Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 67
Betri pizzur 3Helgarblað 1. desember 2017 KYNNINGARBLAÐ Ölverk Pizza & brugghús Ölverk Pizza & brugg-hús er einstakur veitingastaður í hveragerði sem opnaður var 28. maí í vor. einkenn- ismerki staðarins eru tvö, annars vegar framúrskarandi eldbakaðar pizzur, hins vegar sérbruggaður, íslenskur eðalbjór, þar sem jarðgufa úr nágrenninu er nýtt í fram- leiðsluferlinu – sem gerir framleiðsluferlið einstakt. eigendur Ölverks eru laufey sif lárusdóttir, elvar Þrastarson og ragnar karl gústafsson. Það er laufey sem verður fyrir svörum og nefnir hún að hópapantanir séu mjög algengar hjá þeim. „hér eru mjög oft hópar en við getum tekið á móti allt að 50 manns í einu í sérstökum sal. Það eru ýmsar séróskir um hlaðborð og þess hátt- ar og við reynum að koma til móts við allar óskir,“ segir laufey. hópapantanir fara fram með tölvupósti á net- fangið olverk@olverk.is. enn fremur er Ölverk mjög vinsæll staður hjá ferðafólki. „Það er til dæmis vinsælt að koma hingað eftir dags- ferð í reykjadal, eftir að fólk hefur tekið þar góða göngu í einstakri náttúruperlu. göngufólk af hengilssvæð- inu kemur líka oft hingað og nærir sig eftir góð- an göngudag og svo auðvitað fólkið sem hefur verið að skoða suðurlandsundirlendið.“ Pizzurnar hjá Ölverki eru 12 tommu og flokkast sem handverkspizzur. Mikil áhersla er lögð á vandað hráefni og að sneiða hjá öllum fjölda- framleiðslubrag. „ekkert er tilbúið heldur er allt unnið á staðnum frá grunni og við leggjum alúð og ást í það sem við gerum,“ segir lauf- ey. „Á staðnum starfrækjum við einnig lítið brugghús og þar eru bruggaðir hinir ýmsu bjórar sem gaman er að bragða á með pizzunum.“ Það tekur stutta stund að baka pizzurnar á hjá Ölverki en þær eru bakaðar í opn- um viðareldofni, að ítölskum sið. Öllu lengri tíma tekur að undirbúa deigið en það er kaldgerjað í heilan sólarhring. að sögn laufeyjar eru pizz- urnar léttar í maga. Meðal vinsælustu pizzanna á Ölverk er pizza númer 5 á matseðli en á henni er pepp- eróní, beikon, piparostur og gilla-sósa. Númer 6 er álíka vinsæl en á henni er ostur, beikon, döðlur og gráðostur. Nýjasta nýtt er síð- an bragðmikil og girnileg jólapizza: Tvíreykt hangikjöt með rauðkáli og sýrðum rjóma með piparrót. Með henni eru síðan paraðir bragðmiklir jólabjórar sem bruggaðir eru á staðnum. Ölverk er opið alla daga vikunnar frá 11.30. Á föstu- dögum og laugardögum er opið er til klukkan 23.00 en aðra daga er opið til klukkan 22.00. slökkt er á eldofninum klukkutíma fyrir lokun. Sjá nánar á Facebook síðunni facebook. com/olverkbrugghus/ Handgerðar pizzur, hlaðnar alúð og ást Pizzur eru farnar að leika stórt hlutverk í nýsköpun listakokksins heimsfræga, Jamies Oli- ver, en pizzur rötuðu fyrst á matseðla hans fyrir örfáum árum. Á Jamie's italian á hótel borg, sem var opn- aður um mitt síðasta sum- ar, eru pizzur ásamt pasta vinsælustu réttirnir. Jón haukur baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Jamie's italian á Íslandi, fræðir okkur örlítið um stutta en glæsta sögu pizzugerðar hjá Jamie Oliver: „Jamie's italian-staðirnir hófu fyrst rekstur í bretlandi árið 2009 en pizzur komust ekki á matseðilinn fyrr en nokkrum árum síðar, þess í stað einbeitti hann sér að pasta og öðrum hefðbundn- um ítölskum réttum, til dæmis sinni útgáfu af steikum að ítölskum sið. Á englandi eru aðeins þrír Jamie's italian- staðir með pizzur en mark- miðið er að allir staðirnir verði með pizzur innan skamms enda vinsældirnar það mikl- ar. Pizzurnar hafa hins vegar slegið svo rækilega í gegn að núna er orðin til ný Jamie Oliver keðja, Jamie's Pizzeria.“ að sögn Jóns hauks var ekki borðleggjandi að pizzur yrðu á nýja staðnum á hótel borg en íslensku rekstraraðil- arnir vissu hvað pizzur eru vinsælar á Íslandi og lögðu þunga áherslu á að þær yrðu á matseðlinum. sem er eins gott því að sögn Jóns hauks eru pizzur og pastaréttir vinsælustu réttirnir á Jamie's italian á hótel borg. Jón haukur segir okkur dálítið frá þessum pizzum sem renna svo ljúflega niður í landann og erlenda ferðamenn: „Þetta eru súrdeigspizzur og mikið af hráefninu sem við notum kemur beint frá Ítalíu, til dæmis hráskinkan, pylsur, ólífur og fleira. Þessu bland- ast íslenskt gæðahráefni, sérstaklega ostur, en hinn dýrlegi búri er helsti osturinn sem notaður er á pizzurnar. ein vinsælasta pizzan heitir „The Porkie“ en á henni er svínakjöt, svokallað pancetta, sem er ítölsk útgáfa af beikoni, pepperóní, búra- ostur og oreganó ásamt fleira góðgæti. „The Funghi“ er síðan afar vinsæl villis- veppapizza með sveppasósu, ristuðum villisveppum og búra. Þá má nefna „red rocket“ sem er meðal annars með búra-ostinum og ekta Prosciutto.“ að sögn Jóns hauks eru pizzurnar gífurlega vinsælar hjá öllum aldurshópum og á öllum tímum dags, jafnt hjá vinnandi fólki í hádegismat sem fjölskyldum að lyfta sér upp á kvöldin eða um helgar. sem fyrr segir var Jamie's italian á hótel borg opnaður síðasta sumar og að sögn Jóns hauks er aðsóknin mjög góð. erlendir ferðamenn eru vissulega áberandi en ís- lenskir matargestir eru samt í greinilegum meirihluta og hafa vinsældir staðarins meðal Íslendinga farið fram úr björtustu vonum. sjá nánar á vefsíðunni jamiesitalian.is. Pizzurnar vinsælastar JaMie's iTaliaN Á hóTel bOrg:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.