Víkurfréttir - 22.12.2003, Blaðsíða 38
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!38
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
Geðveikt blogg*
Félagsfælni einkennist fyrst og fremst af
miklum og stöðugum ótta við félagslegar
kringumstæður af einhverju tagi eða við að
verða veginn og metinn af öðru fólki. Ótt-
inn stafar af því sem einstaklingurinn held-
ur að gæti hugsanlega gerst, að hann hegði
sér með þeim hætti að hann verði að at-
hlægi eða verði sér til minnkunar.
Þunglyndi kemur oft sem afleiðing félags-
fælni og það birtist oft og tíðum samhliða
öðrum geðrænum vandamálum. Algengt
er að kvíði sé til staðar hjá þeim sem eru
þunglyndir. Lundin er þung, áhugi lítill eða
enginn og getan til að gleðjast minnkar
greinilega eða hverfur. Þreyta og framtaks-
leysi verður ráðandi. Sjálfsmat lækkar,
svartsýni eða vonleysi einkennir gjarna
hugsanir. Matarlyst og svefn breytast
gjarnan. Sektarkennd verður oft áberandi.
Einkenni þunglyndis koma fram í því að
fólki finnst það vera úrvinda, einskis virði,
hjálparvana og vonlaust. Það er ekki skrítið
að þunglyndum sé á stundum skapi næst
að gefast upp. Mikilvægt er að átta sig á því
að þessi hugsanagangur og líðan er hluti af
þunglyndinu.
SUNNUDAGUR, 24. ÁGÚST, 2003
Finn hvernig geðveikin er að ná tökum smátt og smátt.
Ég legg eflaust aðra merkingu í orðið geðveiki heldur en
margur annar, ég er veik á geði en ekki þannig að ég
ætti að vera lokuð inn á stofnun.... þó svo að ég hafi
stundum óskað þess að það væri hægt... og helst að
henda lyklinum. Fyrir rúmu tveimur og hálfu ári var ég
greind, hjá geðlækni, með þunglyndi, kvíða og félags-
fælni.
Þess vegna segi ég að ég sé geðveik, þ.e. veik á geði.
Það er alveg skelfilegt að vera með svona ósýnilega
sjúkdóma, sjúkdómar hugans. Ég er ekki með gipsi,
ekki í hjólastól og hef ekki misst hárið vegna lyfjameð-
ferðar enn engu að síður geng ég með sjúkdóma sem
leiða til dauða... og þetta eru krónískir sjúkdómar, þ.e.
það er ekki til lækning við þeim en aftur á móti eru til
ýmsar aðferði til að halda þeim niðri eins og geðlyf,
samtalsmeðferð o.þ.h.
Þegar ég byrjaði að nota geðlyf þá sagði læknirinn minn
mér að þau væru eins og hækjur... þau ættu að aðstoða
mig við að komast yfir ákveðinn hjalla og svo ætti ég að
geta losað mig við hækjurnar (lyfin) og reyna að spreyta
mig sjálf. Þegar sjálfsmyndin er mikið brotinn þá eru
margir hlutir sem maður einfaldlega treystir sér ekki til
að framkvæma, lyfin áttu að hjálpa mér til að fá þetta
sjálfstraust til að að geta æft mig í að framkvæma hluti
sem ég hafði ekki haft getu til að framkvæma. Eftir að
hafa æft mig í tvö og hálft ár þá var komin tími til að
sleppa hækjunum og standa alveg sjálf og óstudd fram-
mi fyrir lífinu. Á þeim tímapunkti stend ég nákvæmlega
núna, þess vegna byrja ég þessi skrif á því að segja
„Finn hvernig geðveikin er að ná tökum smátt og
smátt“. Hún er skrýtin þessi geðveiki, hvernig hugurinn
getur leikið mann grátt... hugsanir koma upp í hugann
og maður er svo fljótur að kaupa þær. Það er enginn lygi
þetta með engilinn og púkann á sitt hvorri öxlinni... það
er nákvæmlega þannig sem þetta er, nema hvað púkinn
hefur alltaf vinninginn.
það er til dæmis eitt sem ég hef lært á þessum tíma, það
er að ég má helst ekki vera mikið ein... ein með mínum
hugsunum, vá þá fá þær að blómstra! Eins og núna um
helgina er ég búin að vera mikið ein.
Þegar ég er svona mikið ein þá fer ég að einangra mig,
dreg mig meir og meir inn í skelina og hætti að svara í
símann og svoleiðis. Þegar ég er ein með mínum hugs-
unum þá græt ég, dett niðrí sjálfsvorkunn og það grípur
mig mikill vanmáttur/framkvæmdaleysi.
ÞRIÐJUDAGUR, 2. SEPTEMBER, 2003
Þar sem ég geng um lífsins dali kem ég að lítilli þúfu...
og ég kemst ekki yfir hana.
Vá, nú er ég skáldleg... en hvort sem ég er skáldleg eða
ekki þá líður mér nákvæmlega svona. Það er einhvern
vegin allt mér ofviða, mér finnst ég ekki ráða við nein
verkefni hversu lítil sem þau eru. Enda vill geðlæknirinn
setja mig aftur á geðlyfin. Það hefur sem sagt komið í
ljós á þessum tíma sem ég er búin að vera lyfjalaus að
ég er með krónískt þunglyndi og kem til með að þurfa
meðhöndlun það sem eftir er ævi minnar, ekki ósvipað
og sykursjúklingur. Hef verið að átta mig á þessu og er í
sjálfu sér ekkert voðalega ósátt, ég veit það fyrir víst að
ég vil ekki líða svona eins og ég geri núna.
ÞRIÐJUDAGUR, 9. SEPTEMBER, 2003
„Svo er komið kvöld,
suma langar til að sofa heila öld,
er þá virkilega allt eins og það á að vera“
Baráttu viljinn fer dvínandi... núna er tekin bara hálfur
dagur í einu... vakna á morgnana og hugsa „ég þarf bara
að meika það fram yfir hádegi“
Kannski ætti ég að skammast mín fyrir aumingjaskap-
inn, sérstaklega þegar svo margir eru að kljást við sorg-
ina þessa daganna. En í rauninni má segja að ég sjálf sé
að kljást við sorgina eftir síðustu greiningu frá geðlækn-
inum... Guð! Gefðu mér æðruleysi til þess að sætta mig
við það sem ég fæ ekki breytt...
Ég get víst ekki breytt því að heilinn í mér framleiðir
ekki boðefni í réttu magni til þess að ég geti funkerað
rétt í þessu lífi... án hjálpar frá geðlyfjum.
„All your friends think your satisfied,
but they cant see your soul“
LAUGARDAGUR, 13. SEPTEMBER, 2003
Baráttuþrekið er mjög lítið þessa dagana, kannski er
viljinn ekki alveg jafn mikill og hann hefur verið. Ég hef
svo sem áður verið á þessum stað sem ég er á núna og
alltaf komist upp aftur... en það sem hræðir mig eru
þessar hugsanir um að skaða sjálfa mig. Ég veit alveg af
hverju ég vil skaða mig... það er bara til að kalla á hjálp
og reyna að gera andlega vanlíðan mína sýnilega. En af
hverju þarf maður að skaða sig til þess að fólk geri sér
grein fyrir líðan minni, er ekki nóg að öskra HJÁLP
SUNNUDAGUR, 28. SEPTEMBER, 2003
Það er svolítið gott að hafa svona mikið að gera, þá hef
ég ekki tíma til að vera ein með hugsunum mínum...
Ég er byrjuð aftur á geðlyfjunum, en þau byrja ekkert að
virka strax. Það tekur svona 2 - 3 vikur en á þeim tíma
er hætta á að líðanin versni áður en hún batnar. Mér
finnst ég vera svolítið komin aftur á byrjunarreit, var
komin í svo góðan gír áður en ég hætt á lyfjunum í sum-
ar en hef tekið stórt skref aftur á bak í mínum bata síðan
þá. En þetta er vonandi allt í rétta átt núna...
ÞRIÐJUDAGUR, 21. OKTÓBER, 2003
Svei mér þá ef lyfin eru ekki farin að virka. Mér er alla
veganna farið að líða betur, útlitið er ekki jafn svart og
það var. Finn hvernig sjálfstraustið og gleðin vex um
leið og kvíðinn minnkar. Það er frábært að fólk eins og
ég skuli geta fengið svona hjálp!
*dagbókin
Í síðasta tölublaði Víkurfrétta var viðtal við konu sem greindist með þunglyndi, kvíða og félagsfælni fyrir 3 árum síð-
an. Konan hefur sótt samtalsmeðferð til Reykjavíkur frá þessum tíma og einnig hefur hún verið á geðlyfjum. Síðasta
sumar ákvað konan að hætta á lyfjunum, í fullu samráði við geðlæknirinn sinn og athuga hvernig henni myndi takast
að höndla lífið án þeirra. Hvernig líður fólki sem er veikt á geði? Hvaða hugsanir hrærast í höfði þeirra? Á þessum
tíma skrifaði hún dagbók þar sem hún lýsir hugsunum sínum í stuttu máli. Hún kallar skrif sín Geðveikt blogg.
Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:50 Page 38