Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
LISTHÚSINU
Mikið úrval
af fallegum borðum,
púðum og alls kyns
gjafavöru
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11.00-18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 16.00
43.000 kr.
60 cm í þvermál, hæð 57 cm
22.500 kr.
40 cm í þvermál, hæð 42 cm
32.500 kr.
50 cm í þvermál,
hæð 50 cm
Léttreykt síldarflök
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
- þess virði að smakka!
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Róbert Aron Róbertsson, fjárfestir
og stjórnarmaður í Festi, hefur á síð-
ustu misserum fjárfest í nýju íbúðar-
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Um-
svif hans aukast stöðugt.
Róbert Aron er náinn samstarfs-
maður Ólafs Ólafssonar, sem er
gjarnan kenndur við Samskip, en sá
síðarnefndi er eigandi fasteignaþró-
unarfélagsins Festis, ásamt konu
sinni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur.
Róbert Aron hefur fjárfest í
íbúðarhúsnæði sem er byggt af verk-
takafyrirtækinu Mannverki. Annars
vegar er um að ræða 70 íbúðir á
Lyngási 1 á gamla Friggjarreitnum í
Garðabæ. Hins vegar er um ræða 32
íbúðir á Holtsvegi 37-39 í Urriðaholti í
Garðabæ.
Eins og rakið er hér fyrir ofan hef-
ur Róbert Aron fjárfest í þessum
verkefnum í gegnum félögin Comis
ehf. og Nóra Capital ehf.
Samstarf við Mannverk
Róbert Aron er sem áður segir
stjórnarmaður hjá félaginu Festi.
Tímamót urðu í sögu þess félags
þegar Róbert Aron og Heimir Sig-
urðsson, stjórnarformaður í Festi, og
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
undirrituðu samning um uppbygg-
ingu hundraða íbúða á Gelgjutanga í
Reykjavík.
Róbert Aron hefur unnið að ýms-
um verkefnum með Ólafi Ólafssyni.
Hann kom til dæmis inn sem
stjórnarmaður í félaginu Kimi S.á.r.l.
í Lúxemborg vorið 2015 þegar Ólafur
vék þar sæti. Eins og fjallað var um í
Morgunblaðinu á dögunum hefur
Kimi meðal annars fjárfest í Bret-
landi og á Spáni.
Þá hefur Róbert Aron meðal ann-
ars veitt fjárfestingasjóðnum Bruell-
an Wealth Management í Sviss fag-
lega ráðgjöf varðandi fjárfestingar á
Íslandi. Sjóðurinn hefur sinnt faglegri
fjárfestingu fyrir Aurora velgerðar-
sjóð, sem Ólafur og kona hans, Ingi-
björg, hafa verið í forsvari fyrir.
Dæmi um fjárfestingu Róberts Arons Róbertssonar í íbúðarhúsnæði
Heimildir: Fyrirtækjaskrá Creditinfo, gögn úr Fasteignaskrá, vefsíðan Mannverk.is.
Félag
Félag
Eigendur
Eigendur
Eigendur
Eigendur Eigendur
COMIS EHF. 75%
LAXAMÝRI EHF. 33,33%
LAXAMÝRI EHF. 25%
Holtsvegur 37-39 í Urriðaholti, Garðabæ (32 íbúðir, skv. Fasteignaskrá)
Fjölbýlishúsið Lyngás 1a-1d, Garðabæ (70 íbúðir, skv. Fasteignaskrá)
Róbert Aron Róbertsson 50%
Örn Valdimar Kjartansson 50%
EFJ ehf.
Nóra Capital ehf.
M3 Capital ehf.
Hjalti Gylfason
Jónas Már Gunnarsson
2G ehf.
Steinhaufen
Holding ehf.
33,33%
33,33%
33,33%
100%
100%
100%
50%
50%
50% 100%
50%
50%
50%
Elmar Freyr Jensen
Róbert Aron Róbertss.
Örn Valdimar Kjartanss.
Grímur Alfreð Garðarsson
Edward Mac Gillivray Schmidt
Jónas Hagan Guðmundsson
Hjalti Gylfason 50%
Jónas Már Gunnarsson 50%
LJÓSAKUR EHF.
JÖKULSKER 33,33%
VARÐACAPITAL EHF. 33,33%MARÍUSTAKKUR EHF.
Stjórnarmaður
Festis byggir íbúðir
Félög Róberts Arons fjárfesta í fjölbýli í Garðabæ
Róbert Aron
Róbertsson
Ólafur
Ólafsson
Fram kemur á vefsíðu fast-
eignaþróunarfélagsins Festis að
það vinni að sex verkefnum
víðsvegar um landið.
Í fyrsta lagi uppbyggingu á
Gelgjutanga í Vogabyggð í
Reykjavík. Í öðru lagi uppbygg-
ingu á Naustareit/Tryggvagötu-
reit en þar er fyrirhugað að
byggja hótel og íbúðir. Í þriðja
lagi þróun fasteignarinnar Suð-
urlandsbraut 18 en þar hafa ver-
ið áform um að reka hótel. Í
fjórða lagi undirbýr félagið upp-
byggingu á Héðinsreit í Reykja-
vík við gamla Héðinshúsið.
Þær upplýsingar fengust frá
Festi að félagið ætti jafnframt
óbyggðar lóðir á Eyrarvegi 34 á
Selfossi og Bjargslandi 2 í
Borgarnesi. Sú þróun væri í bið-
stöðu. Fylgst væri með eftir-
spurn og markaðsaðstæðum.
Eiga lóð
á Selfossi
FESTIR OG LANDSBYGGÐIN
Sýningar á málverkum og ljós-
myndum á Hótel Selfossi og fugla-
tónleikar Valgeirs Guðjónssonar í
Eyrarbakkakirkju eru meðal atriða
sem verða á bæjarhátíðinni Vor í Ár-
borg sem hefst í dag. Hátíðin byrjar
með opnum fjölskyldutíma í íþrótta-
húsinu Iðu, en síðar á deginum eru
hefðbundin hátíðarhöld þar sem
sumarkomu er fagnað.
Formleg setning hátðarinnar
verður á Stað á Eyrarbakka kl. 17 í
dag þar sem afhentar verða heiðurs-
viðurkenningar og tónlistarmenn
koma fram. Kl. 19:30 mæta svo
þekktustu glæpasagnahöfundarnir í
Rauða húsið á Eyrarbakka í boði
Konubókastofunnar. Í Selfosskirkju
eru tónleikar með Karlakór Selfoss
sem hefjast kl. 20:30.
Dagskrá Vors í Árborg er að
vanda afar fjölbreytt. Má þar nefna
að á föstudeginum fara elstu leik-
skólabörnin í söngferð um sveitarfé-
lagið og enda kl. 11:00 í Tryggva-
garði á Selfossi. Í Menningar-
verstöðinni á Stokkseyri er Elfar
Guðni Þórðarson með málverkasýn-
ingu og Valgerður, dóttir hans, sýnir
mósaíkverk á sama stað.
Menningarviðurkenning Árborg-
ar verður afhent í Tryggvaskála á
föstudagskvöldi kl. 20:00 og í fram-
haldinu leikur Kvartett Kristjönu
Stefánsdóttur fyrir gesti. Stokks-
eyrarkirkja mun iða af lífi á laug-
ardeginum kl. 17:00 þegar Þorvald-
ur Halldórsson og Karítas Harpa
Davíðsdóttir halda þar tónleika.
Stórtónleikar Björgvins Halldórs-
sonar fara síðan fram í Hvíta húsinu
á laugardagskvöldið.
Dagskránni lýkur síðan á sunnu-
deginum með fjallgöngu kl. 10:00 á
Ingólfsfjall í leiðsögn félaga úr
Björgunarfélagi Árborgar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stokkseyri Margt áhugavert og fræðandi á döfinni í Árborg næstu daga.
Fjölbreytt dagskrá
á Vori í Árborg
Íslandsmótið í
sveitakeppni í
brids hefst í dag í
sal Ferðafélags
Íslands í Mörk-
inni í Reykjavík.
Tólf sveitir
keppa þar til úr-
slita en nýir Ís-
landsmeistarar
verða krýndir á sunnudag.
Spilamennska hefst klukkan 10 í
dag og stendur til klukkan 20.
Næstu þrjá daga spila sveitirnar
einfalda umferð, alls 11 leiki. Þær
fjórar sveitir sem verða efstar að
því loknu keppa til úrslita á sunnu-
dag. Hægt er að fylgjast með
mótinu á vefnum bridgebase.com
eða á heimasíðu Bridgesambands
Íslands, bridge.is. Einnig er opið
fyrir áhorfendur í Mörkinni.
Sveit J.S. Skjanna varð Íslands-
meistari á síðasta ári.
Íslandsmót í brids
haldið um helgina