Morgunblaðið - 20.04.2017, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Hugmyndir í jólapakkann
Cuero Mariposa
Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari
Hannaður 1938
Íslenskt lambaskinn
verð 209.000,-
Leður verð 149.000,-
Sælir verið þið sem
fram komið í ljós-
vakafjölmiðlum.
Ég er, eins og
stundum er sagt um
menn sem orðnir eru
83 ára, „gamall karls-
kröggur“.
Ég á þó því láni að
fagna að vera mjög
heilsuhraustur, laus
við alla fasta lyfja-
töku og fæ jafnvel mjög sjaldan
kvef og flensur. Ég á þó við slæm-
an heilsufarsgalla að etja sem
engar töflur eru til við. Það er
heyrnarskerðing sem má rekja til
hávaða á þeim vinnustöðum sem
ég hefi unnið á um ævina.
Það háir mér verulega, þrátt
fyrir að hafa splæst á mig
heyrnatækjapari upp á 550 þús-
und kr. Ég hlusta daglega á frétt-
ir RÚV og Stöðvar 2. Einnig mik-
ið á umræður á Alþingi
undanfarna áratugi.
Hjá sjónvarpsmiðlunum áður-
nefndu voru, og eru sumir enn,
þulir eins og Edda, Kristján Már,
Sigmundur Ernir og um 98% til
viðbótar hjá Stöð 2. Og hjá RÚV
Gísli Einarsson og fleiri góðir um
98% til viðbótar, sem eru í uppá-
haldi hjá mér sem fréttaþulir og
þáttastjórnendur.
Hvers vegna spyrja ef til vill
einhverjir. Svarið er einfalt: Ég
þarf ekki að nota hin áður nefndu
rándýru heyrnartækin til að skilja
hvað þau eru að segja, þau tala
hreina og góða íslensku.
Annað er hinsvegar um 70-80%
viðmælenda fréttafólksins, sem
mér er oft ekki nokkur leið að
skilja, hverju þeir svara spurn-
ingum fréttafólks, eða rausa um.
Þar eru embættismenn og tals-
menn fyrirtækja og stofnana eng-
in undantekning. Sumir tala svo
hratt eins að það er eins og þeir
eigi lífið að leysa, þannig að mér
er ekki nokkur leið að skilja allt
sem þeir segja.
Þetta á einnig við um auglýs-
ingar. Sem dæmi þá
kom fyrir nokkrum
vikum löng auglýsing
á skjáinn þar sem ég
áttaði mig ekki á hvað
verið var að auglýsa
eða tala um, fyrr en
komið var að lokum
hennar, þá birtist
mynd af tákni Rauða
krossins. En um hvað
var fjallað, varð ég að
giska á. Svo er með
margar auglýsingar í
ljósvakamiðlum, þær
ná ekki til allra þar sem fólkið
sem valið er talar ekki hreina og
góða íslensku í auglýsingunum.
Alltof margir hinna nýju þing-
manna á alþingi ættu að fara að
hugsa sinn gang hvað varðar hina
íslensku tungu, ef þeir á annað
borð hafa áhuga á að skilaboð
þeirra og málflutningur komist til
skila til allra sem reyna að hlusta
á þá. Það á raunar einnig við um
suma eldri þingmenn.
Þingmenn, takið þá góðu ís-
lenskumenn til fyrirmyndar eins
og til dæmis Steingrím J. Sigfús-
son, Bjarna Benediktsson, Guð-
laug Þórðarson, Lilju Alfreðs-
dóttur, Sigmund Davíð, Oddnýju
Harðardóttur, Pál Magnússon,
Birgi Ármannsson og fleiri, ég
man ekki í bili fleiri nöfn. Að sjálf-
sögðu er ég ekki að öllu leyti sam-
mála skoðunum áðurnefndra, en
ég skil þó vel hvað þeir eru að
segja (án heyrnartækja).
Og að sjálfsögðu er ég að skrifa
af eigin reynslu, en ég hefi þó
spurt fleiri eldri borgara sem ég
hefi átt kost á að spyrja um sömu
vandamál og allir eru mér sam-
mála um að þeir nái ekki öllu sem
margir sem fram koma í fjöl-
miðlum hafa verið að segja (ég bý
á dvalarheimili). Þar með met ég
það svo, að fólk sem er í svipuðum
sporum og ég skipti þúsundum.
Hvað segja þessir embætt-
ismenn og samtök sem fjallað hafa
um varðveislu hinnar íslensku
tungu (sem þó sumir talsmenn
þeirra, lenda í b-flokki hvað tal-
anda snertir að mínu mati)?
Þegar ég var í barnaskóla var
lögð áhersla á að lesið væri upp-
hátt í tíma og kennarinn leiðbeindi
hvað hrynjandina varðaði. Ég
sjálfur, sem var sem barn mjög
blæstur á máli og varð því fyrir
talsverðu einelti þess vegna, hafði
mjög mikið gagn af þeim leiðbein-
ingum og þolinmæði viðkomandi
kennara.
Er slíkt viðhaft í skólum í dag?
Það veit ég ekki, en miðað við það
þegar börn eru í viðtali í ljósvaka-
miðlum þá finnst mér það mjög
ólíklegt miðað við þann talanda
hjá allt of mörgum barnanna.
Svo eru það sjónvarpsþættirnir
og íslensku kvikmyndirnar, sem
ég hefi fyrir löngu hætt að horfa á
þar sem ég skil ekki hvað leik-
ararnir segja. Komið hefur fyrir
að ég hafi leitað uppi íslenskar
kvikmyndir á netinu, með enskum
eða dönskum texta og notið þann-
ig.
Hvernig væri að sjónvarpsrek-
endur færu að koma íslenskum
texta við íslenskt efni? Textavarp-
ið, sem er fyrir löngu komið að
úreldingu, dugar ekki í dag þar
sem það samræmist ekki nútíma-
tækni og er eingöngu hægt að ná
hjá RÚV (og ekki þó nothæft í
nýjustu sjónvarpstækjum).
Það er ósk mín að farið verði í
alvöru átak til varðveislu íslenskr-
ar tungu, það er ekki nóg að við
kunnum að skrifa, sum okkar
þurfa einnig að læra að tala.
Það er ekki nóg að fjölmiðlafólk
og vel talandi þingmenn tali ís-
lensku, við hin þurfum að gera
það einnig.
Með vinsemd.
Að skilja hvað
menn eru að tala um
Eftir Steingrím
Kristinsson »Hvað segja þessir
embættismenn og
samtök sem fjallað hafa
um varðveislu hinnar ís-
lensku tungu?
Steingrímur Kristinsson
Höfundur er áhugaljósmyndari.
sk21@simnet.is
Undanfarna áratugi
hefur þróun höfuð-
borgarinnar okkar ver-
ið með dálítið sér-
stökum hætti. Þau
atriði sem áður gerðu
Reykjavík að óum-
deildri höfuðborg
landsins voru meðal
annars gott stofn-
brauta-, samgöngu- og
flutningakerfi auk þess
sem helstu sérfræðingar landsins,
stofnanir, stjórnsýsla og höfuðstöðvar
fyrirtækja áttu þar heimili. Upp úr því
var lagt að hjá Reykjavíkurborg störf-
uðu helstu sérfræðingar landsins og
þar var líka helsta miðstöð sérhæfðrar
verslunar og þjónustu.
Síðan fór að fjara undan þessari
stöðu borgarinnar bæði vegna að-
gerða og aðgerðaleysis ráðamanna
borgarinnar og Alþingis. Sem dæmi
má nefna að Suðurlandsvegur, sem
átti að tengjast bæði Reykjanesbraut
og Kringlumýrarbraut, var sveigður
niður á Vesturlandsveg og Ártúns-
brekku án þess að nokkuð kæmi í
staðinn. Sundabraut, sem hefði opnað
fyrir þróun borgarinnar til norðurs og
hefði átt að hafa verið lögð fyrir mörg-
um áratugum, var einfaldlega ekki
lögð þótt hún hefði opnað fjölbreytta
möguleika borgarinnar og gert hana
aðgengilegri fyrir sveitarfélög á Vest-
urlandi. Afleiðingin hefur ekki látið á
sér standa. Það er ástæða fyrir því að
forráðamenn IKEA ákváðu að flytja
starfsemi sína úr Reykjavík í Garða-
bæ. Fyrirtækið Costco vill líka vera
þar og nýverið flutti Íslandsbanki líka
höfuðstöðvar sínar úr Reykjavík í
Kópavog, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Mörgum ungum og öldnum Reykvík-
ingum finnst líka vænlegra þessi árin
að reyna að koma sér upp þaki yfir
höfuðið í aðliggjandi sveitarfélögum
en í Reykjavík.
Nú kann vel að vera að stefna ráða-
manna í Reykjavík sé að reyna að
hemja anda framkvæmda og framfara
í flösku þráhyggju og þröngsýni, eins
og anda Aladdíns, en viðbúið er að fólk
og fyrirtæki sem finnst að sér þrengt
leiti þá bara á gjöfulli slóðir. Um þetta
hafa Reykvíkingar lítið að segja því
skipulagsvaldið er jú í höndum
sveitarstjórnarmanna, a.m.k. í orði
kveðnu. Íbúar Reykjavíkur fá bara að
borga reikningana sína og bíða í
umferðarteppunum og fara á mis við
þá möguleika sem gott, faglegt skipu-
lag hefði getað opnað. Við Íslendingar
erum þó rukkaðir fyrir hátt á fjórða
hundrað milljónir í skipulagsgjald á
ári og fyrir þá upphæð gætum við
fengið talsverða vinnu fyrir vel
menntaða sérfræðinga í skipulags-
málum, þótt brjóstvitið sé líka alltaf
yndislegt. Nútímaskipu-
lag er orðið, ef vel á að
vera, talsvert viðameira
og flóknara en fallegar
teikningar af marglitum
húsum með grasþökum
– að þeim annars ólöst-
uðum. Vel meinandi
ráðamönnum er auðvit-
að frjálst að trúa hverju
sem þeir vilja en
kannski átta Reykvík-
ingar sig á því þegar
lengra verður liðið á 21.
öldina og þegar þeir fá reikninginn
hvaða tækifæri hafa farið í súginn.
Við ættum samt ekki að þurfa mörg
Vaðlaheiðargöng til þess.
Í grundvallaratriðum snúast þessi
mál um það hvernig við sem samfélag
getum sett okkur skynsamleg, fram-
kvæmanleg markmið og hvernig við
getum best notað takmarkaða fjár-
muni, þekkingu og tíma til þess að ná
þeim. Þannig raunhæf stefna eða
skipulag verður samt ekki til af sjálfu
sér og hún á lítið skylt við þau villu-
ljós sem margir ráðamenn hafa elt
undanfarna áratugi. Við getum samt
ennþá í sameiningu losað um tappann
í þróun Reykjavíkur, bæði til norðurs
og suðurs yfir Skerjafjörð, og horft á
þessi mál með opnum, ferskum aug-
um. Mikilvægur þáttur í þannig
stefnu gæti verið að leggja Sunda-
braut sem fyrst og þar með grunn að
fyrirtækjum framtíðarinnar og stór-
kostlegri íbúðarbyggð með útivist-
armöguleikum bæði til lands og sjáv-
ar. Með þessu væri líka hamin
hækkun íbúðaverðs í grónum hverf-
um borgarinnar. En þannig stefnu-
breyting vex ekki á trjánum og hugs-
anlega er þessi tappi ekki bara
efnislegur heldur líka huglægur. Það
er allt of auðvelt fyrir ráðamenn að
hengja sjálfa sig og okkur í áratuga-
gamlar vondar ákvarðanir sem fullyrt
er að séu óumbreytanlegar, en svona
fersk, fagleg stefnumörkun er alger-
lega nauðsynleg ef við viljum nýta þá
möguleika vel sem Reykjavík og
reyndar Ísland allt hafa enn upp á að
bjóða.
Tappinn í þróun
Reykjavíkur
Eftir Gest
Ólafsson
Gestur Ólafsson
» Þessi mál snúast um
það hvernig við get-
um sett okkur skynsam-
leg, raunhæf markmið
og notað takmarkaða
fjármuni, þekkingu og
tíma til að ná þeim.
Höfundur er arkitekt og
skipulagsfræðingur og fyrrverandi
forstöðumaður Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins.
Í Samhjálparblaðinu gjörir Vörður Leví
Traustason framkvæmdastjóri boðberum
breinnivínsfrumvarpsins kostaboð. Hann býð-
ur þeim hverjum og einum til vikudvalar í
Hlaðgerðarkoti og telur þeim það hollt.
Mér finnst þetta kostaboð í ljósi þess að boð-
berarnir hafa þá meginstefnu að enn fleiri
þurfi á meðhöndlun að halda vegna áfengis-
vandamálsins.
Þau hljóta að þekkjast þetta kostaboð.
Helgi Seljan.
Kostaboð
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Atvinnublað
alla laugardaga
mbl.is