Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 25
fólk - viðtal 25Helgarblað 1. desember 2017 námsefnið í menntaskólanum. Ég hafði ekki mikinn áhuga á náminu og gekk ekkert sérstaklega vel.“ Hann segist ekki hafa verið vandræðaunglingur en lent iðu- lega í slagsmálum. „Ég slóst mikið sem unglingur þótt ég hafi ekki endilega leitað slagsmál uppi. Í dag þoli ég ekki ofbeldi. Ég próf- aði líka flest sem ég sá í Bruce Lee- myndunum, bæði á systur minni og vinum mínum.“ Virkilega smeykur í hruninu Um tíma vann Jón Viðar á skemmtistaðnum Vegamótum, sem glasabarn og seinna sem dyravörður. En árið 2005, skömmu eftir að hann hætti í MK, hóf hann störf í afleysingum sem lögreglu- maður. Var það æskudraumur þinn að verða lögga? „Alls ekki. Ég var að ganga í menntaskólann einn kaldan vetrar morgun þegar ég leit inn í lögreglubíl. Ég sá hvað lögreglu- þjónarnir höfðu það gott og mig langaði til að vera þar. Seinna dró Gunnar Scheving, félagi minn, mig inn í þetta.“ Lögreglustarfið átti vel við Jón Viðar og árið 2007 innritaði hann sig í Lögregluskólann. Hann hafði mikinn áhuga á að komast í sérsveit ríkislögreglustjóra og skráði sig sér- staklega í það inntökuferli sem er mjög eftirsótt og fáir komast að. Árið 2008 lauk hann inntökuferlinu. „Þá skall hrunið á og enginn peningur til hjá lögreglunni. Sérsveitin gat því ekki ráðið fleiri inn og ég starfaði áfram hjá almennu lögreglunni en æfði með sérsveitinni.“ Jón Viðar segir hrunið og óeirð- irnar í kringum það hafa verið mjög erfiðan tíma og að álagið hafi verið gríðarlegt. Hann tók þátt í því að verja Alþingishúsið þegar hasarinn var hvað mestur. „Í tvö eða þrjú skipti var ég virkilega smeykur. Þarna var margt fólk og í byrjun vorum við fáliðaðir. Í eitt skipti fékk ég skilti í höfuðið og fékk stærðar kúlu. Þegar á leið varð lögreglan skipulagðari og þá gekk þetta betur og maður var öruggari. Oftast stóð- um við kyrrir og fengum aðeins yfir okkur skyr og öskur. En maður gat búist við hverju sem var.“ Hann seg- ir að tilfinningarnar á þessum tíma hafi verið blendnar. „Ég var líka fúll út í ríkisstjórnina en við þurftum að vinna vinnuna okkar. Það er gott að fólk mótmæli ef það er ekki sátt, en ég kann ekki við að það sé gert á of- beldisfullan hátt.“ Þurfti aldrei að beita kylfu eða piparúða Lögreglustarfið var bæði gefandi og erfitt að mati Jóns Viðars. Best fannst honum að geta hjálpað fólki. „Ég hafði minni áhuga á inn- brotum, fíkniefnamálum og slíku. Mest fannst mér spennandi ef það voru slagsmál sem ég gat kom- ið að og leyst úr eða ef fólk var í hættu eða leið illa. Að hnoða lífi í fólk og sjá raunverulegan árang- ur var virkilega gefandi.“ Hann segist margoft hafa þurft að beita ýmsum tökum sem hann kunni úr ISR- handtökukerfinu sem hann lærði í Miami árið 2006. „Ég þoli ekki ofbeldi en þegar við komum að slagsmálum kom spenna í mig. Mig langaði til að hjálpa og nota það sem ég kunni til þess.“ Á þeim sex árum sem Jón Viðar starfaði sem lögreglumaður beitti hann aldrei kylfu og aldrei piparúða. „Ég notaði alltaf tök sem ég kunni og slasaði aldrei neinn. Ég er virki- lega ánægður með þann árangur.“ Jón Viðar segir að nauðsyn- legt sé að kunna réttu tökin í lög- reglunni. Fyrir fjórum árum kom upp mál þar sem lögreglumaður beitti svokallaðri „norskri aðferð“ gegn konu í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglumaðurinn var í kjölfarið dæmdur fyrir líkamsárás. „Það er til mikið af vitleysu í bardaga- íþróttum en einnig ákveðin tök sem eru bæði örugg fyrir lögreglu- manninn og þann sem er beittur þeim. Það yrði fáránlegt að taka einhvern sem á kannski erfiðan dag og rífa hann úr axlarlið og brjóta á honum hnéð. Fólk getur glímt við slíkt í mörg ár. Ég er ekki hrifinn af norska handtökukerf- inu. Þessi maður var bara að nota eitthvert tak sem hann lærði en það er óöruggt og getur hæglega valdið slysi. Átök eru alltaf mjög óútreiknanleg og því skipta réttu tökin og rétt þjálfun miklu máli.“ Erfiðast að tala við ættingja látinna Eins og gefur að skilja komu upp mörg erfið mál á útkallsdeildinni þar sem Jón Viðar starfaði. Til dæmis þegar hann kom að ungu látnu fólki. „En það fólk var farið. Að þurfa að tala við ættingja látinna var miklu erfiðara. Að sjá sorgina og heyra öskrin.“ Þá kom hann einnig oft að fólki sem var á virkilega vondum stað í lífinu. „Ég man sérstaklega eftir einu máli sem mér varð hreinlega óglatt af. Þá komum við að stúlku sem leið illa og var búin að vera að skera sig. Við reyndum að tala við hana en hún grúfði sig fram með hárið lafandi eins og í einhverri hryll- ingsmynd, með fingurna ofan í stórum skurðum á hendinni að deyfa sínar andlegu kvalir með líkamlegum. Ég fór að hugsa um hversu illa fólki gæti liðið, ég hef aldrei kynnst neinu í líkingu við þetta.“ Hann segist ekki hafa þurft að leita sér sálfræðilegrar að- stoðar eftir útköll eins og margir. „ Sumir lögreglumenn hafa brotn- að algjörlega niður. Þetta getur orðið of mikið og ef fólk nær ekki að tala um þetta við neinn getur þetta bugað mann. Ég held að ég sjálfur hafi náð að byggja upp einhverja skel gagnvart þessu og kúplað mig út á réttum tíma.“ Árið 2011 bauðst Jóni Viðari loksins staða hjá sérsveitinni en þá var íþróttafélagið Mjölnir, sem hann stýrði í hlutastarfi, að stækka mjög hratt. „Ég þurfti að velja á milli. Mig dauðlangaði til að verða sér- sveitarmaður en Mjölnir var eins og barnið mitt. Ég gat ekki farið frá því.“ Jón Viðar hætti hjá lög- reglunni og rekstur Mjölnis varð hans aðalstarf. Vildi í UFC Íþróttafélagið Mjölnir var stofnað út frá Þórshamri og SBG Iceland árið 2005. Jón Viðar og Gunnar Nelson voru meðal níu stofn- félaga en þeir eru ekki allir lengur í félaginu. Verkefnið var metnaðar- fullt og Jón Viðar setti sér strax háleit markmið. „Ég ætlaði að gera þetta að stærsta bardaga- klúbbi Íslands, sem tókst. Síðan að stærsta bardagaklúbbi Evrópu, sem tókst líka.“ Iðkendunum fjölg- aði hratt og þar skipti góð mark- aðssetning sköpum og hún var ekki bundin við Ísland. „Ég klippti myndbönd allar nætur til að sýna fólki eitthvað nýtt og ferskt frá Ís- landi. Maður lærði að ná til fólks og gera þetta spennandi. Svo fór Gunni að gera mjög góða hluti og var mikið í fjölmiðlum.“ Takmarkið hjá Jóni Viðari var að feta sömu slóð og Gunnar. „Planið var alltaf að keppa í MMA. Ég keppti mikið, bæði í karate og glímu á árunum 1996 til 2007. En á einni æfingu var mér kastað illa, ég lenti á olnboganum og fór úr axlar lið. Nákvæmlega það sama kom fyrir hina öxlina nokkrum árum seinna og þá sneri ég mér alfarið að þjálfun og rekstri Mjöln- is.“ Jón Viðar segir að samstarfið við Conor McGregor hafi gert sitt til að vekja athygli á Mjölni. Hann hafi þó ekki verið nein stjarna þegar þeir hittust fyrst. „Þegar hann kom hingað fyrst átti hann ekki bót fyrir boruna á sér. Hann bjó uppi á háaloftinu hjá mér og ég þurfti að lána honum fyrir samloku. Í fyrstu tvö skiptin var hann bara að æfa og djamma með okkur. En í þriðja skiptið sem hann kom hingað var hann orðinn nokkuð stórt nafn. Conor er allt annar maður þegar hann er fyrir framan myndavélarnar. Sem manneskja er hann viðkunnan- legur og auðmjúkur. Þegar hann er að búa til peninga rífur hann kjaft við alla, af því að hann er góður í því og er fyndinn.“ Hafnaði Jóni stóra Vöxtur Mjölnis hefur verið lygi- lega hraður undanfarin tólf ár. Árið 2011 flutti félagið frá Mýrar- götu í Loftkastalann og þá var bætt við svokölluðu Víkinga- þreki inn í dagskrána. Þá tvöfald- aðist iðkenda fjöldinn úr á þriðja hundrað í sjötta hundrað. Í dag eru iðkendur komnir yfir 2.000 manns. Aðspurður hvort Mjölnir sé tískufyrirbæri segir Jón Viðar: „Fólki fannst við töff, bæði fyrir það sem við gerðum og fyrir hvað við stóðum. Við seldum mörg þúsund boli og hettupeysur.“ Jón Viðar minnist sérstaklega eins atviks þegar hann var enn starfandi lögreglumaður. „Við vor- um kallaðir út vegna vopnaðs ráns í 10-11 og þegar ég handtók ræn- ingjann sá ég að hann var klædd- ur í Mjölnis-peysu. Ég varð svo reiður að ég reif hann úr peysunni og æpti á hann. En svo þurfti að taka myndir af honum til að bera saman við öryggismyndavélarn- ar og þá þurfti ég að klæða hann aftur í peysuna. Það var ömur- legt.“ Jón Viðar segir að hann „Að þurfa að tala við ættingja látinna var miklu erfiðara. Að sjá sorgina og heyra öskrin.„Ég man sérstaklega eftir einu máli sem mér varð hreinlega óglatt af Hrunið „Í tvö eða þrjú skipti var ég virki- lega smeykur. Þarna var margt fólk og í byrjun vorum við fáliðaðir“ Mynd SigtryggUr Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.