Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 56
Vikublað 1. desember 2017 8 Hún heitir Ásdís og hún er ljón. Dæmigert ljón. Íburðarmikið ljón sem elskar athygli, sviðsljósið, glamúr og glys. Sjálfsörugg, skapandi og kraft- mikil glamúrsprengja sem hefur alltaf kunnað að bjarga sér og fylgja draumum sínum eftir en þessir eiginleikar hafa meðal annars veitt henni frásagnarverða og viðburða- ríka ævi í þau tæp fjörtíu ár sem hún hefur verið til. Ásdís Rán Gunnarsdóttir leit dagsins ljós á Egilsstöðum þann 12. ágúst árið 1979, sama ár og hljómsveitin Queen sendi frá sér lagið „Don't Stop Me Now“. Svo- lítið táknrænt. Foreldrar hennar, Gunnar Vignisson, útibússtjóri Íslandsbanka á Egilsstöðum, og Eygló Gunnþórsdóttir myndlist- arkona skildu þegar Ásdís var rétt um tveggja ára og fyrstu æviárin flæktist sú stutta milli Egilsstaða, Reykjavíkur og Hornafjarðar. Þrettán ára mætti svo unglingurinn alfarið á mölina með mömmu sinni og litlu systur, Hrefnu Sif, sem er níu árum yngri en Ásdís. Skapandi kynbomba sem væri örugg- lega greind með lesblindu í dag Mæðgurnar þrjár fluttu á milli nokkurra íbúða í Bakkahverfinu í Breiðholti en bjuggu lengst af í Dvergabakka. Ásdís gekk í Breiðholtsskóla og segist hafa verið óttalegur villingur eins og algengt var með Breiðholtskrakka á þessum árum, lyklabörnin svokölluðu. Hún stóð sig þó þokkalega í námi, var best í listnámi og öðrum skapandi greinum en lélegust í stafsetningu. „Ég hef reyndar aldrei verið greind með lesblindu enda þekktist ekkert svoleiðis á þeim árum þegar ég var að alast upp. Ég er hins vegar nokkuð viss um að ég fengi þessa greiningu ef hún væri gerð á mér í dag,“ segir Ásdís og brosir milt þar sem hún situr vel til höfð á móti blaðamanni Birtu á nýlegu kaffihúsi við Hlemm. Hún er í hvítri, þröngri peysu úr angora ullarefni, með fíngerða skartgripi úr gulli og vel snyrtar neglur í gylltum og svörtum lit. Við hlið hennar í sófanum stendur lítil svört og gyllt taska frá Louis Vuitton. Förðunin er klassísk; fölbleikt gloss á þrýstnum vörum og svartur „eye liner“. Í raun er hún eins og bomba klippt út úr blaði síðan sirka 1960. Hún gæti verið dóttir Pamelu Andersson. Barnabarn Marilyn Monroe, Jane Mansfield eða Mamie Van Doren. 100 prósent kynbomba af gamla skólanum. Fór að heiman fimmtán ára Ásdís var ein af þessum stelpum sem gátu ekki beðið eftir því að fá að ráða sér sjálfar. Um leið og grunnskólanum lauk sagði hún skilið við neðra Breiðholtið, vinkaði bless og flutti beinustu leið í mið- borgina, þá aðeins fimmtán ára. Hún leigði sér litla íbúð og skráði „Ég var ekkert ofsalega ánægð með mig“ Ásdís Rán segir frá því hvernig hún flutti fimmtán ára að heiman, fór að vinna á börum í miðbænum, varð móðir sautján ára og landsþekkt kynbomba fyrir tvítugt. Hún talar einnig um sjálfskoðun og áfallastreitu sem varð til þess að hún settist niður og skrifaði sjálfshjálpar og lífsstílsbók fyrir konur. Margrét H. gústaVsdóttir margret@dv.is „Ætli ég sé ekki bara síðasta íslenska glamúrmódelið M yn d B ry n ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.