu námi.