Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
grein. Ég hafði ekki áður fengist við
þrívíð form en upp úr þessu fór ég í
auknum mæli að tálga í tré og búa til
alls konar fígúrur, aðallega þó fugla
síðustu þrjú árin,“ segir Lára, sem í
byrjun næsta mánaðar verður með
fuglana sína til sýnis og sölu á sýning-
unni Handverk og hönnun í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Fuglarnir tóku völdin
Embla og Askur voru sam-
kvæmt norrænni goðafræði fyrstu
manneskjurnar á jörðinni, en Óðinn
mun hafa gengið fram á rekavið; álm
og ask, blásið í hann lífi og skapað
þannig karl og konu. Embla, fyrsta
tréfígúran sem Lára skapaði, var
aldrei sett á markað en menningar-
félagið sá til þess að hún fór býsna
víða. Alls konar aðrar fígúrur litu
dagsins ljós í kjölfarið. Bústnar tré-
kerlingar í þjóðlegum skrúða og síðan
karlar í stíl og margt fleira, sem Lára
hefur undanfarið tálgað eftir pöntun.
Fuglarnir hafa nefnilega smám sam-
an tekið völdin. Eftirspurnin er slík
að þeir nánast fljúga út úr húsinu þar
sem þær Sigríður Erla Guðmunds-
dóttir, leirlistakona, reka sína vinnu-
stofuna hvor
og litla sölu-
búð í samein-
ingu, Leir7 og
Smávinir.
„Ég heill-
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
E
ins og svo margt í lífinu,
segir Lára Gunnars-
dóttir, myndlistarkona
í Stykkishólmi, það
hafa verið tilviljun að
hún fór að tálga alls konar fígúrur og
fugla úr tré. Ekkert benti til þess
þegar hún fyrir margt löngu stundaði
í eitt ár nám í arkitektúr við háskóla á
Englandi, og lauk síðan prófi frá graf-
íkdeild Myndlista- og handíðaskóla
Íslands 1983. Þar var áherslan á tví-
víð form; tré- og dúkristur, ætingu og
silkiþrykk eins og hún vann við næstu
árin ásamt vatnslitamálun og teikn-
ingu.
„Eftir námið bjó ég nokkur ár á
Ísafirði og síðan í Neskaupstað en
fluttist hingað til Stykkishólms fyrir
hartnær aldarfjórðungi. Ég var strax
drifin í Emblu, menningarfélag
kvenna hér í bænum. Konurnar höfðu
haft ávæning af að ég væri listakona
og fengu mig til að hanna fyrir sig
minjagrip sem þær ætluðu að nota
sem gjöf frá félaginu þegar svo bæri
undir. Ég las mér til í nor-
rænni goðafræði því
mér fannst liggja
beinast við að búa
til litla Emblu
og datt í
hug að
prófa
grafík-
skurðarjárnin mín og
tálga hana út í birki-
Fuglar eftir eigin höfði
og engir tveir eins
Smáfuglarnir á vinnustofu Láru Gunnarsdóttur,
myndlistarkonu í Stykkishólmi, bíða þar keikir í röð-
um eftir að fljúga úr hreiðrinu og suður á bóginn. Út-
skornir úr birki og málaðir í öllum regnbogans litum
munu þeir efalítið sóma sér ljómandi vel á sýningu
Handverks og hönnunar í byrjun næsta mánaðar,
þaðan sem þeir fljúga í allar áttir ef að líkum lætur.
Listakonan Lára Gunnarsdóttir á vinnustofu sinni heima í Stykkishólmi.
Þjóðleg Bústnar og sællegar trékerlingar og -karlar í þjóðlegum skrúða.
Sumarfuglar
Eru ekki allir
í sólskinsskapi?
Skema býður upp á Tæknistelpu-
Akademíu, tækninámskeið fyrir 8-13
ára stelpur, kl. 13-17 dagana 22. og
23. apríl.
Á námskeiðinu, sem haldið er í Há-
skólanum í Reykjavík, verður farið yf-
ir forritun og tækni samþætt sjálfs-
myndarvinnu. Einkunnarorð
námskeiðanna eru skemmtun, sam-
staða og styrkur.
Markmið þessara sérhönnuðu
námskeiða fyrir stelpur er að útskrifa
tæknistelpur með skýra og jákvæða
sjálfsmynd. Skráning og nánari upp-
lýsingar eru á vefsíðunni
www.skema.is. Þar segir að reynslan
sýni að forritunarkennsla efli mark-
visst sjálfstraust stelpna og að stúlk-
ur sem hafa lært forritun noti kunn-
áttuna á annan hátt en drengir.
Skema sérhæfir sig í kennslu og
rannsóknum – með sálfræði,
kennslufræði og tölvunarfræði að
leiðarljósi. Á öllum námskeiðum er
notast við Skema-aðferðafræðina
sem studd er af rannsóknum á sviði
sálfræði, kennslufræði og tölvunar-
fræði.
Vefsíðan www.skema.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styrkur Einkunnarorð námskeiðanna
eru skemmtun, samstaða og styrkur.
Tækifæri fyrir
8-13 ára tækni-
stelpur
Þjóðminjasafn Íslands býður upp á
fjölbreytta fjölskyldudagskrá kl. 10 -
17 í dag, sumardaginn fyrsta, 21. apríl,
annars vegar í safninu við Suðurgötu
og hins vegar í Safnahúsinu við Hverf-
isgötu
Kl. 14 - 14.45 treður þjóðlagasveitin
Þula upp í 19. aldar þjóðbúningum og
leikur íslenska þjóðlagatónlist í
Myndasalnum á 1. hæð við Suðurgötu.
Sveitin er skipuð 15 - 17 ára tónlistar-
nemendum úr Tónlistarskóla Kópa-
vogs, sem vakið hafa athygli fyrir
glaðlegan söng og sviðsframkomu.
Í tengslum við tónleikana geta ungir
sem aldnir tekið þátt í ratleik kl. 10 -
17 og skoðað útskorna gripi, hestbein í
kumli, hördúka og alls konar merkilega
gripi.
Boðið verður upp á fjölskylduleið-
sögn kl. 14 - 14.45 í Safnahúsinu við
Hverfisgötu þar sem sérfræðingur
safnsins leiða gesti um sýninguna
Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan
myndheim. Kl. 15-15.30 syngur svo
karlakórinn Gamlir Fóstbræður nokkur
þekkt karlakórslög undir stjórn Árna
Harðarsonar. Því næst, eða kl. 16-17,
flytur Sæbjörg Freyja Gísladóttir,
þjóðfræðingur, erindið Af hverju Flat-
eyri?
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Fjölskyldudagskrá í Þjóðminjasafninu á sumardaginn fyrsta
Þjóðlagasveitin Þula, ratleikur,
karlakór og erindi um Flatey
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þula Þjóðlagasveitin Þula er skipuð nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.