Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 53

Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 53
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 53 mannahöfn, en fékk í gegnum kunningja tilboð um að flytja inn í hús í Kristjaníu. Á þeim tíma, sem ég var að læra var Kristjanía einmitt staðurinn fyrir arkitekta- nema. Það var ekki auðvelt að komast inn í Kristjaníu og fá hús- næði - þú varðst að þekkja ein- hvern, sem gat mælt með þér. Kristjanía var spennandi fyrir arkitektanema og skipulagsfræð- inga vegna þess að það voru gerðar ýmsar tilraunir með sjálf- stjórn og margar nýjar hugmynd- ir þróuðust á ýmsum sviðum - Þar fór t.d. fram flokkun sorps, áður en það var gert annars stað- ar í Danmörku. Á leiklistarsviðinu var Kristjanía þekkt fyrir „aktiontheater“ og þar var mikið tónlistar- og myndlist- arlíf og framleiðsla á nýjum vör- um. Þar fundu menn upp á ýmsu nýju t.d. voru sérstök reiðhjól þróuð á staðnum (sem nú eru seld um alla Evrópu og pósturinn í Kaupmannahöfn ber út póstinn á þessum hjólum) - Kristjaníu- búar hönnuðu sín heimili öðru- vísi en algengt var og það voru gerðar tilraunir með mismunandi byggingarstíl. Það gerðust sem sagt margir spennandi hlutir á þeim tíma og margir arkitekta- nemar unnu að skólaverkefnum í Kristjaníu. Það var því fyrir for- vitni mína og áhuga á að vera þar sem eitthvað nýtt var að gerast, að ég samþykkti að dvelja þar í einu páskafríi. Eftir páskafríið sótti ég þessa fáeinu hluti, sem ég átti á stúdentagarðinum og flutti inn. Við bjuggum ca.15 full- orðnir og börn, saman í stóru húsi með kvikmyndasal, fjöl- miðlunarverk-stæði, tréverkstæði og smiðju. Þar var töluvert meira spennandi og meira að gerast, en í 10 fermetra herbergi á stúdent- argarði. Þú spyrð hvort ég hafi verið hippi það fer nú allt eftir því, hvað maður meinar með hippi. Ef við sjáum fyrir okkur hass- reykjandi manneskju sitjandi á dýnu á gólfinu, hlustandi á tón- list hálfu og heilu dagana - þá hef ég ekki verið hippi. Ég hafði meiri áhuga á að breyta og skapa hugmyndir og þróa ný verkefni. Hvernig var jólahaldið í Krist- janíu? Jólin í Kristjaníu eru kölluð - jól heimlislausra. Það var fyrir 25 árum að nokkrum Kristjaníubú- um fannst það mjög sorglegt að það væri mikið af fólki í Kaup- mannahöfn sem ekki hefði fjöl- skyldu að vera með á aðfanga- dagskvöld. Því var ákveðið að halda jól í stórum sal, sem heitir Gráa Höllin og bjóða öllum sem eru einmana um jólin. Þetta var svo vinsælt að ákveðið var að gera þetta að árlegum viðburði. Nú hafa „jól heimilislausra“ ver- ið haldin á hverju ári í 25 ár. Í byrjun var setið á bekkjum og borðað af plastdiskum með plast- hnífapörum. Nú er þetta orðið svo fínt, með dúkalögðum borð- um og það er lagt á borð med postulíns borðbúnaði. Framreidd- ir eru ýmsir gómsætir réttir eins og ris a l’mande og svínahrygg- ur með kartöflum og rauðkáli. Eftir matinn er boðið uppá ýmis skemmtiatriði. Viku fyrir jól er byrjað að undirbúa þetta kvöld. Það koma meira en 1000 mann- eskjur í Gráu Höllina á aðfanga- dagskvöld og nú koma ekki ein- ungis þeir sem enga aðstöðu hafa þetta kvöldið heldur kemur líka fólk sem finnst þetta mjög huggulegt. Það er algjörlega ókeypis að taka þátt í jólahaldinu í Kristjaníu. Nú hefur þú verið um jól víða um heiminn. Hvernig voru jólin í Afríku? Í mörgum löndum í Afríku eru jólin ekki nein stórhátíð því margir eru ekki kristnir. Þetta er þó að breytast þannig að ríkara fólkið er farið að halda upp á jól- in með gervijólatrjám og jóla- gjöfum. Það er skrýtið að sjá svarta jólasveina með hvítt skegg og jólatré með gervisnjó í 35 stiga hita - það passar einhvern veginn ekki. Þar sem við bjugg- um í Tanzaníu var fátækt mikil, en þar voru nokkuð margir kaþ- ólskir sem fögnuðu jólunum við að klæðast sínum bestu fötum, borða góðan mat (kjúklingar og hrísgrjón) og fara í kirkju klukk- an 12 á aðfangadagskvöld. En það voru engin jólatré eða fínir pakkar undir tré. Í villidýragarði um jól Um síðustu jól var ég í Tanzaníu í stórum villidýragarði. Poul vann á þeim tíma við kortlegg- ingar á þessu svæði. Við Wami fljótið á miðju svæðinu höfðu verið reist nokkur smáhýsi úr leir og með stráþaki. Þar bjuggum við með um það bil 30 Tanzaníu- búum, sem unnu við ýmis störf í garðinum. Undirbúningur að- fangadagskvölds hófst snemma morguns því það átti að veiða í jólamatinn. Eftir að hafa gengið um og leitað í nokkurn tíma og hitinn orðinn óbærilegur, fundum við bráðina, stóra Impala anti- lópu. Hún féll í einu skoti og nógur jólamatur fyrir alla. Þá tók matseldin við sem tók allan dag- inn. Karlmenn skáru og hreins- uðu veiðina og kvenfólk eldaði krydduð hrísgrjón og kartöflur í stórum pottum yfir báli og steik- tu kjötið á viðarkolum. Borð og stólar voru sett upp á hæð med útsýni yfir þurrar steppur og fjöllin í fjarlægð. Á meðan mat- urinn var sneiddur fór að skyggja og himininn fylltist af tindrandi stjörnum. Híenur byrjuðu að láta í sér heyra og bál voru kveikt í kringum borðin, til þess að halda villidýrum álengdar. Loksins kom jólasveinninn á mótorhjóli með gjafir til krakkanna. Hvað kemur helst fram í huga þér þegar þú hugsar um jóla- hald á Íslandi? Það er appelsínu- og eplalyktin, því þegar ég var krakki voru app- elsínur og epli ekki neitt sem við fengum svona á hverjum degi. Á jólunum gátum við borðað eins mikið og við vildum af þessum ávöxtum. Annars er það meira undirbúningur jólanna, sem kem- ur í hugann. Þessi langi undir- búningur með saumaskap, hrein- gerningum og jólabakstri. Þegar svo jólin loksins runnu upp liðu þau alltof fljótt. En hvernig stendur á því að arkitektinn Guðbjörg hefur látið mannúðarmál til sín taka? Hvernig tengjast mannúðarmál og hugsjónarstarf með þeim sem minna mega sín störfum þínum sem arkitekt? Þegar ég las við arkitektaskólann í Kaupmannahöfn voru þjóðfé- lagsviðhorf og mannfræði hluti af náminu. Í sumum deildum var lögð mikil áhersla á að arkitektúr væri hluti af samfélaginu og það ætti að hanna góðan arkitektúr og gott skipulag fyrir almenning og að allt skipulag er pólitískt. Það var minn farangur, þegar ég byrj- aði að starfa sem arkitekt. Í Afríku vann ég meðal annars að því að breyta skipulagskerfinu í Mozambik. Að mestu hafði allt verið skipulagt frá höfuðborginni Maputo og með nýju stjórnar- kerfi í landinu var nauðsynlegt að sjá um að það yrði skipulagt í sýslum og sveitarfélögum. Auk þess þurfti að byggja nýja skóla, Guðbjört, Hjörtur og Erla. Stúdentamyndin er ómissandi... VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 Jolablad II - 64 sidur pdf3 20.12.2003 5:28 Page 53

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.