Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 13
aðist af viðfangsefninu, þótt upp- haflega hafi eftirspurnin ráðið tölu- verðu um að ég fór að tálga fugla í stórum stíl. Mér finnst skemmtilegra að hanna hvern fugl algjörlega eftir mínu höfði og frjálslegra heldur en að dútla við að skera út og mála öll smá- atriðin á körlunum og kerlingunum. Þótt ég horfi mikið á fugla þegar ég er að gefa þeim í garðinum mínum, eru þeir ekki fyrirmyndir nema að mjög takmörkuðu leyti. Sumir líkjast að vísu svolítið krumma, en þeir eru fyrst og fremst mínir fuglar, mín sköpuun og málaðir í öllum regnbogans litum,“ segir Lára. Hún notar eingöngu birki úr Vaglaskógi og Hall- ormsstaðaskógi og þykir mið- ur að geta ekki keypt þurrk- aðan viðinn í sinni heimabyggð á Vesturlandi þar sem þó er töluverð gróska í birkiskógum. „Ég leyfi eiginleikum efnisins að njóta sín. Birkið hefur mikinn karakter, sem hjálpar óneit- anlega til við sköpunina. Þar sem fuglarnir eru tálgaðir og málaðir, birkið miskræklótt og kvistótt og drekkur mismikið í sig litina eru engir tveir fuglar eins. Allt eru þetta smáfuglar, um 6 til 10 sentimetrar, og yf- irleitt málaðir í skærum litum, en innan um og saman við eru líka svartir og brúntóna fuglar því marg- ir vilja fá fuglana í náttúrulegum lit- um.“ Náttúran og menningararfurinn Þótt Láru finnist gott að geta verið laus við í vinnunni tekur hún daginn yfirleitt snemma. Hún tálgar og málar á vinnustofu sinni í um átta tíma á dag og stendur aukinheldur vaktina í búðinni á móti Sigríði. Hún segir töluverða traffík ferðamanna á sumrin og núorðið einnig á veturna. „Náttúran allt um kring er mér upp- spretta hugmynda og sömuleiðis menningararfur í handverki liðinna alda. Ýmis verk hafa einnig orðið til vegna áhrifa frá gömlu húsunum hér í bænum,“ segir Lára og kveðst ekki sakna höfuðborgarinnar þar sem hún bjó framan af ævinni. Eða þar til hún fór að fylgja manninum sínum um landið, eins og hún segir. Sá er Ólafur Kristófer Ólafsson, sýslumaður Vest- urlands. Börnin þeirra þrjú eru flogin úr hreiðrinu, dóttirin býr í Stykkis- hólmi, annar sonurinn í Kópavogi, hinn í Kaupmannahöfn. Lára hefur í áranna rás sýnt ein eða á samsýningum, m.a. tekið þátt í flestum sýningum Handverks og hönnunar frá upphafi eða í rúm tutt- ugu ár, og fengið mörg verðlaun og viðurkenningar. Til dæmis hlaut hún árið 1998 1. verðlaun í samkeppni sem Handverk og hönnun efndi til í samvinnu við Átak til atvinnusköp- unar. „Ég gerði minjagripi í formi gömlu húsanna í Stykkishólmi. Húsin voru úr birki í mælikvarðanum 1:100 og aftan á hvert hús skrifaði ég í stuttu máli sögu hússins og sagði frá byggingarstílnum,“ útskýrir Lára, sem fyrir tveimur árum fékk Skúla- verðlaunin, sem svo eru nefnd eftir Skúla fógeta og veitt árlega á haust- sýningu Handverks og hönnunar. Smáfuglar úr birki færðu henni verð- launin í það sinn. Englar og nytjahlutir Á vinnustofu Láru umbreytist birkið ekki aðeins í fugla, heldur líka engla af ýmsum stærðum og gerðum, skálar og aðra nytjahluti sem og veggmyndir af eyjum og jöklum. Hún lýkur lofsorði á Handverk og hönnun og segir framtakið hvetja listafólk um allt land til að koma verkum sínum á framfæri, taka þátt í keppni og brydda upp á nýjungum. Og hún tal- ar af reynslu. „Stundum eru línurnar lagðar og fólk hvatt til að senda muni sem tengjast ákveðnu þema. Veggmynd- irnar urðu til út frá skilyrðum sem Handverk og hönnun setti um að hluturinn væri nytjahlutur sem tengdist vatni. Þar sem ég vinn alltaf í tré þurfti ég virkilega að brjóta heil- ann um útfærsluna. Loks ákvað ég að tálga út lágmyndir og hafa á þeim spegil sem táknaði vatn eða hafflöt- inn. Notagildið felst í því að hægt er að nota spegilinn þegar maður er að mála á sér varirnar svo dæmi sé tek- ið.“ Litríku fuglarnir sem bíða í röð- um eftir að fljúga úr hreiðrinu í Stykkishólmi og á sýningu Hand- versk og hönnunar eru hins vegar skrautmunir – og nytsamir sem slík- ir. Á vefsíðu Láru, www.smavinir, sem jafnframt er sölusíða, eru myndir af verkum listakonunnar og nánari upplýsingar. Nytjahlutir Skálar úr birki og sítróna sem einnig er tálguð úr tré. Englar Auk fuglanna tálgar Lára engla sem senda góða strauma. Veggmynd Jökull, sem gæti verið Snæ- fellsjökull að sumri til. Spegilröndin táknar hafið. Litadýrð Smáfuglarnir bíða þess að fljúga suður á bóginn - til Reykjavíkur. Fyrsta manneskjan Embla úr norrænu goðafræðinni var frumraun Láru í tréskurðarlistinni. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Moules Frites Bière Bláskel með frönskum og bjór 2.990,- alla fimmtudaga Vísindagangan (e. March for Science) verður í miðbæ Reykjavíkur á Degi jarðar, kl. 13 laugardaginn 22. apríl. Safnast verður saman á Skólavörðu- holti við styttuna af Leifi Eiríkssyni þaðan sem gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti, eftir Austurstræti, yfir Austurvöll og að Iðnó. Þar verður haldinn umræðu- fundur sem hefst á stuttum erindum vísindafólks um hættuna sem steðjar að vísindunum í Bandaríkjunum og víðar og áhrif þess á umheiminn. Markmið göngunnar er að sýna vís- indafólki samstöðu og um leið fagna vísindum sem mikilvægri stoð í lýð- ræðislegu samfélagi og undirstrika nauðsyn þess að virða og hvetja til rannsókna sem stuðla að auknum skilningi okkar á heiminum. Hugmyndin að Vísindagöngunni kviknaði meðal vísindafólks og áhugafólks um vísindi í Bandaríkj- unum í lok janúar en í dag verður einnig gengið til stuðnings vísindum í Washington D.C. Hugmyndin barst um heiminn og til varð alþjóðahreyf- ing sem standa mun fyrir sams konar göngum víða um lönd. Hér á landi standa vísindamenn og áhugafólk um vísindi fyrir göngunni. Markmið hreyfingarinnar er m.a. að vekja athygli á vísindum sem einni af meginstoðum lýðræðislegs sam- félags sem þjónar sameiginlegum hagsmunum þjóða og stuðlar m.a. að upplýstum ákvörðunum í þágu al- mennings. Vísindaganga í miðborginni á Degi jarðar AFP Afstaða Upphaf Vísindagöngunnar á rætur í afstöðu Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og stjórnar hans til vísinda og vísindamanna. Eiga vísindin í vök að verjast?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.