Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Pilot
síðan 1937
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Innréttingar
Íslensk hönnun – þýsk gæði
EIRVÍK Innréttingar
Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektumog sérsmíðaðar
í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem
sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði.
Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er
lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins.
Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér
raunveruleg gæði á réttu verði.
Hönnun og ráðgjöf á staðnum.
Þessi blái humar var í gær til sýnis
á sædýrasafninu Oceanopolis í
frönsku hafnarborginni Brest í
Frakklandi. Bláir humrar eru ein-
staklega sjaldgæfir, en liturinn
kemur til vegna stökkbreytingar
sem veldur framleiðslu á prótíni
sem gefur þennan lit. Vísindamenn
telja að einungis um einn humar af
hverjum tveimur til þremur millj-
ónum sé blár á litinn.
Blár humar lenti í neti fransks
veiðimanns í síðasta mánuði þegar
hann var að veiða humar fyrir veit-
ingastað í Brest. Að sögn veitinga-
mannanna kemur ekki til greina að
matreiða humarinn. Er ætlunin að
koma honum fyrir í sérstöku búri
þar sem hægt sé að dást að honum.AFP
Sjaldgæfur
blár humar
í Frakklandi
Mike Pence, varaforseti Bandaríkj-
anna, lofaði því í gær að ríki sitt
myndi svara öllum árásum Norður-
Kóreumanna á „yfirgnæfandi og
skilvirkan“ hátt. Loforðið féll í heim-
sókn Pence um borð í flugmóður-
skipinu USS Ronald Reagan, þar
sem það lá í höfn í Japan í gær.
Pence ferðast nú um Austurlönd
fjær til bandamanna Bandaríkjanna,
en heimsókn hans er meðal annars
ætlað að fullvissa þá um að Banda-
ríkin muni styðja þá og taka í taum-
ana gagnvart kjarnorkuáætlun
Norður-Kóreumanna.
Sagði Pence að Norður-Kórea
væri hættulegasta ógnin við frið á
Kyrrahafi um þessar mundir. Var
orðum hans ætlað að svara hótunum
Norður-Kóreumanna, sem sögðu
fyrr í vikunni að þeir myndu gera
kjarnorkuárás á Bandaríkin að fyrra
bragði við minnstu ögrun. sgs@mbl.is
„Svörum
öllum
árásum“
Pence varar Norð-
ur-Kóreumenn við
AFP
Sjálfa Pence um borð í flugmóð-
urskipinu USS Ronald Reagan.
Boðað var til fjöldamótmæla í gær í
Venesúela gegn stjórnarháttum
Nicolás Maduro, forseta landsins.
Mótmæli hafa verið tíð í landinu síð-
an hæstiréttur Venesúela, sem skip-
aður er stuðningsmönnum Maduros,
reyndi að leysa þjóðþingið upp og
taka sér löggjafarvald.
Sögðu skipuleggjendur mótmæl-
anna að mótmælin yrðu „móðir allra
mótmæla“ og að lokatakmarkið væri
að knýja Maduro frá völdum.
„Við þurfum að binda enda á þetta
einræði. Við erum komin með nóg.
Við viljum kosningar til þess að ná
Maduro út, því að hann hefur eyði-
lagt land okkar,“ sagði Ingrid Cha-
con, 54 ára gamall ritari, við AFP-
fréttastofuna.
Ætlun mótmælenda var að ganga
í átt að miðborg Caracas, en þar
höfðu stuðningsmenn Maduros safn-
ast saman. Fimm manns hafa látist í
mótmælum síðustu vikur og fjöldi til
viðbótar særst. Maduro hefur kallað
eftir því að stuðningsmenn sínir og
herinn „verji hina sósíalísku bylt-
ingu“ sem fyrirrennari hans á for-
setastóli, Hugo Chavez heitinn, hóf
þegar hann komst til valda árið 1999.
Maduro hefur hins vegar verið
undir miklum þrýstingi, þar sem
efnahagur landsins er á fallanda
fæti. Stöðugur skortur er á nauð-
synjavörum, mat og lyfjum í landinu.
Maduro segir ástandið hins vegar
Bandaríkjamönnum að kenna, en
Maduro sakar þá um að vilja steypa
sér af stóli með hvaða ráðum sem er.
Varnarmálaráðherra landsins sagði í
vikunni að her landsins myndi styðja
Maduro alla leið. sgs@mbl.is
„Móðir allra mótmæla“
Fjöldamótmæli á götum Caracas Andstæðingar og
stuðningsmenn Nicolás Maduros hvorir með sinn fundinn
AFP
Mannhaf Gríðarmikill fjöldi mót-
mælti stjórnarháttum Maduros.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Neðri deild breska þingsins samþykkti í gær
með yfirgnæfandi meirihluta að boðað yrði til al-
mennra þingkosninga hinn 8. júní næstkomandi.
Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði í
umræðum á þinginu að hún vildi fá „umboð til
þess að ljúka Brexit“ og vísaði þar til yfirvofandi
viðræðna Breta við Evrópusambandið um út-
göngu úr sambandinu. Kjörtímabil neðri deild-
arinnar er fimm ár, en forsætisráðherra hafði á
árum áður vald til þess að rjúfa þing þegar hann
lysti og boða til kosninga. Eft-
ir að lögunum var breytt árið
2011 þarf hins vegar sam-
þykki tvo þriðju hluta þings-
ins, 433 þingmenn af 650, til
þess að stytta kjörtímabilið og
boða til kosninga.
May kom á óvart á þriðju-
daginn var þegar hún til-
kynnti fyrirætlan sína, að
boða til nýrra kosninga, en
hún hafði áður neitað því að slíkt væri á borðinu,
en núverandi kjörtímabili átti að ljúka árið 2020.
Miðað við skoðanakannanir stendur Íhaldsflokk-
ur May mjög vel að vígi fyrir komandi kosninga-
baráttu.
Mun ekki taka þátt í kappræðum
May sagði í umræðum á þinginu í gær að kosn-
ingarnar væru nauðsynlegar til þess að styrkja
samningsstöðu hennar gagnvart Evrópusam-
bandinu. Hún var hins vegar gagnrýnd fyrir að
hafa skipt um skoðun varðandi kosningar, sem
og fyrir þá yfirlýsingu sem hún gaf í gær, að hún
myndi ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyr-
ir kosningarnar.
Kosningarnar samþykktar
Breska þingið samþykkti að boða til kosninga með 522 atkvæðum gegn þrettán
May biður um umboð til þess að ljúka viðræðunum um útgöngu úr ESB
Theresa May