Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 40
40 menning Helgarblað 1. desember 2017 „Tekið er á alvöru málefnum á tungu- máli sem áhorfendur á öll- um aldri geta skilið. P ixar hafði tekið við keflinu af Disney sem leiðandi framleiðandi teiknimynda í heiminum þar til stjór- ar Disney drógu fram veskið og keyptu Pixar fyrir röskum áratug. Margir hafa sagt að með kaup- unum hafi Disney að einhverju leyti dregið tennurnar úr Pixar og framleiddar hafi verið of margar framhaldsmyndir með þekktum stærðum. Myndir eins og Coco sýna þó að kjarkurinn og sköp- unargleðin er enn til staðar. Ættarsaga frá Mexíkó Coco er fjölskyldusaga sem ger- ist á ónefndum stað í Mexíkó á þekktustu hátíð landsins, degi hinna dauðu. Dagur hinna dauðu hefst 31. október líkt og hrekkja- vaka og margir halda að þetta séu í raun svipaðar hátíðir. Hin mexíkóska hátíð stendur hins vegar yfir í nokkra daga og þó að hauskúpur og annað dauðaskraut sé vel sýnilegt þá er aðalinntak hátíðarinnar samvera með fjöl- skyldunni, bæði lifandi meðlim- um og látnum. Í myndinni fylgjumst við með hinum tólf ára Miguel sem vill verða tónlistarmaður og lítur upp til eins frægasta söngvara lands- ins, Ernesto De La Cruz, sem lést á fimmta áratug síðustu aldar. Fjöl- skylda Miguels hefur hins vegar verið mjög andsnúin tónlist síð- an langafi hans yfirgaf langömmu hans og dóttur þeirra, Coco, fyrir frama í tónlist. Síðan þá hefur öll ættin snúið sér að skósmíði og ákveðið er að Miguel framlengi þá arfleið. Þegar Miguel kemst að því að langafi hans var hinn eini sanni De La Cruz strýkur hann frá fjöl- skyldu sinni til að taka þátt í tón- listarkeppni en fyrir slysni ferðast hann yfir í heim hinna dauðu. Þar hittir hann látna ættingja sína og kemst að sannleikanum um upp- runa sinn. Dauðinn smekklega afgreiddur Einn helsti styrkur teiknimynda frá Pixar hefur alltaf verið hversu djúpar þær eru og Coco er mögu- lega sú dýpsta af þeim öllum. Tek- ið er á alvöru málefnum á tungu- máli sem áhorfendur á öllum aldri geta skilið. Þess vegna hafa Pixar- myndir verið mun vinsælli hjá fullorðnu fólki en flestar aðrar teiknimyndir. Í Coco er fjallað um hluti eins og dauðann, djúpa eft- irsjá, öldrun og blákalt morð en á þann máta að foreldrar ættu ekki að veigra sér við að leyfa börn- um sínum að sjá hana. Þetta er ekki ljót mynd heldur þvert á móti mjög hjartnæm og litadýrðin er slík að áhorfandinn gapir. Á tímum samfélagsmiðla er vandasamt verk að draga fram þjóðarímyndir án þess að falla í gryfju staðalímynda, sérstak- lega í teiknimyndum. Sagan hefur sýnt það. Hér er hins vegar helstu þjóðareinkennum Mexíkó hamp- að á smekklegan hátt. Tónlistinni, litadýrðinni og mikilvægi fjöl- skyldunnar sem er meginstefið. Einn helsti gallinn við Coco er sú ákvörðun að sýna Olaf's Frozen Adventure á undan henni í kvik- myndahúsum. Hún er sennilega væmnasta og langdregnasta stutt- mynd (þið lásuð rétt) sem um get- ur. En veikleiki myndarinnar Coco er helst sá að söguþráðurinn sjálf- ur er nokkuð fyrirsjáanlegur. Full- orðið fólk og sjálfsagt mörg börn líka geta séð nokkra leiki fram í tí- mann. Niðurstaða Coco er góð mynd, sennilega með þeim allra bestu frá Pixar. En liðinn er sá tími þegar fólk á öll- um aldri beið með eftirvæntingu eftir nýjustu afurð fyrirtækisins. Þetta er samt í raun frekar dæmig- erð Pixar-mynd þótt umfjöllunar- efnið sé óvenjulegt. Hún er smekk- leg, vönduð og laus við allan aulahúmor. Varla þarf að nefna það að hún er óaðfinnanlega unn- in tæknilega séð og sannkölluð veisla fyrir augað. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kvikmynd Coco Leikstjóri: Lee Unkrich og Adrian Molina. Raddir: Anthony Gonzalez, Gael García Bernal, Benjamin Bratt, og fleiri. Handrit: Lee Unkrich, Jason Katz og fleiri. Hinn litríki dauði Coco Ferðast um heim hinna dauðu. D aglega brjóta stjórnvöld víða um heim á mann- réttindum borgara sinna: lögregluofbeldi, skerðing tjáningarfrelsis, þvingaður brott- flutningur, kúgun jaðarhópa og svo framvegis og svo framvegis. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort og hvernig maður getur gert gagn í baráttunni gegn mann- réttindabrotum, og stundum sér maður ekki að ein rödd skipti nokkru máli. Að myndgera valdið sem hvert og eitt okkar hefur, að sýna sam- takamátt fjöldans á sjónræn- an hátt, er markmið venesúelska listamannsins Jaime Reyes, en hann hefur hannað nýtt gagnvirkt ljóslistaverk, kertaljós sem varp- að verður upp á Hallgrímskirkju næstu daga með tveimur gríðar- lega kraftmiklum skjávörpum. Verkið er hluti af árlegu bréfa- maraþoni Amnesty International en í ár beina samtökin sjónum sínum að 10 málum einstaklinga og hópa sem brotið hefur verið á. Fólk er beðið um að skrifa und- ir bréf sem eru bæði hugsuð sem táknrænn stuðningur við þá sem brotið er á, sem og þrýstingur á stjórnvöld um að vinna að umbót- um. Það kann að vera auðvelt fyr- ir stjórnvöld að hunsa eitt bréf en öllu erfiðara að líta undan þegar milljónir slíkra bréfa berast. Bréfamaraþonið fer fram víða um land og á vefsíðu Amnesty, en þar að auki geta vegfarend- ur skrifað nafn sitt og kennitölu á þar til gerðar spjaldtölvur sem verða við Hallgrímskirkju, en með því munu þeir virkja hluta af lista- verki Reyes. „Við höfum skapað þetta verk en það vantar enn þá það mikil- vægasta, fólkið sem hefur áhrif á það. Verkið er gagnvirkt og lýsist aðeins upp ef fólk á í samskiptum við það. Aðalmyndin á kirkjunni er kerti, en til þess að halda log- anum lifandi og gera hann stærri þarf fólk að skrifa undir. Vonandi hjálpar þetta fólki að sjá hversu miklu hver einstaklingur get- ur áorkað, hversu valdamikil við erum þegar við vinnum saman – það er ekki alltaf hægt að reiða sig á stjórnvöld eða einhvern frelsara. Við viljum ekki að loginn dofni, heldur halda honum lifandi,“ út- skýrir Reyes. Hann segir umræðu um mann- réttindi hvíla þungt á honum um þessar mundir enda fótumtroði stjórnvöld í hans eigin heimalandi réttindi borgara í síauknum mæli. „Venesúela er að ganga í gegn- um mjög erfiða tíma pólitískt séð. Fólk er fangelsað fyrir að gagn- rýna stjórnvöld og mótmæla frið- samlega – og það er farið mjög illa með fólk í fangelsunum. Fyrir utan landsteinana vita fæstir hvað er í gangi,“ segir Reyes. Hann segir að þetta hafi haft áhrif á þá ákvörðun hans að flytja Svíþjóðar, en þar hefur hann búið undanfarin tvö ár. „Að vissu leyti fannst mér hættan vera orðin of mikil í Venesúela.“ n Undirskriftirnar lýsa upp skammdegið Venesúelski listamaðurinn Jaime Reyes hefur hannað gagnvirkt ljósaverk fyrir bréfamaraþon Amnesty International Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Kirkjan er striginn“ Þegar ljósmyndara bar að garði var Jaime Reyes að undirbúa gagnvirkt ljóslistaverk sem varpað verður upp á Hallgríms- kirkju ásamt félaga sínum Leo Esteves. MyND bRyNJa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.