Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is Baðvö rur HOTELREKSTUR ALLT Á EINUM STAÐ Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. Haldið var upp á aldarafmæli Leik- félags Akureyrar með hátíðardag- skrá í Samkomuhúsinu síðdegis í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, hélt erindi, hljómsveitin Hundur í óskilum skemmti og tón- listarperlur úr sögu LA voru flutt- ar. Meðal þeirra sem komu fram voru nokkrir af fyrstu fastráðnu leikurunum í sögu LA, Sunna Borg, Saga Jónsdóttir, Gestur Einar Jón- asson og Aðalsteinn Bergdal, sem öll eru heiðursfélagar LA. Félagið var stofnað 19. apríl 2017 og verður aldarafmælinu fagnað út árið með margvíslegum viðburðum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamanmál Hljómsveitin Hundur í óskilum, Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson á leiksviðinu í gær. Aldarafmæli LA fagnað Stjórar Leikhússtjórar LA, sem voru viðstaddir samkomuna í gær, ásamt forseta Íslands. Signý Pálsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Jón Páll Eyjólfs- son, núverandi leikhússtjóri, Viðar Eggertsson og Guðni Th. Jóhannesson. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Aðalmeðferð í hópmálsókn fjögurra einstaklinga gegn íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglunnar á Vest- urlandi lauk á þriðjudaginn. Stefn- endur krefjast viðurkenningar á ólögmætum þvingunaraðgerðum lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival á Hellis- sandi árið 2015. Að sögn lögmanns hópsins, Helgu Völu Helgadóttur, eru stefnendur í málinu einungis hluti af þeim sem upplifðu brotið á sér á hátíðinni. Vænta má niður- stöðu dómsins innan fjögurra vikna. Hátíðargestir í heljargreipum Tónlistarhátíðin Extreme Chill hefur verið haldin árlega síðan 2009. Árið 2015 var viðbúnaður lögreglu meiri en áður og kvörtuðu margir gestir undan framferði lögreglunn- ar. Skipuleggjendur hátíðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu til fjöl- miðla um að lögreglan hefði haldið hátíðargestum í heljargreipum frá því þeir komu á svæðið. „Við tókum á móti fjölda fólks í áfalli í anddyri hátíðarsvæðisins sem treysti sér ekki aftur á tjaldsvæðið sökum ágangs og valdníðslu lögreglu- manna að þeirra sögn,“ segir í yf- irlýsingunni. Guðrún Lárusdóttir, sem kemur að skipulagningu hátíðarinnar ásamt manni sínum, Pan Thoraren- sen, birti á sínum tíma grein á vef Kvennablaðsins þar sem hún lýsti stöðugu eftirliti lögreglu, vegatálm- um, lögregluhundum, leitum í tjöld- um, rútum og á fólki. Hún sagði einnig frá kunningjakonu sinni sem þurfti að fara í þvagprufu og blóð- prufu á staðnum og konu sem þurfti að „strippa fyrir framan lögregl- una“ eftir að hundur lögreglu lét hana ekki í friði. Aðalmeðferð lokið í hópmál- sókn gegn ríkinu  Telja lögregluna hafa farið út fyrir valdheimildir sínar á Extreme Chill Extreme Gestir hátíðarinnar voru afar ósáttir við lögregluna í fyrra. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sérsveitin og efling hennar er mik- ilvæg, en einnig er nauðsynlegt að endurnýja bíla og búnað almennrar löggæslu,“ segir Sveinn Kr. Rúnars- son, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu í gær er sérsveit Ríkislögreglustjóra þessa dagana að taka í notkun fjóra sérútbúna bíla af gerðinni Ford Pol- ice Interceptor, kraftmikla og vel tækjum búna, og kostar hver þeirra 15 milljónir króna. Aukinheldur er verið að skipta út einkennisklæðnaði sérsveitarmanna, sem framvegis verða í gráum samfestingum í stað blárra eins og verið hefur. Í flota lögreglu á Suðurlandi eru 13 sérmerktir bílar, sem eru í mikilli notkun. Þremur þessara bíla, sem eru af gerðinni Skoda Superb, hefur verið ekið 300 – 400 þúsund kíló- metra og fyrir vikið eru þeir orðnir nokkuð viðhaldsfrekir. Fimm bílar á endurnýjartíma „Fimm af okkar bílum eru komnir á endurnýjunartíma, en sennilega fáum við ekki nema einum skipt út í ár. Um mest eknu bílana má segja að einn dagur í notkun þýði annar á verkstæði og auðvitað er engin glóra í slíku,“ segir Sveinn. Á síðastliðnu ári fékk starfsstöð Suðurlandslögreglunnar á Selfossi tvo nýja Skoda Superb bíla en fékk jafnframt að halda eftir tveimur eldri bílum sömu gerðar. Það segir Sveinn að hafi verið nauðsynleg ráð- stöfun, enda séu verkefnin alltaf að aukast. Vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hafi verið nauðsynlegt að efla eftirlit og löggæslu, og þar hefur mest áhersla verið lögð á upp- sveitir Árnessýslu, ýmsar hálendis- slóðir og svæðið milli Kirkjubæjar- klausturs og Hafnar í Hornafirði. Vegna þessara auknu verkefna hafa fengist frekari fjárveitingar og hefur embættið því um 870 milljónir úr að moða. Embættin sjálf ákveða þó ekki hvernig endurnýjun ökutækja fer fram heldur er það alfarið háð fjár- veitingum sem fara til embættis Rík- islögreglustjóra. Í fastaliði lögreglunnar á Suður- landi er í dag 41 lögreglumaður. Þeir standa vaktina á Selfossi, Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði. Sumarafleysingamenn í ár verða svo alls 22 og hafa aldrei verið jafn margir og nú. Fatasamningar úr gildi Sveinn Kr. Rúnarsson vekur enn- fremur athygli á því að samningar lögreglunnar við birgja um kaup á einkennisfatnaði séu úr gildi fallnir og fyrir vikið sé nýjan einkennisfatn- að á mannskapinn ekki að hafa. Það skapi vanda þegar svo stór hópur af nýju fólki kemur inn. Því sé þessa dagana verið að leita að og tína til notuð föt og annað sem tiltækt er í skápum fyrir sumarfólkið, sem kem- ur til starfa flest hvert í næsta mán- uði. Sumarlöggurnar í notuðum fötum  Almenna löggæslan þarf nýja bíla og búnað, rétt eins og sérsveitin  Eftirlit á Suðurlandi eflt mikið vegna fjölgunar ferðamanna, segir yfirlögregluþjónn  Leitað í skápum að einkennisbúningum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðurland Nokkrir af bílum lög- reglunnar við stöðina á Selfossi. Nýliðinn vetur var bæði hlýr og úr- komusamur, að því er fram kom í grein Trausta Jónssonar veðurfræðings á bloggi hans (trj.blog.is) og Hungurdisk- um á Facebook í gærkvöld. Trausti birti m.a. línurit með grein- inni þar sem hann bar saman hita ís- lenskra vetra í Reykjavík (grá lína) og á Akureyri (rauð lína) alllangt aftur í tím- ann. Ártöl standa við síðara ártal vetr- arins. 2017 merkir veturinn 2016-2017. Trausti bendir á að í Reykjavík sé vit- að um fjóra hlýrri vetur. Veturinn 2002- 2003 var hlýjastur, síðan 1928-1929, 1963-1964 og 1945-1946. Ámóta hlýtt og nú var einnig 1941-1942. Reikningar á Akureyri ná aðeins aft- ur til vetrarins 1936-1937. Nýliðinn vet- ur er sá næsthlýjasti á því tímabili. Vet- urinn 2002-2003 er sá eini sem er hlýrri. Hlýr og úrkomusamur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.