Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 52
Vikublað 1. desember 2017 4 Inn lit Íbúar Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, 41 árs, Karl Olgeirsson, 45 ára, Lára Björk Hall, 8 ára, og Fróði Karlsson, 17 ára. stærð 100 fermetar, 4 herbergi staður Mávahlíð byggingarár 1946 Við Kalli erum búin að vera í fjögur ár í sambúð. Við höfðum reyndar bæði búið erlendis áður en við rugluðum saman reytum svo það var ekkert mikið vesen með húsgögnin eins og oft vill verða þegar fólk byrjar að búa saman á fullorðinsárum,“ segir Sigga Eyrún söng- og leikkona sem kynntist sambýlismanni sínum, Karli Olgeirssyni, í gegnum tón- listina fyrir rúmlega fjórum árum. „Við fluttum hingað í Mávahlíð- ina fyrir um það bil tveimur árum og kunnum mjög vel við okkur í þessu hverfi. Kalli ólst upp hérna en sjálf hef ég búið hér meira eða minna öll mín fullorðinsár, það er að segja þegar ég hef ekki búið í öðrum löndum.“ Hvernig kom það til að þið fóruð að búa saman? „Hann var píanóleikari í tónleikaröð sem ég og nokkrir listamenn stóðum að saman. Tón- leikana kölluðum við Ef lífið væri söngleikur og við fluttum þá bæði í Salnum í Kópavogi og fórum á tón- leikaferð um landið. Svo var þetta svona eins og gengur, eitt leiddi af öðru og eftir hálft ár vorum við byrjuð að búa saman,“ segir Sigga. Spurð að því hvað henni þyki skipta miklu máli á heimilinu segir hún að kósíheit séu ofarlega á blaði. „Ég vil til dæmis hafa huggulegt og notalegt í kringum mig og drasl truflar mig til dæmis ekki svo mik- ið ef umhverfið er kósí. Ef dóttir mín hefur til dæmis skilið eftir dót á stofugólfinu þá finnst mér það kannski bara kósí þótt sumir myndu kannski upplifa það sem drasl. Ég er sem sagt mikið fyrir þetta sem Danir kalla „hygge“ en þar bjó ég jú sem barn. Svo hef ég líka búið í Toronto í Kanada og þar er einnig mikið lagt upp úr nota- legheitum, enda kalt land eins og Ísland. Hér á norðurslóðum erum við meira fyrir kertaljós, viðar- húsgögn, teppi og stóra notalega sófa enda á það vel við þegar kaldir vindar blása úti meira eða minna allt árið.“ Talandi um kalda vinda. Sambýl- ingarnir Sigga Eyrún og Kalli stefna á að halda notalega jólatónleika í Iðnó þann 17. desember og aftur þann 20. í Seljakirkju. „Við ætlum að spila gömul og ný jólalög, bæði á ensku og íslensku. Kalla fram lágstemmdan og notalegan jólaanda sem ætti að koma öllum, bæði ung- um og öldnum í jólagírinn,“ segir Sigga Eyrún að lokum. margret@dv.is Sigga og Kalli vilja hafa það KóSí„Svo var þetta svona eins og gengur, eitt leiddi af öðru og eftir hálft ár vorum við byrjuð að búa saman. raggi bjarna Hér má sjá nýút- komna plötu með Karli, Orgeltríói og Ragga Bjarna þar sem þeir flytja frumsamin lög og ábreiður af nýlegum popp- lögum, til dæm- is með Pink, Björk, GusGus og fleiri skemmtilegum listamönnum. „Þessi er alveg tilvalin í jólapakkann. Fæst bæði sem geisladiskur og vínylplata,“ segir Sigga hvetjandi. sigga og skuggi Í sófanum „Þennan sófa keyptum við Kalli í Húsgagnahöllinni þegar við fluttum hingað. Ætli þetta sé ekki fyrsta sameiginlega húsgangið sem við keyptum okkur. Borðið keyptum við af nágrönnum okkar en lampann fékk Kalli hjá foreldrum sínum. Plönturnar í glugganum vaxa ótrúlega vel í þessari íbúð. Hún er eins og gróðurhús. Ég var að minnsta kosti ekki með græna fingur fyrr en ég flutti hingað.“ Myndir Sigtryggur Ari Innlit til tónlistarpars í Mávahlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.