Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 1. desember 2017fréttir
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500
Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526
www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
BT rafma
gnstjakk
ar
- auðveld
a verkin
!
• 1300 kg. lyftigeta
• 24V viðhaldsfrír rafgeymir
• Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V)
• Aðeins 250 kg. að þyngd
Hvaða liðsmenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks munu reynast ríkisstjórninni erfiðastir?
E
f allt fer sem horfir mun
ríkisstjórn Vinstri grænna,
Sjálfstæðisflokks og Fram
sóknarflokks, undir for
ystu Katrínar Jakobsdóttur, sitja til
ársins 2021. Þetta er í fyrsta sinn
sem þessir flokkar sitja saman í
ríkisstjórn en liðin eru 70 ár síðan
Sjálfstæðisflokkurinn sat í ríkis
stjórn með flokki lengst til vinstri ef
undanskilin er ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen í byrjun níunda ára
tugar síðustu aldar. Formenn
flokkanna viðurkenndu á blaða
mannafundi í Listasafninu í gær,
fimmtudag, að flokkana greindi á
um ýmis mál en stefnt væri að því
að ýta ágreiningsmálum til hlið
ar og einbeita sér að málum sem
flokkarnir væru sammála um.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis
ráðherra 2009–2013, átti
í miklum erfið
leikum við að
halda þing
meirihluta út
kjörtímabilið
og sagði
þau frægu orð
að ósamstíga
meirihluti væri
sambæri
legur
því að
smala
kött
um. DV tók
saman nokkur
fyrirsjáan leg vanda
mál sem gætu krafist
kattasmölunar.
Líklegir villikettir
Andrés Ingi og Rósa
Björk - Líkur 75%
Fyrstu „villi
kettirnir“ í
Vinstri græn
um stigu
fram áður en
stjórnarsátt
málinn var
undirritaður. Sagði Andrés að
hann gæti ekki stutt stjórnar
sáttmálann þar sem Vinstri
græn væru ekki með nógu mikil
áhrif. Þar að auki treysti hann
ekki Sjálfstæðisflokknum mið
að við það sem á undan væri
gengið. Þó að Andrés og Rósa
geti ekki fellt ríkisstjórnina þá
taka þau tvö atkvæði, þá þarf
aðeins tvö atkvæði til viðbótar
til að fella ríkisstjórnina. Aldrei
má þó útiloka að ef raunveruleg
hætta steðjar að ríkisstjórninni
verði þeim stillt upp við vegg
og þau spurð hvort þau vilji
í alvöru verða þess valdandi
að Katrínu Jakobsdóttur verði
úthýst úr
Stjórnar
ráðinu.
Brynjar og Ásmundur
- Líkur 50%
Brynjar
Níelsson og
Ásmundur
Friðriks
son, þing
menn
Sjálfstæðis
flokksins,
eru ekki þekktir fyrir aðdáun
sína á Vinstri grænum, langt
því frá. Hægt er að sjá fyrir sér
mál þar sem tilfinningar Vinstri
grænna ganga í berhögg við
kalda lögfræði, ef slíkt mál
tengist hælisleitendum þá gæti
komið til þess að bæði Brynjar
og Ásmundur styðji ekki ríkis
stjórnina. Flokkssvipa Sjálf
stæðisflokksins er nógu öflug
til að koma í veg fyrir að þeir
muni greiða atkvæði með van
trausti en ef þeir verða stöð
ugt í vegi fyrir Vinstri grænum
þá gæti það á endanum leitt til
stjórnarslita.
Kolbeinn og Óli
Björn – Líkur 35%
Kolbeinn Óttarsson Proppé,
þingmaður VG, og Óli
Björn Kárason, þingmaður
Sjálfstæðis flokksins, eiga það
sameiginlegt að tjá sig mikið og
oft um hin ýmsu málefni. Slíkt
er vissulega jákvætt til að skilja
þeirra viðhorf og stefnu ríkis
stjórnarinnar, en tjáningarþörf
in getur verið tvíeggja sverð ef
sjónarmið þeirra stangast á við
ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Ef
það gerist ít
rekað þá er
aldrei að
vita nema
ann
ar hvor
þeirra
yfirgefi
ríkis
stjórnina
af prinsipp
ástæðum.
Páll Magnússon –
Líkur 25%
Það er ekkert launungarmál að
Páll Magnússon, oddviti Sjálf
stæðisflokksins í Suðurkjör
dæmi, vildi verða ráðherra.
Páll lýsti því yfir að þótt hann
styddi ekki ráðherralistann þá
myndi hann samt sem áður
styðja ríkisstjórnina. Páll er 63
ára og verður því kominn á eft
irlaunaaldur í lok kjörtímabils
ins þannig að ef hann verður
ráðherra þarf það að gerast fyrr
en seinna. Ólíklegt er að Páll
fari upp á sitt einsdæmi gegn
ríkisstjórninni en ef stjórnar
þingmönnum tekur að fækka
á kjörtímabilinu
er hættulegt að
þurfa að reiða
sig á kröfuharð
an nefndarfor
mann sem
hefur
engu að
tapa.
Ásmundur Einar –
Líkur 15%
Þinglið Framsóknarflokksins
er ólíklegt til að verða til vand
ræða, allir kettir sem þurfti
að smala í flokknum yfirgáfu
hann fyrir kosningar. Eftir sitja
malandi læður og fress stútfull
af skagfirskum rjóma. Ásmund
ur Einar félagsmálaráðherra
var hins vegar einn af köttun
um sem Jóhanna talaði um
forðum, en hann yfirgaf Vinstri
græn árið 2011 og því gæti
hann tekið upp á
því aftur að yfirgefa
ríkisstjórn, er það
hins vegar ólíklegt
á meðan ekki er
stokkað upp í ráð
herraliðinu.
Katrín Jakobsdóttir
– Líkur 10%
Fjögur ár eru langur tími í
stjórnmálum og miðað við
gengi síðustu ríkisstjórna í
skoðanakönnunum fyrstu
mánuðina þá gæti ríkisstjórn
Katrínar verið komin niður í
30% fylgi fyrir næsta sumar. Ef
svo fer þá gæti bónorð Samfylk
ingar og Pírata um vinstri stjórn
undir forystu Katrínar byrjað
að heilla. Erfitt gæti gengið að
sannfæra Framsóknarflokkinn
um að koma að slíku samstarfi
og því gæti þurft að boða til
nýrra kosninga. Sporin hræða
hins vegar og þó
að Vinstri græn,
Samfylking og
Píratar mælist
samanlagt
með 75% fylgi
þá bendir
reynslan til að
fylgið verði
komið und
ir 40 pró
sentin á
kjördag.
Ung Vinstri græn -
Líkur 85%
Það þarf líklegast ekki nema
eitt vafamál tengt Sjálfstæðis
flokknum eða Framsóknar
flokknum til að ungliðar
Vinstri grænna fari í stjórnar
andstöðu. Eins og gengur og
gerist með ungliða þá eru þeir
óhræddir við hella
sér út í erfiða um
ræðu og hafa ekki
þingsætum að
tapa.
Ungir Sjálfstæðis-
menn – Líkur 25%
Ólíkt ungliðum VG þá er Sam
band ungra Sjálfstæðismanna
mun tengdara flokksforystunni
og á meðan formaður flokksins
styður ríkisstjórnina þá mun
núverandi forysta SUS gera
slíkt hið sama. Þó er möguleiki
á að skipt verði um forystu
meðal ungra Sjálfstæðis manna,
og að stuðningsmenn mikilla
skattalækkana og
þess að draga
úr umsvifum
hins opinbera
taki við.
Ari Brynjólfsson
ari@pressan.is