Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 16
16 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 1. desember 2017 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson Ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Ósk þjóðarinnar N ýleg skoðanakönnun opin­ beraði það sem flestir vissu reyndar fyrir, að Katrín Jakobsdóttir nýtur yfir­ burðastöðu þegar spurt er hvaða einstakling fólk vill helst sjá í stóli forsætisráðherra. Þjóðinni hefur því orðið að ósk sinni, nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum und­ ir forystu hennar. Hennar eigin flokksmenn ættu að gleðjast hvað mest, en einhver misbrestur er þó á því. Hinn nýi forsætisráðherra mun því þurfa að búa við nokkurt heim­ ilisböl en bítur eflaust á jaxlinn og huggar sig við að hafa meginþorra flokksmanna og landsmanna á sínu bandi. Merkilegt er þó að sjá enn eina ferðina hvernig vinstri menn skapa óeiningu innan eigin flokks þegar mikilvægt er að þeir standi saman. Hvernig í ósköp­ unum geta einstaklingar innan Vinstri grænna harmað að flokk­ urinn sé kominn í lykilstöðu í ís­ lenskum stjórnmálum með for­ sætisráðherra sem nýtur vinsælda og virðingar meðal þjóðarinnar? Það er vissulega skiljanlegt að innan Vinstri grænna séu menn svekktir vegna þess að ekki tókst að mynda vinstri stjórn en slíkt var einfaldlega ekki möguleiki og auk þess var engin sérstök eftirspurn eftir því hjá þjóðinni. Menn verða að sætta sig við það en ekki viðra gremju sína opinberlega og efna til úlfúðar innan eigin flokks. Hver græðir á slíku upphlaupi? Sannar­ lega ekki Vinstri græn. Það er sjálfsögð sanngirni að gefa þessari ríkisstjórn tækifæri til að sanna sig. Órólega deildin inn­ an Vinstri grænna ætti að slaka á en ekki veifa rauða spjaldinu í til­ finningaupphlaupi. Ríkisstjórnar samstarf byggist á málamiðlunum og þar verða allir að gefa eftir. Það á við þetta ríkis­ stjórnarsamstarf sem önnur. Það er þó ekki eins og Vinstri græn, Sjálf­ stæðisflokkurinn og Framsóknar­ flokkurinn geti ekki sameinast í heilindum um einstök mál. Óneit­ anlega hefðu frjálslyndir Evrópu­ menn viljað að eindrægnin væri ekki jafn mikil og hún er þegar kemur að Evrópusambandinu. Versta setning stjórnarsáttmálans hlýtur að vera þessi: „Hagsmun­ um Íslands er best borgið með því að standa áfram utan Evrópusam­ bandsins.“ Auðvitað er ekki svo, en í því máli er engin von til að ríkis­ stjórn Katrínar Jakobsdóttur sjái ljósið. Þar er hún hið argasta aft­ urhald. Ríkisstjórnin virðist ætla að vera framfarasinnaðri í öðrum málum. Hún hefur þegar gert nokkra lukku með því að heita því að afnema bókaskattinn, en sú gjörð mun efla bókaútgáfu í landinu. Ríkisstjórn­ in boðar stórsókn í menntamálum og heitir því að stórefla heilbrigð­ iskerfið. Fylgst verður með því að hún standi þar við stóru orðin. Hún er síðan líkleg til að viðhalda nauðsynlegum stöðugleika. Það virðist komið undir Vinstri grænum hversu langlíf þessi ríkis­ stjórn verður. Þar á bæ ættu menn að hafa í huga örlög Bjartrar framtíðar sem tortímdi sjálfri sér þegar hún sleit fyrirvaralaust ríkisstjórnar samstarfi. Dugnaðar­ forkurinn Jóhanna Sigurðardóttir talaði á sínum tíma um villikettina í Vinstri grænum sem erfitt var að eiga við. Þeir eru enn á stjái en hversu margir og fyrirferðarmiklir á eftir að koma í ljós. n Baráttumál Lilju í höfn Lilja Alfreðsdóttir er nýr mennta­ málaráðherra og líkleg til að verða jafn farsæl í því starfi og hún var í starfi utanríkisráð­ herra. Lilju var mjög hrós­ að þegar hún tilkynnti fyrir ekki ýkja löngu að hún hygð­ ist beita sér fyrir því að virð­ isaukaskattur af bókum yrði afnuminn. Víst er að hinn nýi forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, hefur verið mikill stuðningsmaður þess að það yrði gert. Það kemur því ekki á óvart að í stjórnarsátt­ málanum er klausa þess efnis að virðisaukaskattur af bók­ um verði afnuminn. Stjórn­ málamenn standa ekki við allt sem þeir lofa en þetta er loforð sem er næsta öruggt að verði uppfyllt, bókaútgefendum og bókaunnendum þessa lands til sannrar gleði. Sviðsetning Loga Logi Einarsson, formaður Sam­ fylkingarinnar, er gefinn fyr­ ir sviðsetningu, eins og sýndi sig í fréttatíma Stöðvar 2 síð­ astliðið miðvikudagskvöld. Heimir Már Pétursson spjallaði við hann í þinghúsinu þar sem Logi sagði að hugmyndir nýrr­ ar ríkisstjórnar um skattalækk­ un myndu ekki gagnast þeim tekjulægstu heldur þeim tekju­ hæstu. Til að skýra mál sitt var Logi búinn að setja á borð hangikjöt og tvær appelsín­ dósir og sagði að þetta fengju þeir tekjulægri gengju hug­ myndirnar eftir. Á öðru borði var búið að koma fyrir alls kyns krásum, hangikjöti, rauðvíni, sælgæti, ostum og öðru góð­ gæti, sem samsvara átti þeirri búbót sem ríkisstjórnin væri að færa þeim efnameiri. Ekki fylgdi sögunni hver hefði borg­ að þessar kræsingar, en varla var það Stöð 2. Líklegra er að Samfylkingin hafi tekið upp budduna. Ekki er svo vitað hvað varð um matinn eftir að fréttaliðið hvarf af vettvangi, hvort Samfylkingin settist að snæðingi eða lét Fjölskyldu­ hjálpina njóta, eins og hefði verið vel við hæfi. Það sem við erum að setja fram er neyðarkall. Ég heyri grátinn, skynja sársaukann á bak við hann og kvíðann fyrir jólunum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir um baráttuna gegn kynferðisofbeldi – RÚV Inga Sæland um fátækt Myndin Ráherra utan þings Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók í gær við embætti umhverfisráðherra, utan þings, af hálfu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar. Mynd SIgtRygguR ARI „Hvernig í ósköpunum geta einstaklingar innan Vinstri grænna harmað það að flokkurinn sé kominn í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum með forsætisráðherra sem nýtur vinsælda og virðingar meðal þjóðarinnar? Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is M y n d S Ig tR y g g u R A R I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.