Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Gleðilegt sumar! Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist kalla eftir samstarfi stjórnvalda, aðila vinnumarkaðar- ins og lífeyrissjóða til að ráðast að rótum húsnæðisvandans. Þörf sé á samstilltu átaksverkefni í líkingu við það þegar samstaða náðist árið 1973 um byggingu svokallaðra Viðlagasjóðshúsa eftir Vestmanna- eyjagosið. Ragnar Þór segir að sérstök húsnæðisnefnd sé að hefja störf á vegum félagsins en henni sé ætlað að kortleggja húsnæðismarkaði í nágrannalöndunum, ,,fá hug- myndir og sjá hvernig leigu- félögum, bæði óhagnaðardrifinna félaga og samvinnufélaga, er stýrt og hvernig þau eru uppbyggð. Á endanum vonast ég til að haldin verði ráðstefna eða kynning strax í haust þar sem við fengjum hugs- anlega aðila sem reka þessi félög erlendis til að heimsækja okkur og veita upplýsingar. Síðan þarf að koma verkefninu í hendur þeirra sem geta stýrt þessu verkefni og hrint því í framkvæmd. Það virðist ekki vera nein yfirsýn í dag yfir nokkurn skapaðan hlut þegar kemur að húsnæðismálunum,“ segir hann. Ragnar Þór segir að Bjarg, íbúðafélagið sem ASÍ og BSRB stofnuðu og und- irbýr byggingu leiguíbúða í sam- vinnu við sveit- arfélög fyrir tekjulágar fjöl- skyldur, leysi ekki nema mjög lítinn hluta vandans. Neyðar- ástand sé á húsnæðimarkaðinum m.a. vegna síhækkandi leiguverðs. „Það vantar lóðir og það vantar þolinmótt fjármagn og okkur vant- ar einhverja til þess að stýra þessu verkefni. Til þess þurfum við aðila vinnumarkaðarins, lífeyr- issjóði, sveitarfélögin og stjórn- völd sameiginlega til að taka þátt í heilbrigðri uppbyggingu í stað þess að selja bara hæstbjóðanda hverju sinni,“ segir hann og minn- ir á að nú styttist í sveitarstjórn- arkosningarnar. Þá megi búast við að lofað verði þúsundum lóða en hættan sé sú að þær endi í braski á öllum byggingarstigum og gangi kaupum og sölum en leysi engan vanda. Vill undirbúa samstillt átak  Húsnæðisnefnd falið að kortleggja Ragnar Þór Ingólfsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Gjöfin skiptir starfið miklu máli og þá sérstaklega í ljósi þess að við bár- um skertan hlut frá borði við fjár- lagagerð og höfum þurft að draga saman starfsemi okkar,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun og forstöðumaður Ljóssins, spurð út í gjöf Lions- klúbbsins á Seltjarnarnesi til félags- ins. „Við þurfum um rúmlega 25 millj- ónir króna á ári til að halda úti starf- semi okkar, en fáum rétt tæpan helming af þeirri upphæð frá ríkinu. Það er okkur mjög erfitt þar sem við styðjum við 75 fjölskyldur lang- veikra barna auk þess sem 16 fjöl- skyldur eru í sorgarhópnum okkar,“ segir Bára. Sérstök gjöf frá Lions Eiríkur Steinþórsson, formaður Lionsklúbbsins á Seltjarnarnesi, segir gjöf klúbbsins til Ljóssins sér- staka að því leytinu til að klúbburinn gefur að jafnaði ekki beina pen- ingagjöf. „Alla jafna kaupum við einhver tæki eða búnað sem þörf er á, en að þessu sinni fannst okkur rétt að bregða út af hefðinni og styrkja Ljósið um eina og hálfa milljón króna,“ segir Eiríkur, en klúbbfélag- arnir höfðu heyrt af fjárhagsvanda Ljóssins og því mikilvæga starfi sem félagið sinnir og vildu leggja sitt af mörkum til að styðja við starfið. „Þarna fer fram gífurlega mik- ilvægt starf. Ljósið aðstoðar fjöl- skyldur langveikra barna á svo margvíslega vegu. Hjálpar fólki í gegnum kerfið og leitar leiða utan kerfisins ef því ber að skipta.“ Spurður hvernig styrkir klúbbsins eru fjármagnaðir segir Eiríkur að þeir hafi fyrst og fremst tekjur af sölu jóladagatala og hvetur fólk því að fylgjast með þeim fyrir næstu jól. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningur Lionsklúbburinn á Seltjarnarnesi veitti Ljósinu veglega peningagjöf, eða eina og hálfa milljón króna. Styrkur fyrir langveik börn ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.