Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
„Þetta er komið á lokastig í þeirri
vinnu sem Borgarbragur og Lagar-
dére Sport hafa stýrt. Við erum að
vonast til þess að kynna málið og
taka ákvörðun um framhaldið
snemmsumars, stefnum á byrjun
júní,“ segir Guðni Bergsson, formað-
ur Knattspyrnusambands Íslands
(KSÍ), spurður um stöðuna á nýjum
leikvangi í Laugardalnum. Reykja-
víkurborg og KSÍ sömdu við Borg-
arbrag og Lagardére Sport um að
gera hagkvæmnisathugun vegna
uppbyggingar nýs þjóðarleikvangs.
„Það er verið að vinna að lokadrög-
um og endanlegum hagkvæmnis-
útreikningum til að stilla upp þeim
valkostum sem eru í stöðunni við
endurbyggingu vallarins, sem er
auðvitað tímabær,“ segir Guðni.
Hann segir að ekki sé tímabært að
fullyrða hversu margir valkostir
verði í boði þegar lokadrög verði
klár. „Við erum að reyna að vanda
þessa vinnu og velja síðan hentug-
asta valkostinn. Laugardalsvöllurinn
er 60 ára núna og það verður þá líka
að horfa hálfa öld fram í tímann,
þannig það er ljóst að það þarf að
vanda valið.“
Nýr völlur nauðsynlegur
Guðni bætir við að engin formleg
ákvörðun hefur verið tekin á þessu
stigi en ítrekar nauðsyn á nýjum
velli. „Laugardalsvöllurinn þarf á
endurbyggingu að halda, við erum á
undanþágum með ýmislegt hvað
stórleiki varðar. Svona vellir endast
auðvitað bara ákveðinn tíma.“
Taka ákvörðun í júní
Teikning/Bj.Snæ arkitektar
Leikvangur Ein hugmynd að velli.
Ákvörðun um nýjan Laugardalsvöll tekin í sumar Þurf-
um að vanda valið, segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ
Sigurður A. Magnússon rithöfundur var jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju í gær. Fjölmenni var við útförina.
Karl Sigurbjörnsson biskup jarðsöng og Schola
Cantorum söng, organisti var Lenka Mátéová.
Leikararnir Sigurður Skúlason og Kristbjörg Kjeld
fluttu frumort ljóð og ljóðaþýðingar eftir Sigurð heit-
inn, auk þulu eftir Theódóru Thoroddsen. Bræðurnir
Ögmundur Bjarnason og Bjarni Frímann Bjarnason
léku Indverskt harmljóð eftir Antonin Dovrák á fiðlu
og píanó.
Líkmenn voru (f.v.): Gísli Már Gíslason, Árni Berg-
mann, Sveinn Helgason, Árni Larsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Bjarni Einarsson, Pétur Gunnarsson og
Bjarni Frímann Karlsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Sigurðar A. Magnússonar
Langflestar einkunnir úr sam-
ræmdu könnunarprófunum sem
nemendur í 9. og 10. bekk grunn-
skólanna þreyttu í seinasta mánuði
liggja nú fyrir í gagnagrunni
Menntamálastofnunar. Hann er að-
gengilegur skólastjórum og umsjón-
arkennurum. Katrín Frímanns-
dóttir, sviðsstjóri hjá Menntamála-
stofnun, segir að þar sem mistök
voru gerð hjá nokkrum nemendum
varðandi undanþágur og rýmri
próftíma þá taki aðeins lengri tíma
að vinna þær einkunnir. Þær verða
tilbúnar í síðasta lagi í næstu viku,
segir hún í svari til Morgunblaðsins.
„Skólarnir sjá um að afhenda
nemendum einkunnir og það er
þeirra að ákveða hvenær þeir gera
það,“ segir Katrín. Samkvæmt upp-
lýsingum hennar verður greining á
heildarniðurstöðum prófanna svo
tilbúin í lok næstu viku.
Eins og fram hefur komið voru
samræmdu prófin rafræn að þessu
sinni. Notaðar voru tvær útgáfur af
hverju prófi. Að sögn Katrínar var
þetta gert til þess að koma í veg fyr-
ir að upplýsingar um prófið færu á
milli nemenda en vegna plássleysis
og tölvumála var ekki hægt að prófa
alla sama daginn. Spurð hvort próf-
in hafi mögulega verið misþung seg-
ir hún að ekki sé hægt að útiloka
það og þess vegna hafi verið not-
aðar tölfræðilegar aðferðir til að
leiðrétta fyrir mismun á þyngd próf-
anna í úrvinnslu.
Flestar prófsein-
kunnir liggja fyrir
Greining á niðurstöðum í lok næstu viku
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að hefja framkvæmdir
við stækkun Hótels Arkar í Hvera-
gerði síðar á árinu. Bætt verður við
72 herbergjum og verður hótelið þá
alls með 153 herbergi.
Jakob Arnarson, hótelstjóri á
Hótel Örk, segir að byggt verði við
núverandi gistiálmu. Hún snýr í
austur til móts við Kambana.
Endanleg kostnaðaráætlun liggur
ekki fyrir.
Unnið hefur verið að endurbótum
núverandi herbergja á þessu ári,
ásamt því sem aðalsalur hótelsins
hefur verið endurnýjaður og nýr
veitingastaður, Hver Restaurant,
verið opnaður.
Jakob segir ekki ljóst hversu
mörg ný störf munu skapast. Ráða
þurfi fleira fólk í þrif og veitingar.
Jakob segir aðspurður að við
stækkun hótels-
ins sé reynt að
höfða til ferða-
manna frá
Bandaríkjunum
og Asíu, sem
kjósi rúmgóð her-
bergi. Byggð
verða 68 hótel-
herbergi af
stærri gerðinni
(e. superior her-
bergi) og 4 svítur.
Suðurstrandarvegur hjálpar
Jakob segir staðsetninguna ákjós-
anlega fyrir hótel. Það sé miðsvæðis
og nærri náttúruperlum á Suður-
landi. Þá hafi nýr Suðurstrand-
arvegur aukið eftirspurnina með því
að greiða fyrir umferð til og frá
Keflavíkurflugvelli. Hótel Örk henti
vel sem fyrsti og síðasti viðkomu-
staður ferðamanna á landinu. Nýjar
áætlunarferðir flugrútunnar hjálpi
til í því efni.
„Við teljum að á næstu árum muni
færast í vöxt að ferðamenn komi
beint hingað,“ segir Jakob.
Hann hefur starfað á Hótel Örk í
13 ár og þar af sem hótelstjóri í 5 ár.
Hann segir bókanir dreifast sífellt
betur og jafnara um árið. Bókanir í
maí séu mjög góðar. Því megi segja
að ferðasumarið hefjist í maí á þessu
ferðaári.
Undirbúa stækkun á Hótel Örk
Framkvæmdir við stækkun hótelsins gætu hafist síðar á þessu ári Bæta við 72 herbergjum
Jakob Arnarson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hótel Örk í Hveragerði Byggt verður við gistiálmuna (til vinstri á mynd).
Margvísleg þjónusta
» Hótel Örk býður upp á veit-
ingastað, bar, 9 holu golfvöll,
sundlaug með vatnsrenni-
braut, heita potta, gufubað og
ýmsa aðra afþreyingu.
» Hótel Örk var opnað 1986.
» Það var reist af Helga Jóns-
syni, sem rak það fyrstu árin.
» Hótelið var teiknað af Kjart-
ani Sveinssyni arkitekt. Árið
1989 var það endurhannað að
innan.
AÐALFUNDUR FÍS
Aðalfundur Félags íslenzkra símamanna 2017 verður
haldin miðvikudaginn 26 apríl 2017 kl. 20:00
í húsi Rafiðnaðarsambandsins að Stórhöfða 31
(gengið inn að neðanverðu)
Dagskrá:
1.Venjuleg aðalfundarstörf
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins
Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Kosningar
2. Lagabreytingar
Boðið verður upp á veitingar á fundinum.
Stjórn Félags íslenzkra símamanna