Morgunblaðið - 20.04.2017, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Á síðustu misserum
hafa áform orkugeir-
ans um lagningu
Suðurnesjalínu 2
fengið heldur snubb-
óttan endi svo ekki sé
meira sagt. Stór-
iðjulínu þessa átti að
hengja upp í loftið í
gamaldags burð-
arvirki með tilheyr-
andi óafturkræfu
raski og land-
spjöllum. Undirbúningur verksins
var í skötulíki, réttur landeigenda
var fótum troðinn, lög, reglur, al-
þjóðlegar samþykktir og almanna-
réttur sömuleiðis. Með ofríki og í
krafti nánast ótakmarkaðs fjár-
magns freistaði orkugeirinn þess
að þvinga fram loftlínustefnu sína
og eyðileggja þannig eða stór-
skemma jarðir á svæðinu og þar
með ásýnd landsins. Landeigendur
brugðust til varna við ofríkinu með
athyglisverðum árangri.
Hæstiréttur hefur nú ógilt
ákvörðun Orkustofnunar um að
reisa og reka Suðurnesjalínu 2
vegna ófullkomins undirbúnings.
Jafnframt hefur Hæstiréttur af
sömu ástæðu fellt úr gildi ákvörð-
un ráðuneytis og Landsnets um að
taka lönd eignarnámi í þessu
skyni. Þá hefur Hæstiréttur fellt
úr gildi framkvæmdaleyfi sveitar-
félagsins Voga fyrir þessari fram-
kvæmd jafnframt af sömu ástæðu.
Þar með fengu áður veitt fram-
kvæmdaleyfi í landi Hafnarfjarðar,
Grindavíkur og Reykjanesbæjar
náðarhöggið og voru lýst ógild.
Eftir langvarandi deilur og
kostnaðarsamt málaþras er málið
komið á byrjunarreit. Líklegt er
að gera þurfi nýtt umhverfismat.
Loflínustefna Landsnets fyrir
stóriðjulínur hefur beðið alvarlegt
skipbrot og ógrynni fjár hefur ver-
ið eytt í óþarfa. Muna má stór-
karlalegar yfirlýsingar Landsnets
á síðasta ári um að framkvæmdir
væru í þann veginn að hefjast.
Engar framkvæmdir eru nú í aug-
sýn vegna glannaskapar og for-
kastanlegra vinnubragða orkugeir-
ans og allt upp í hið háa ráðuneyti,
sem málið heyrði undir.
Einhver mestu um-
hverfisspjöll, sem unn-
in eru á landi hér, eru
stóriðjulínur orkugeir-
ans og sú tillitslausa
og náttúrufjand-
samlega stefna hans
að hengja þessar stór-
iðjulínur upp í loftið,
þegar aðrar lausnir
eru tiltækar, sem víð-
tæk sátt er um.
Landsnet hefur
jafnan borið fyrir sig
að jarðstrengir fyrir
stóriðjulínur í jörð séu
dýrari en loftlínur og rekstrarör-
yggi minna, en upplýsingar fyrir-
tækisins ríma vægast sagt illa við
aðrar upplýsingar, sem aflað hefur
verið um sambærileg mál. Um-
hverfiskostnaður er heldur ekki
talinn með og gæti að öllum lík-
indum gert jarðstrengi mun hag-
stæðari væri hann tekinn með í
reikninginn. En menn berja
hausnum áfram við steininn í ein-
beittum vilja sínum til að út-
andskota náttúru landsins. Í ný-
legri blaðagrein eru tíundaðir
útreikningar Landsnets um að að-
eins væri hægt að leggja í jörð
12% af fyrirhugaðri endurnýjun
byggðalínu frá Blöndu í Fljótsdal
vegna þess hve flutningskerfið á
Norðurlandi sé veikt.
Þetta virðist álíka trúverðugt og
að ætla að reikna barn í kellingu.
Leikmaður spyr í einfeldni sinni
hvort ætlunin sé að nota áralangan
trassaskap Landsnets við að koma
upp almennilegu flutningskerfi á
Norðurlandi sem rök fyrir
stóriðjulínustefnu fyrirtækisins.
Væri ekki nær að menn einhentu
sér í að styrkja almenna flutnings-
kerfið og koma því í lag? Það þarf
að gera það hvort sem er.
Fleiri furðufregnir berast úr
herbúðum Landsnets. „Tæknin
takmarkar notkun jarðstrengja,“
mátti lesa nýlega í fimm dálka fyr-
irsögn í blaði þessu. Allir hugsandi
menn hljóta að sjá að þessu er
auðvitað þveröfugt farið. Tæknin
stóreykur möguleika jarðstrengja,
sem sjá má meðal annars af því að
kostnaður við lagningu þeirra er
nú aðeins brot af því sem áður var.
Jafnvel virðist það ekkert tiltöku-
mál lengur að grafa þá ofan í hafs-
botninn, ef því er að skipta.
Einhverjir telja samt að jarð-
strengir valdi jafnvel meiri um-
hverfisáhrifum en loftlínur. Lík-
lega er það í krafti trúarlegar
sannfæringar, misskilnings eða
persónulegra hagsmuna. Sem bet-
ur fer er þessi sértrúarflokkur
mjög fámennur enda almenningur
upp til hópa vel gefið fólk.
Víðtæk andstaða er meðal al-
mennings og landeigenda um lagn-
ingu stóriðjuloftlína. Það virðist
býsna tafsamt og jafnvel vonlaust
fyrir framkvæmdaaðila að ætla að
knýja hvern stóriðjulínustubb í
gegn í krafti valdboðs eins og
dæmin sanna. Farsælla hlýtur að
vera að gera þetta í sátt við allt og
alla.
Kostir stóriðjuloftlína eru óveru-
legir miðað við gallana, sem eru
stórfelldir. Erlendis eru lagðir
jarðstrengir á hærri spennustigum
hundruð kílómetra og þykir ekki
tiltökumál. Þetta er nú einu sinni
framtíðin. Lítið fer fyrir þvargi um
kostnað og kostnaðarsamanburð.
Það einfaldlega tekur því ekki.
Tæknivandamál við jarðstrengi
eru einfaldlega leyst og virðist
ekki fyrirstaða á því. Það sama
hlýtur að eiga við á ísa köldu landi
sé vilji fyrir hendi.
Heyrst hefur af jákvæðum
breytingum á stóriðjulínuáætlun
Landsnets þar sem gefið er í skyn
að jarðstrengir fái aukið vægi í
framtíðinni. Gott er ef rétt er en
varlega skyldu menn trúa þessu í
ljósi hins einbeitta brotavilja orku-
geirans í garð landsins náttúru á
umliðnum árum.
Náttúruverndarmenn skyldu því
halda vöku sinni og árvekni. Leik-
mann grunar að orkugeirinn muni
í reynd hvergi slaka hér á nema
hann verði píndur til þess.
Enn af stóriðjulínum
Eftir Sverri
Ólafsson » Á síðustu misserum
hafa áform orku-
geirans um lagningu
Suðurnesjalínu 2 fengið
heldur snubbóttan endi
svo ekki sé meira sagt.
Sverri
Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
sverrirolafs@simnet.is
Til að skilja betur
forsendur sjálfstæðis
Íslands er gagnlegt
að muna að Ísland er
eyríki og staða þess í
samfélagi þjóðanna
tekur því mið af þeim
skorðum sem stærð
þess og fólksburð-
arþol setja; sem og
staðsetningu þess.
Fámenn eyja
Ísland reynist vera óvenjufá-
mennt ríki, miðað við nágrannarík-
in. Þetta orsakast líklega af því að
ræktarlandi hér var margfalt
minna en t.d. nyrðri hluti Svíþjóð-
ar af sömu stærð. Þetta hefði átt
að takmarka getu Íslands til að
vera sjálfstætt samfélag á miðöld-
um miðað við t.d. Svíþjóð; vegna
þess að innan marka Íslands voru
hópar sem voru færri, laustengd-
ari og fábreyttari; atvinnulega,
stjórnmálalega og hernaðarlega.
Því gat Svíþjóð fyrr orðið sjálf-
stætt ríki. Einnig sjálfbærara að
því leyti að það hafði eigin land-
varnir.
Hins vegar þurfti Ísland að
rækta samvinnu og velvilja við
Noreg og síðan Danmörku eftir
Sturlungaöld, til þess bæði að
verjast innrásum og til að flytja
inn sitthvað svo sem korn og við
og fleira. Þegar svo kemur fram á
20. öld, eru millilandaviðskipti orð-
in margfalt stærri hluti af þjóð-
arbúunum. Við það færist þjóð-
arímynd Íslands; og t.d. Svíþjóðar;
frá því að vera fyrst og fremst
sjálfsímynd grenndarsamfélags
innan dreifbýlis og bæja, í að
verða lykilatriði í milliþjóða-
viðskiptum; þar sem þjóðarímynd-
irnar verða að almennum vernd-
arhjúpi, til að árétta rétt
samningsaðilanna til að eiga skilið
tillit sem fulltrúar afmarkaðra
sjálfstæðishópa. Sjálfstæð-
ishugmyndafræðin sem hafði áður
byggst meira á einangrun, var því
fremur orðin að pakka mælsku-
listar- og lagahefða í fjölþjóða-
samskiptum.
Vaxandi viðskiptavopn
Þar magnaðist upp hallinn sem
blasti við Íslandi sem litlu full-
valda eyríki: Ísland þarf vænt-
anlega að flytja inn og út meira
hlutfallslega en t.d. Svíþjóð og á
því hlutfallslega meira undir að
halda úti sannfærandi sjálfstæð-
isímynd í viðskiptum. Þá er svo
komið að ef sjálfbærni lýðveldisins
Íslands takmarkaðist að mestu við
vægi landbúnaðarins, þá væri
framfærsla þorra landsmanna og
margföldun íbúafjölda síðan, eink-
um komin undir millilanda-
viðskiptum. Þar með er þjóð-
arímyndin orðin ómissandi tæki til
að verjast yfirgangi viðskiptarisa
og hernaðarþjóða.
Í því reiptogi njóta Íslendingar
tveggja höfuðkosta: Sérstöðu þjóð-
tungu sem allir útlendingar geta
skynjað þótt þeir skilji það ekki;
íslenskunnar. Og hins vegar ís-
lensku bókmenntanna, sem hægt
er að þýða á mál
þeirra; og færa þannig
fram tilfinningu fyrir
þjóðlegri sérstöðu
okkar er varðar tungu,
bókmenntir, sögu, per-
sónuleika, sjálfsmynd,
samfélagshefð og nátt-
úruumhverfi.
Það styðst svo aftur
við að við njótum þess
að skilningur er á að
lítið eyríki fái að vera
sjálfstætt þótt smátt
sé; vegna þess að það
situr uppi með smæð sína og legu.
Líklegt er að ekki megi tæpara
standa með fólksfjölda okkar sem
sjálfstæðs ríkis: Það sjáum við er
við lítum til t.d. Færeyinga og
Grænlendinga; sem eru enn færri!
Þó erum við í annan stað heppin
af smáeyríki að vera: Ef við hefð-
um verið með fyrsta flokks rækt-
arland, líkt og sumar Kyrrahafs-
eyjar, hefðum við getað orðið
undirokaðir líkt og þrælanýlendur
stjórnenda okkar Dana þar, á ný-
lendutímanum. Einnig njótum við
þess að vera umkringdir helstu
Vesturlöndunum; og að vera því í
náðarfaðmi vestræna lýðræðisfyr-
irkomulagsins!
…
Þessi þjóðarímynd kristallast í
Íslendingum erlendis og nýbúum á
Íslandi: Gera má ráð fyrir að brott
fluttur Íslendingur sem er orðinn
ríkisborgari erlendis, sé orðinn að
meirihluta óvirkur í íslensku hlið
sinni, á kostnað hinnar nýju; og
öfugt.
Og bregða má upp uppdiktuðu
skýringardæmi:
Ef Íslendingar flyttu allir til út-
landa, og stjórnuðu þaðan Íslandi í
krafti aðflutts vinnuafls, þá myndu
þeir Íslendingar þó kannski ekki
hætta að verða áfram marktækir
sem stjórnendur Íslands, fyrr en
þeir misstu sjálfsmynd sína sem
þjóðar, og viljann til að árétta
hana.
Þessi skerping á landfræðilegum
rökum um takmarkanir eyríkis,
ætti því að verða viðbótarhvatning
til að við sláum ekki slöku við ís-
lenskukennsluna á Íslandi, í þágu
barna okkar og nýbúa!
Að lokum: Í nýortu ljóði mínu
sem heitir Horfi þreyttur til Esj-
unnar, segi ég m.a. þetta:
Þar við Esju rætur
dvergar þó í myrkri
strita víst í skjóli frá vor sjónum,
bralla þar í leyni hagvöxt góðan
kaupalágir, framagosum þjóðar,
er þekja vilja landið ferðastöðum
og manna hótelþrifin leiguhjörðum.
Íslenskan sem sjálf-
stæðisvopn eyþjóðar
Eftir Tryggva V.
Líndal
Tryggvi V Líndal
» Þar með er þjóð-
arímyndin orðin
ómissandi tæki til að
verjast yfirgangi við-
skiptarisa og hern-
aðarþjóða.
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?