Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það þýðir ekki að láta Gróu á Leiti
um að skýra frá máli, sem þú ert viðriðinn.
Sýndu þolinmæði og stjórnkænsku.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú munt hafa mikla ánægju af því að
fara í frí eða skemmtiferð. Allt er öf-
ugsnúið, og allt er tortryggilegt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er gott að hafa reynsluna í
huga, þegar áætlanir eru gerðar um fram-
tíðina. Notaðu siðferðisáttavitann þinn
ásamt viðskiptavitinu. Sýndu stórlyndi og
réttu fram sáttahönd.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Visst verkefni mun hanga yfir þér
mánuðum saman ef þú brettir ekki upp
ermarnar. Reyndu að komast til botns í því
hvað er að angra þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vinkona kemur þér verulega á óvart
og þú ert ekki alveg viss um það hvað þú
átt að halda. Passaðu bara að sýna þér
samskonar örlæti líka.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er ekki rétti tíminn til þess að
vera ósammála yfirmanni sínum. Þú sérð
gömlu ástina út undan þér í dag og allar
gömlu tilfinningarnar vella upp.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhver á eftir að koma þér skemmti-
lega á óvart með ummælum sínum um þig
og þín störf. Einhver annar gæti reynt að
hagnast á vinnu þinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert listfengur þessa dagana
og nýtur þess að lesa ljóð og hlusta á góða
tónlist. Kauptu eitthvað sem fegrar heimili
þitt og gerir það að notalegri dvalarstað.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er ekki rétti tíminn til að
taka áhættu í fjárfestingum, alla vega ekki
einn. Ritaðu hjá þér öll stefnumót, síma-
númer og loforð, annars gleymirðu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það kostar mikla fyrirhöfn að
taka þátt í valdabaráttu lífsins. Haltu þig á
mottunni því annars muntu iðrast síðar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leggðu eyrað við hjálp-
arbeiðnum annarra og leggðu þitt af mörk-
um sem þú framast getur. Andleg heilsa
þín er í hættu ef þú ferð ekki að sinna sjálf-
um þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Stjörnurnar munu skína skært á
gersemar lífs þíns – fólkið sem leggur krók
á leið sína fyrir þig. Líttu á þetta sem tæki-
færi til að skoða hlutina í nýju og fersku
ljósi.
Benedikt Jóhannsson birti þettafallega ljóð á Boðnarmiði á
páskadag:
Vorið reis
úr vetrarskugga,
færði líf og fuglahljóm.
Sólin fer
um Suðurgötu
sem glóhærð dís á gulum skóm.
Hopar ís
við hjartarætur
vex í huga vonarblóm.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
bætti við:
Vonarblómið verður stærra,
vaknar jörðin endurnærð
Afl og auðmýkt hoppa hærra,
hampa sinni næturværð.
Og enn kvað hún:
Gaman er að glettast við
gengnar skruggur lífs á vegi.
Ef ég dytti á aðra hlið
upp ég rís á næsta degi.
Á annan í páskum skrifaði Sigrún
Haraldsdóttir í Leirinn:
Lífið býður kalsakjör,
kúri ég undir veri,
hryðjur mynda slydduslör
sleipu á rúðugleri.
Gústi Mar tók undir og sendi
henni kveðju:
Heitur vindur hlýtt um kinn
hraður bræðir frerann.
Góðan spöl ég gamlinginn
gekk með skallann beran.
Sigrún svaraði kveðjunni með
þessum orðum: „Þú ert þá vænt-
anlega rjóður í kinnum, Gústi, Það
er ég líka en ég var að koma heim
úr hesthúsinu. Útlit mitt var ca.
svona:
Andlitsins er eldrautt skinn,
úlpan slettum þakin,
drattast var úr dyrum inn
drullublaut og hrakin.
Ingólfur Ómar slót botninn í
þessi orðaskipti:
Eftir volk og veður blautt
var því orðin hrakin.
Andlitið var ansi rautt
og eðju flíkin þakin.
Gunnar J. Straumland er mynd-
ríkur og dregur ekki af sér:
Landsynningur lemur ský,
lekur úr himnapotti.
Stúrin jörðin stendur í
stórhátíðarþvotti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af gulum skóm, vonar-
blómi og hesthúsönnum
Í klípu
SPARKIÐÍ MIG
BILUÐ
LYFTA
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ÆTLAÐI AÐ GEFA HITABELTIS-
FISKUNUM ÞÍNUM AÐ BORÐA, EN
KÖTTURINN SPARAÐI MÉR ÞAÐ ÓMAK.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að deila saman
draumum ykkar.
ER ÞESSI SLAUFA
OF STÓR?
ALLS
EKKI…
SVO LENGI SEM VINIR ÞÍNIR
Í SIRKUSNUM ERU SÁTTIR, ÞÁ
ER ÉG ÞAÐ LÍKA!
ÉG VEIT KANNSKI
EKKI MIKIÐ UM
LIST…
… EN ÉG
ÞEKKI…
…RAMMA ÚR SKÍRA-
GULLI ÞEGAR ÉG SÉ
HANN!
Ingvar Kamprad mun vera maðurvellauðugur fyrir að hafa fundið
upp á því að selja mönnum húsgögn,
sem þeir þurfa síðan sjálfir að setja
saman. Víkverji er einn af þeim en
hann eyddi mestallri dymbilvikunni í
að skrúfa saman IKEA-húsgögn fyr-
ir nýja heimilið sitt.
x x x
Kann Víkverji engar skýringar áþví, en hann er farinn að sjá
IKEA alls staðar. Þetta var svo sem
ekki fyrsta „hroðreið“ Víkverja, svo
hann vitni í Lukku-Láka-bækurnar,
en hann hefur líkast til sett saman á
ævi sinni hálfa búð af IKEA-
húsgögnum, að sjálfsögðu með hjálp
opinberu IKEA-verkfæranna, sem
heita í búðinni því fróma nafni
FIXA. Að auki notar Víkverji
IKEA-rafhlöður og IKEA-perur, og
mætti halda að allt líf hans væri bara
einn stór BILLY.
x x x
Ef það var ekki augljóst áður, þá erferðalagið í IKEA stór partur af
ferlinu. Einhverra hluta vegna er
búðin þannig hönnuð að ekki er
hægt að fara beint á lagerinn og það-
an á kassa, jafnvel þegar við-
skiptavinurinn veit nákvæmlega
hvað hann vill. Hann neyðist þess
vegna alltaf í besta falli til þess að
labba fram hjá veitingastaðnum og
kjötbollunum og fara í gegnum smá-
vörudeildina. Víkverji hefur séð
marga fara í IKEA fyrir einn hlut og
koma út með ilmkerti og servíettur
sem þeir hafa enga þörf fyrir. Gott
ef þeir hafa ekki skellt sér á einn
bjórgrís á veitingastaðnum líka.
x x x
Að því sögðu skynjar Víkverjireyndar dularfullt skandínav-
ískt samsæri í öllu þessu húsgagna-
amstri. Hann hefur nefnilega notið
góðrar aðstoðar ættingja við sam-
setninguna, en flestir eiga þeir það
sameiginlegt að hafa átt mikið af
LEGO-kubbum í æsku. Víkverji sér
þetta alveg fyrir sér, að LEGO-
fólkið nái börnunum snemma og
venji þau við að fylgja leiðbeiningum
í þaula, áður en IKEA-liðið tekur við
þeim fullorðnum og tilbúnum til þess
að beita sexkanti á hvað sem er.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé
nafn Guðs um aldir alda því að hans
er viskan og mátturinn.
(Daníel 2:20)