Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 39

Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 „Hér er um staðbundna hátíð að ræða, svokallaða lókalhátíð sem ætl- uð er fólkinu í bænum þó svo allir séu velkomnir,“ segir Sigurður Flosason, tónlistarmaður, en hann er listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Garðabæjar. „Við leitum mikið til tónlistarfólks sem er tengt Garðabæ með einum eða öðrum hætti og það er alveg ótrúlegur fjöldi. Hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar hita t.d. upp fyrir alla kvöldtónleikana í Kirkjuhvoli.“ Frítt verður inn á alla viðburði há- tíðarinnar sem hefst í dag, sum- ardaginn fyrsta, og stendur til laug- ardagsins 22. apríl. „Þetta er í tólfta sinn sem við höldum hátíðina á vegum menning- ar- og safnanefndar Garðabæjar og að venju hefst hún með tónleikum að kvöldi til á sumardaginn fyrsta.“ Spila um allan bæ Það er DeLux kvartett Sigurðar Flosasonar sem hefur leikinn á flutningi á nýjum evrópskum jazz í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídal- ínskirkju. Sigurður fær til sín þrjá af fremstu jazztónlistarmönnum Lúx- emborgar sem sækja okkur heim með stuðningi ,,Fonds National Cultural, Luxembourg“. Jazzhátíð Garðabærjar er ætluð fólki á öllum aldri í bænum og segir Sigurður að spilað verði sérstaklega fyrir eldriborgara og leitað til tón- listarskóla bæjarins. „Þetta er tón- listarhátíð fyrir alla og þó hátíðin líti inn á við til bæjarins og bæjarbúa eru allir velkomnir,“ segir Sigurður. Flestir tónleikar hátíðarinnar fara fram í safnaðarheimili Vídal- ínskirkju en einnig verður spilað í Jónshúsi á Strikinu og í Haukshúsi á Álftanesi. Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.gardabaer.is/mannlif/ menning/jazzhatid/jazzhatid-2017/. vilhjalmur@mbl.is DeLux Sigurður Flosason með félögum sínum í kvartettinum DeLux en þeir leika fyrstir á hátíðinni. Bæjardjass í Garðabæ Fingrafimur Sænski jazzpíanó- leikarinn Mattias Nilsson. Sveiflujazz Söngkonan María Magnúsdóttir flytur djassstandarda.  Jazzhátíð Garðabæjar hefst í dag  Leitað til tónlistar- manna bæjarins  Hátíð bæjarbúa en allir velkomnir Eftirlaunaþeginn Edda eraftur komin af stað, endamanneskja sem þarf allt-af að hafa eitthvað fyrir stafni. Edda var fyrst kynnt fyrir lesendum í bókinni Konan í blokk- inni og hér heldur hún áfram að leysa ráðgátur. Fyrir tilviljun gengur Edda fram á stúlku sem hefur verið stungin með hnífi á bekk við Ægi- síðuna. Hún kall- ar lögregluna til en ákveður líka að rannsaka mál- ið sjálf enda hefur hún góðan aðgang að upplýsingum í gegnum Leif tengdason sinn hjá lögreglunni. Önnur saga fer fram á sama tíma. Vilborg, íslensk kona á fimmtugs- aldri, er búsett í Englandi ásamt spænskum manni og stjúpdóttur sem er rúmlega tvítug að aldri. Þau eru á leiðinni til Íslands þar sem feðginin taka þátt í bókmenntahátíð. Vilborg ætlar að slappa af í heima- landinu á meðan en ferðin verður líkari martröð þegar Vilborg hefur stjúpdóttur sína grunaða um að ætla að ráða sig af dögum. Leiðir Vilborg- ar og Eddu liggja saman og flækist þar Edda líka inn í fjölskylduharm- leikinn. Edda er kraftmikill karakter og ekki annað hægt en að heillast af henni. Glæpamálið sem Edda rann- sakar er aftur á móti ekki nógu spennandi, það eitt nær ekki að keyra bókina áfram en það gera aft- ur á móti hliðarsögurnar. Saga Vil- borgar er ótrúleg og spennandi og gaman væri að fá framhald af henni. Hvað verður um þessa fjölskyldu? Þá eru samskipti Eddu og Finns á neðri hæðinni afskaplega vel skrifuð og einlæg. Stúlkan sem enginn saknaði er létt og vel skrifuð saga með sögu- þræði sem heldur lesandanum við efnið. Hún er gefin út í kilju og er fín afþreyingarbók. Morgunblaðið/Golli Vel skrifuð Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur er vel skrifuð bók en glæpamálið sem Edda rannsakar er ekki nógu spennandi, að mati rýnis. Edda er kraftmikill karakter Skáldsaga Stúlkan sem enginn saknaði bbmnn Eftir Jónínu Leósdóttur. Mál og menning 2016. 329 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Mið 26/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Fös 28/4 kl. 20:00 16. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Fim 20/4 kl. 20:00 21. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 25. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 22. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 26. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 23. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 31. sýn Fim 27/4 kl. 20:00 24. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 32. sýn Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 22/4 kl. 20:00 160 sýn. Lau 20/5 kl. 13:00 166 sýn. Mið 31/5 kl. 20:00 172 sýn. Fös 28/4 kl. 20:00 161 sýn. Mið 24/5 kl. 20:00 167 sýn. Fim 1/6 kl. 20:00 173 sýn. Lau 6/5 kl. 20:00 162 sýn. Fim 25/5 kl. 20:00 168 sýn. Fös 2/6 kl. 20:00 174 sýn. Fös 12/5 kl. 20:00 163 sýn. Fös 26/5 kl. 20:00 169 sýn. Fim 8/6 kl. 20:00 175 sýn. Lau 13/5 kl. 13:00 164 sýn. Lau 27/5 kl. 20:00 170 sýn. Fös 9/6 kl. 20:00 176 sýn. Fös 19/5 kl. 20:00 165 sýn. Sun 28/5 kl. 20:00 171 sýn. Gleðisprengjan heldur áfram! Síðustu sýningar. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Síðustu sýningar! Hún Pabbi (Litla svið ) Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar! Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 23/4 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 13:00 Sun 23/4 kl. 16:00 Sun 30/4 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 22/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 Fim 27/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 12/5 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 28/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 12.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 15.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 23/4 kl. 19:30 Sun 30/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 26/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Álfahöllin (Stóra sviðið) Fös 21/4 kl. 19:30 4.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 Fös 28/4 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson! Erlendir fjölmiðlar sýna væntan- legri sýningu Egils Sæbjörns- sonar myndlistarmanns í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum þegar töluverðan áhuga. Nýverið var hún nefnd í The New York Times meðal forvitnilegustu sýn- inga tvíæringsins og þá birtist um helgina langt viðtal við Egil á menningarsíðum breska dag- blaðsins The Independent. Sagt er að það hafi komið myndlist- arheiminum á óvart að Egill hafi afhent íslenska skálann tveimur tröllum, þeim Ûgh and Bõögâr, og eru þau Egill heimsótt á vinnustofuna. Áhugi á Agli og þeim Ûgh and Bõögâr Listamenn Egill og tröllið Bõögâr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.