Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 51
Vikublað 1. desember 2017 3 Höfuðborgin okkar er í stöð-ugum vexti en á þessum myndum má sjá hversu gríðarlegar breytingar hafa orðið, ekki bara á borgarumhverfinu, heldur einnig á lifnaðarháttum og lífsstíl landsmanna frá því þessar myndir voru festar á filmu fyrir rúmlega hálfri öld. Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp bragga- herbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishús- um fyrir íbúana. Helstu bragga- hverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarnes- kampur. Sigfríð Maggý Breiðfjörð deildi þessum mögnuðu myndum af braggalífinu í Reykjavík í Face- book-hóp sem heitir Gamlar ljósmyndir og gaf Birtu góðfúslegt leyfi til að deila þeim með lesend- um. Á myndunum má einnig sjá daglegt líf í bragga Fæðiskaup- endafélags Reykjavíkur sem opnaði samvinnumötuneyti árið 1946 í Kamp Knox. Vinsældir Fæðiskaup- endafélagsins voru miklar en þar komu saman menn af öllum stétt- um til að gæða sér á mat sem þótti betri, fjölbreyttari og ódýrari en á venjulegum matsölustöðum. margret@dv.is Mögnuð myndasyrpa af lífinu í Reykjavík um miðja síðustu öld Einu sinni var Á þessari merkilegu loftmynd virðist rétt búið að leggja grunn að Hallgrímskirkju, Iðnskólinn ekki risinn og Landspítalahúsið einmanalegt á stórri lóð. Það má gefa sér góðan tíma í að skoða þessa skemmtilegu mynd. BEðið Eftir matartíma Í Fæðiskaupendafélaginu komu saman menn af öllum stéttum til að fá sér í svanginn. Hér sitja nokkr- ir vel klæddir herramenn og tefla meðan beðið er eftir matnum en smátt og smátt varð Fæðiskaupendafélagið að mjög vinsælum samkomustað í borginni. víðimElur í mótun R 118 Ford Junior fólksbifreið á ómalbikuðum Víðimel. Samkvæmt bílabókinni sem kom út árið 1945 var eigandi þessarar sjálfrennireiðar maður að nafni Karl Schram. íslEnsk kjötsúpa? Unga konan sem stendur við súpupottinn og skenkir mjólk í glas heitir Sigurbjörg samkvæmt heimildarmanni. Auðvelt er að álykta að hún hafi dreg- ið að sér einhverja aðdáendur í mat hjá Fæðiskaupendafélaginu enda afburða lagleg. moldarsvað Stóra húsið fyrir miðju er Háteigsvegur númer 50. Fyrir aftan glittir í turn Stýrimannaskólans. stjórnarmEnn Stjórn Fæðiskaupendafélagsins skipuðu þeir Páll Helgason, framkvæmdastjóri og formaður, Guðmundur Sigtryggsson ritari og Gunnar Össurarson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru þeir Jón Levi Jónsson og Sigurður Sveinsson frá Hvítsstöðum. Hvort þeir eru allir samankomnir á þessari mynd vitum við ekki fyrir víst. Börn að lEik Í hverjum bragga bjuggu oftast fleiri en ein fjölskylda. Oftast ungt fólk með börn og því var braggalífið oft mjög líflegt. Hátíð í Bæ Sjómannadagurinn á Skólavörðuholti árið 1938. annar heimur í 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.