Morgunblaðið - 20.04.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 20.04.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Verkfæraskápur 188 verfæri Inniheldur 1/4", 3/8" & 1/2" topplykasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastir lyklar, tangir, meitlar, sexkantar, rennimál og þjalir. Þolir skrúfstykki, 7 skúffur. Vörunúmer: USG FIR7B Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is 107.900 Tilboð 87.900 Tilboð Verkfæraskápur 172 verfæri Inniheldur 1/4", 3/8" & 1/2" topplykasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastir lyklar, skralllyklar tangir, meitlar, sexkantar, rennimál og þjalir. Þolir skrúfstykki, 7 skúffur. Vörunúmer: USG FIR7B-FOAM Páll Vilhjálmsson segir kratanaí Alþjóðamálastofnun HÍ spyrja rangrar spurningar:    Spurningin er ekki ,,hvert stefnir Ís- land?“ heldur ,,hvað er Ísland?“ Krötum er skilj- anlega illa við að skilgreina Ísland. Kratar vildu halda Íslandi sem kon- ungsríki Dana- kónga um miðja síðustu öld. Í upp- hafi 21. aldar reyndu þeir að þröngva Íslandi inn í Evrópusam- bandið. Í báðum tilfellum hafnaði þjóðin krötum.    En hvað er Ísland? Jú, stuttasvarið er að íslenska þjóðin ákvað um miðja 19. öld að hún vildi búa í fullvalda þjóðríki. Það er hægt að setja ártal á þessa ákvörðun: 1848 þegar Jón Sig- urðsson birti Hugvekju til Íslend- inga. Grein Jóns varð stefnuskrá þriggja kynslóða Íslendinga og var borin fram til sigurs 1. desem- ber 1918 þegar landið varð full- valda. Aldarfjórðungi síðar ákvað þjóðin að afþakka framhald á kon- ungssambandi við Dani og stofn- aði lýðveldi á afmælisdegi Jóns. Fyrsti áfanginn í vegferð að full- veldi náðist 1904, með heima- stjórn. Hinir tveir áfangarnir, sem nefndir eru hér að ofan, fengust í skugga tveggja heimsstríða. Styrj- aldirnar skópu tækifæri sem Ís- lendingar nýttu sér.    En það var ekki gert upp úrþurru eða í tómarúmi. Sann- færingin um að Íslendingum farn- aðist best sem herrar í eigin húsi stenst dóm sögunnar. Ísland býður þegnum sínum betri lífskjör en þekkjast víðast hvar í heiminum. Kratarnir eru þeir einu sem ekki skilja þessi sannindi. Enda eru þeir alltaf til í að selja Ísland hæstbjóðanda.“ Páll Vilhjálmsson Spurningin passar ekki við svarið STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.4., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 4 snjóél Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 9 heiðskírt Helsinki 4 heiðskírt Lúxemborg 5 heiðskírt Brussel 8 heiðskírt Dublin 13 súld Glasgow 12 léttskýjað London 12 léttskýjað París 10 heiðskírt Amsterdam 8 heiðskírt Hamborg 6 léttskýjað Berlín 6 skýjað Vín 1 snjókoma Moskva 2 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 súld Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 6 léttskýjað Montreal 10 skúrir New York 10 alskýjað Chicago 19 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:37 21:17 ÍSAFJÖRÐUR 5:31 21:33 SIGLUFJÖRÐUR 5:13 21:17 DJÚPIVOGUR 5:04 20:49 „Ég er mjög þakklátur fyrir þessar áskoranir, en við hjónin höf- um enga ákvörð- un tekið um fram- boð,“ segir séra Vigfús Bjarni Al- bertsson, sjúkra- húsprestur á Landspítalanum. Ellefu prestar hafa skrifað undir skjal þar sem hann er hvattur til að gefa kost á sér við kjör vígslubiskups í Skálholti. Kosið verður í ágúst en óskað er eftir til- nefningum presta á hæfum frambjóð- endum á vormánuðum. Þegar hafa Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, Kristján Björnsson, sókn- arprestur á Eyrarbakka, og Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur á Suðurlandi, lýst yfir framboði. Fleiri hafa verið nefndir sem ekki hafa gert upp hug sinn. Kosið verður á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefn- ingar fá. Leikmenn verða í miklum meirihluta meðal kjörmanna. Séra Kristján Valur Ingólfsson hefur gegnt embætti vígslubiskups í Skálholti frá 2011. Hefur ekki gert upp hug sinn  Vilja Vigfús Bjarna sem vígslubiskup Vigfús Bjarni Albertsson Tími göngugatna í miðborginni hefst 1. maí næstkomandi. Göngugötum er ætlað að auðga mannlíf miðborg- arinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjón- ustu, segir í frétt frá borginni. Eftirfarandi götur verða göngu- götur frá 1. maí til 1. október 2017:  Pósthússtræti milli Kirkju- strætis og Hafnarstrætis.  Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti.  Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti.  Skólavörðustígur milli Berg- staðastrætis og Laugavegar. Göturnar verða opnar fyrir akstur milli kl. 07 og 11 virka daga en bif- reiðastöður í göngugötum verða óheimilar á öðrum tímum eins og venja er. Bekkjum, blómakerum og öðrum götugögnum verður komið fyrir á svæðinu. Laugavegur verður mál- aður á kafla eins og síðustu ár og unnið að ýmsum sumarverkefnum á göngugötusvæðinu. Fram kemur í fréttinni að í könn- un sem Gallup framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykja- víkur árið 2015 voru 74% svarenda jákvæð gagnvart göngugötum en 13% neikvæð. Hafði ánægja borg- arbúa aukist jafnt og þétt frá því göngugötuverkefnið byrjaði. sisi@mbl.is Tími göngugatna að ganga í garð  Götum í miðborginni lokað frá 1. maí fram á haust  Á að auðga mannlífið Morgunblaðið/Ófeigur Göngugata Fjölmenni á Laugavegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.