Morgunblaðið - 20.04.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 20.04.2017, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Fyrirhuguð Hval- árvirkjun sem Vest- urverk hyggst reisa virkjar afl þriggja vatnsfalla með upptök á Ófeigsfjarðarheiði, Rjúkanda, Hvalár og Eyvindarfjarðarár. Til verksins þarf fimm stíflur, fjögur uppi- stöðulón, skurði, göng, stöðvarhús, uppbyggða vegi, námur og hauga. Áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda er mjög umfangsmikið og nær til eyðibyggða í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði og hluta af óbyggðu víðerni á Ófeigsfjarðarheiði sem teygir sig frá Steingrímsfjarð- arheiði í suðri að Hornbjargi í norðri. Skipulagsstofnun birti hinn 4. apríl sl. álitsgerð sem er áfellisdómur yfir framkvæmdinni. Bygging Hval- árvirkjunar mun skerða óbyggð víð- erni verulega, gerbylta vatnafari og ræna flesta fossa svæðisins mik- ilfengleik sínum og fossadyn, þ.m.t. fossaröð í Eyvindarfjarðará, Hval- árfoss og Rjúkandafoss. Áhrif fram- kvæmda á ásýnd, landslag og víðerni verða verulega neikvæð þrátt fyrir mótvægisaðgerðir. Neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist verða tals- verð til veruleg. Bygging virkjunar- innar spillir varanlega jarðminjum sem njóta verndar samkvæmt 57. gr. náttúruverndarlaga (þ.m.t. stöðuvötn og fossar) en óvissa ríkir um áhrif framkvæmdanna á fuglalíf, vatnalíf í stöðuvötnum á Ófeigsfjarðarheiði og á menningarminjar. Til að tengja virkjunina raforkukerfinu þarf raf- línu frá virkjuninni í Ófeigsfirði suður til Geiradals, hugsanlega um tengi- virki á Nauteyri við Ísafjarðardjúp sem ekki er til. Bygging raflínu mun spilla enn frekar óbyggðu víðerni Ófeigsfjarðarheiðar. Blekkingar Landvernd hefur fullan skilning á þeim áhyggjum sem forsvarsmenn fámenns sveitarfélags hafa af fólks- fækkun og íbúaþróun til lengri tíma og að leitað sé allra leiða til að styrkja atvinnu og byggð. Hins vegar er nán- ast útilokað að bygging Hvalárvirkjunar breyti nokkru hvað það snertir þar sem engin lang- tímastörf fylgja virkj- uninni sjálfri, þótt vissulega muni mikil at- vinna skapast á 2-3 ára framkvæmdatíma hennar. Fyrir sveitarfé- lag í vanda vegna fólks- fækkunar er átaksverk- efni af þessu tagi engin lausn. Aftur á móti mun sérstaða og aðdráttarafl svæðisins hverfa að meira eða minna leyti þegar Hvalárvirkjun er risin með tilheyrandi veitum, uppistöðu- lónum og upphækkuðum vegum. Það er afar ólíklegt að ferðamenn fari norður á Strandir til að upplifa mann- gert virkjunarlandslag sem þeir geta auðveldlega skoðað í alls konar út- gáfum á Suðurlandi í innan við 150 km fjarlægð frá höfuðborginni. Þá er ljóst að rafmagn frá Hval- árvirkjun verður ekki nýtt til að styrkja raforkukerfi Vestfjarða eða atvinnustarfsemi þar heldur flutt beint þaðan til orkufrekra verkefna utan fjórðungsins. Engar áætlanir eru uppi um raflínu frá Nauteyri inn á Ísafjörð og nágrenni. Raforkutrufl- anir á Vestfjörðum stafa að miklu leyti af bilunum á loftlínum á heið- unum norðan Mjólkárvirkjunar. Raunhæfasta bótin á þeim vanda væri lagning 66 kv jarðstrengs þaðan um Dýrafjarðargöng (væntanleg) og Vestfjarðargöng. Þjóðgarð frekar en virkjun Stöðugt gengur á óbyggðir jarð- arinnar og þær verða verðmætari með hverju nýju framkvæmdasvæði sem við bætist. Í sífellt manngerðari heimi er fólki nauðsyn og fró að losna undan tækninni og steinsteypunni og komast út í tæra og ósnortna náttúru þar sem fegurðin, einfaldleikinn og sagan ríkir. Norðanverðar Strandir til og með Hornstrandafriðlandi eru þannig svæði. Þar hefur nútíminn með sinni vélvæddu umferð, raflín- um, skurðum, skógrækt, og verk- smiðjum ekki hafið innreið sína eða gefist upp fyrir gamla tímanum. Þarna væri hægt að stofna glæsi- legan þjóðgarð – sem spannað gæti svæðið allt frá Ingólfsfirði að aust- anverðu og a.m.k. frá Kaldalóni að vestanverðu til og með Horn- strandafriðlandi – og byggja upp af miklum myndarskap fyrir sambæri- legan ríkisstyrk og fyrirhugaður er vegna tengivirkis á Nauteyri. Þjóðgarður af þessu tagi kallar á nokkur heilsársstörf og mörg sum- arstörf til að sinna uppbyggingu, fræðslu og eftirliti og getur skapað fjölda afleiddra starfa í ferðaþjónustu eins og dæmin sanna á jaðarsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs, einkum í Öræfum, Skaftárhreppi og Keldu- hverfi. Gestastofa yrði reist í anddyri þjóðgarðs í Árneshreppi og fjöl- breyttir möguleikar í náttúruferða- mennsku blasa við. Engu slíku er til að dreifa vegna mannlausrar virkj- unar Vesturverks. Undirritaður er ekki í nokkrum vafa um að lang- tímaávinningur samfélagsins í Árnes- hreppi af þjóðgarði og þeirri atvinnu- uppbyggingu sem gæti orðið í kring um hann á næstu áratugum yrði margfaldur á við virkjun. Brýna nauðsyn þarf til að réttlæta skemmdir á náttúruminjum sem njóta verndar samkvæmt 61. gr. nátt- úruverndarlaga og þá fyrst og fremst brýna almannahagsmuni. Sveit- arstjórn Árneshrepps verður að sýna fram á þá hagsmuni hyggist hún gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hval- árvirkjun. Landvernd skorar á hana að reyna það ekki heldur hafna virkj- uninni og knýja á um stuðning rík- isins við stofnun þjóðgarðs á svæðinu. Samtökin bjóða fram krafta sína í þágu þess verkefnis. Ákall til Strandamanna vegna Hvalárvirkjunar Eftir Snorra Baldursson » Langtímaávinningur samfélagsins í Ár- neshreppi af þjóðgarði og þeirri atvinnuupp- byggingu sem gæti orð- ið í kring um hann yrði margfaldur á við virkj- un. Snorri Baldursson Höfundur er formaður Landverndar. snorri@landvernd.is Í tilefni af alþjóðadegi heilbrigðisdagsins sem var 7. apríl sl. langar mig að koma inn á það málefni sem var haldið á lofti þann dag. Já, þann dag var sjúkdómurinn þunglyndi tekinn sér- staklega fyrir og er það gott og mörgum þykir ánægjulegt að slíkt skuli vera valið þetta ár- ið, þar sem afar margir hafa slíkan leiðindasjúkdóm í töskunni sinni og mikilvægt að samfélagið okkar verði opið fyrir að slíkt sé til. Þessi sjúkdómur er óútreikn- anlegur og maður er aldrei fullviss um að þessi dagur í dag verði hinn besti, þrátt fyrir að von manns sé slík hvern dag. 2010 greindist ég með þennan leið- indasjúkdóm sem ég óskaði mér ekki, ég fékk á þeim tíma ágætis lyf til að slá niður þann sársauka sem var farinn að valda mér miklu hugarangri og gekk sú lyfjagjöf vel til nokkurra ára, en ekkert í líkingu við það sem kom síðar. Í kjölfar þess hófst vinnan mín að bók, sem mun koma út á næsta ári og heitir Lærdómsvegurinn og vísar það til þess lærdómsvegar sem ég hef gengið eftir að hafa sokkið djúpt í þunglyndið og greinst með geðhvörf haustið 2016. Ég hefði aldrei, nei aldrei nokkurn tímann, hugsað að vanlíðan í slíku djúpu þunglyndi gæti haft slík áhrif á mann að maður lamast, já ég gat ekki neitt, vildi ekki neitt og sagði ekki neitt. Ég lá í sófanum grátandi alla daga, horfði á lífið og fjölskylduna, horfði á það sem ég var vanur að gera hvern dag, já, mæta í vinnu, já, svona almenn heimilisstörf sem við höfum alltaf unnið saman, ég og eiginkonan. Ég lá og var nokkuð sama um allt, þetta er algjört helvíti og held ég að margur geri sér ekki fulla grein fyrir hversu viðbjóðsleg þessi vanlíðan er. Innlegg í reynslubankann Mikið ósköp hefði ég viljað sleppa við þessa reynslu, en reynslan er kom- in og þá aukin þekking sem ég er þakklátur fyrir í dag. Skrítið, ekki satt, að segja að maður sé þakklátur fyrir þessi ósköp, en samt sem áður horfi ég á þetta fyrirbæri, þunglyndi/ geðhvörf, með þökkum vegna þess að ég hef lært og er að læra hvern dag á mig sjálfan. Að veikjast af geð- sjúkdómi eykur þekkingu og þá sér- staklega sjálfsþekkingu sem okkur er svo mikilvæg. Í dag tel ég mig vera á nokkuð góðum vegi en auðvitað er það ein- hvernveginn þannig að ég þarf alltaf að vera meðvitaður um hugsun mína og hegðun sem ég lærði á námskeiði (ham) eftir að ég var lagður inn á geðdeild 33C í desember 2016. Það var mikil reynsla og verð ég ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu því góða starfsfólki sem starfaði þar og hélt utan um mig. En þetta voru erfið skref að ganga og viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta væri staðreynd. Getur komið fyrir alla En af hverju kemur þessi sjúk- dómur ? Rætt er um að nokkrir þætt- ir komi þarna að, það er að segja að umhverfisþættir geta haft veruleg áhrif ásamt erfðum. Já, margt sem getur og hefur áhrif. Ég er heppinn að eiga frábæra vinnufélaga sem taka tillit til mín, af- ar sérstakan og góðan yfirmann á vinnustað mínum og ræðum við hlut- ina eins og þeir eru og voru. Ég vil sem minnst ræða um það sem var, vegna þess að því er lokið og get ég aldrei breytt slíku aftur nema læra af þeirri reynslu sem ég öðlaðist á þess- um tíma. Það er mikilvægt að opna umræðuna og að vinnuveitendur séu opnir fyrir slíkum sjúkdómi, því eins og oft hefur verið rætt um þá er þetta hvorki minna né meira en að greinast með krabbamein og eða aðra vonda sjúkdóma og þar af leiðandi gríð- arlegt álag á fjölskylduna. Við vorum einnig heppinn að eiginkonan á frá- bæran yfirmann sem tók og tekur mikið tillit til fjölskylduaðstæðna og sérstaklega á þessum erfiðasta tíma sem við höfum upplifað. Fjölskyldumeðlimir ganga ekki síður í gegnum mikið þegar ástvinur þeirra þjáist af geðsjúkdómi. Tilfinn- ingar eins og vonleysi, reiði, hræðsla, sektarkennd og örvænting eru al- gengar og auka enn á ringulreiðina sem oft skapast hjá fjölskyldunni. Stuðningur við fjölskylduna er því mikilvægur og að allt sé opið og hlut- irnir ræddir eins og þeir eru. Það er einnig mikilvægt að fræða fjölskyldu- meðlimi og vini um geðsjúkdóma og hvernig best er að taka á málum og hvernig staðan er hverju sinni. Stuðningsnetið mikilvægt Stuðningsnet vina og fjölskyldu er einnig mjög mikilvægt fyrir þann sem þjáist. Það verður seint ofsagt hversu mikilvægt það er að styðja við þetta stuðningsnet á skipulagðan hátt og það var svo sannarlega að virka í okkar tilfelli, við eigum kæra vini og fjölskyldu sem studdi okkur og hafði reglulega samband, en stundum sáum við líka að fólkið fjar- lægðist okkur eða mig, ég tel það í dag í raun hafa verið vanþekking og hræðsla. Maki, börn og fjölskyldan þurfa á stuðningi að halda. Það er von mín í dag að lærdóms- vegur minn haldi áfram og að lífið, með öllu því fallega og erfiða, muni geta þroskað hugsun mína og að njóta þess að vera til. Margar góðar og gagnlegar leiðir eru til, sem dæmi lyf, hugræn atferlismeðferð sem hef- ur nýst mér afar vel og einnig það að vera í núinu, dagurinn í dag er málið, ég veit ekkert hvað er framundan og þar af leiðandi þarf ég ekki að hugsa um það og hinu liðna er lokið og verð- ur ekki breytt. Höfum umræðuna opna, höfum líf- ið allskonar og njótum stundarinnar Æ, þetta þunglyndi Eftir Friðþór Ingason Friðþór Ingason »Mikið ósköp hefði ég viljað sleppa við þessa reynslu, en reynslan er komin og þá aukin þekking sem ég er þakklátur fyrir í dag. Höfundur er þroskaþjálfi. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is - Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.