Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 43
menning - SJÓNVARP 43Helgarblað 1. desember 2017 RÚV Stöð 2 Sjónvarp Símans Skáklandið dv.is/blogg/skaklandid Laugardagur 2. desember 07.00 KrakkaRÚV 07.01 Kalli og Lóa (1:26) 07.15 Lundaklettur (32:39) 07.22 Vinabær Danna tígurs (1:40) 07.33 Húrra fyrir Kela 07.56 Símon (26:52) 08.00 Molang (47:52) 08.05 Með afa í vasanum 08.16 Ernest og Célestine 08.30 Hvolpasveitin (19:26) 08.53 Ronja ræningjadóttir 09.16 Alvin og íkornarnir 09.27 Hrói Höttur (19:52) 09.38 Skógargengið (26:52) 09.50 Litli prinsinn (20:26) 10.13 Flink 10.20 Útsvar (11:14) 11.30 Vikan með Gísla Marteini (8:11) 12.10 Einfalt með Nigellu 12.40 Landakort 12.50 Rússland - Túnis 14.40 Venjulegt brjálæði – Máttur andanna 15.20 Morgan Freeman: Saga guðstrúar (4:6) 16.10 Leitin að ást í netheimum 17.05 Heimsleikarnir í CrossFit 2017 (3:8) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Krakkafréttir vikunnar 18.20 Kioka (10:26) 18.25 Jóladagatalið: Snæ- holt (2:24) (Snøfall) Nýtt jóladagatal talsett á íslensku. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá nágrannakonu sinni, en hún er bæði ströng og leiðinleg. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp. 18.54 Lottó (48:52) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Fjörskyldan (6:7) Nýr fjölskyldu- og skemmti- þáttur í umsjón Jóns Jónssonar þar sem hann fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vil- hjálmur Siggeirsson. 20.25 Hinn eini sanni (My One and Only) Gam- anmynd með Renée Zellweger og Kevin Bacon í aðalhlutverk- um. Anne er orðin leið á framhjáhaldi eiginmannsins og ákveður að pakka saman eigum sínum og halda í ferðalag um gervöll Bandaríkin í leit að nýjum manni sem getur framfleytt henni og sonum hennar tveimur. Það reynist þó ekki eins auðvelt og hún hélt í fyrstu. 22.20 Bíóást – Black Swan 00.15 Nakinn meðal úlfa 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Með afa (13:100) 07:55 Gulla og grænjaxl- arnir 08:05 Nilli Hólmgeirsson 08:20 Billi Blikk 08:35 Dóra og vinir 09:00 Dagur Diðrik (9:20) 09:25 Mæja býfluga 09:40 Víkingurinn Viggó 09:55 Beware the Batman Spennandi þættir um Batman. 10:20 Víkingurinn Viggó 10:35 Friends (4:24) 11:00 Loonatics Unleashed 11:25 Ævintýri Tinna 12:20 Víglínan (40:60) 13:05 Bold and the Beautiful 14:50 Aðventan með Völu Matt (1:4) 15:20 The Great Christmas Light Fight (2:6) 16:05 Leitin að upprunanum 16:45 Um land allt (6:9) 17:20 Lóa Pind: Snapparar 18:00 Sjáðu (522:550) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn ( 19:15 Lottó 19:20 Top 20 Funniest 20:05 Christmas Confessions 21:45 Like.Share.Follow Sálfræðitryllir um Garret, ungan Youtube-ara sem er að skapa sér nafn á netinu og eignast í kjölfarið ofuráhugasaman að- dáanda. Hann stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort það að hleypa fólki svona nálægt sér á netinu sé í raun verið að bjóða hættunni heim. 23:35 The Portrait of a Lady Áhrifamikil og róm- antísk mynd frá 1996 með Nicole Kidman og John Malkovich. Isabel Archer er á undan sinni samtíð og storkar ríkjandi gildum. Hún fer í ferðalag um Evrópu og lendir þar í klónum á Madame Merle og Gilbert Osmond sem ákveða að hagnast á þessari ungu og saklausu konu. 02:00 Warcraft Spennu og ævintýramynd frá 2016 sem er byggð á sam- nefndri tölvuleikjaseríu sem notið hefur gríðar- legra vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn, Warcraft: Orcs and Humans, kom út árið 1994. Í myndinni er sagan sögð frá byrjun. Friðurinn er rofinn í landinu Azeroth þar sem menn hafa völdin þegar stríðsmenn orca frá Draenor ráðast til inngöngu í leit að nýjum heimkynnum því Draenor er smám saman að verða óbyggilegt fyrir þá. 04:00 Trainwreck 06:00 Sjáðu (522:550) 06:00 Síminn + Spotify 08:00 Everybody Loves Raymond (9:23) 08:20 King of Queens 08:45 King of Queens 09:05 How I Met Your Mother (3:24) 09:30 How I Met Your Mother (4:24) 09:50 American Housewife 10:15 Parks & Recreation 10:35 Will & Grace (3:16) 11:00 The Voice USA (20:28) 12:30 The Bachelor (7:13) 13:15 Adele: Live in New York 14:00 Top Gear (2:7) 14:50 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (16:20) 15:20 Friends With Better Lives (3:13) 15:45 Rules of Engagement 16:10 The Grinder (6:22) 16:35 Everybody Loves Raymond (18:24) 17:00 King of Queens (14:24) 17:25 How I Met Your Mother (20:24) 17:50 How Not to DIY (2:2) 18:45 Glee (5:22) 19:30 The Voice USA (21:28) Vinsælasti skemmti- þáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. 20:15 Semi-Pro Bráðfyndin gamanmynd frá 2008 með Will Ferrell og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. Jackie Moon er eigandi, þjálfari og leikmaður körfuboltaliðsins Flint Michigan Tropics sem er með stóra drauma um að komast í NBA deildina. 21:50 Taken Spennutryllir með Liam Neeson í aðalhlutverki. Hann leikur fyrrum starfs- mann bandarísku leyniþjónustunnar CIA sem leggur allt í sölurnar til að bjarga unglingsdóttur sinni úr klóm mannræningja. Leikstjóri er Pierre Mor- el. Myndin er frá 2008. Stranglega bönnuð börnum. 23:25 Derailed Spennumynd frá 2005 með Clive Owen, Jennifer Aniston og Vincent Cassel í aðalhlutverkum. Giftur maður hittir ókunnga konu sem heillar hann og ekki líður á löngu þar til þau eru komin saman inn á hótelherbergi. En áður en kynnin verða nánari ræðst grímuklæddur inn á herbergið og líf þeirra verður aldrei samt á eftir. Leikstjóri myndarinnar er Mikael Håfström. 01:15 Born on the Fourth of July 03:40 Return to Paradise 05:35 Síminn + Spotify Harmsaga stúlkunnar í skápnum Þ að var átakanlegt að horfa á nýlegan spjallþátt dr. Phil sem var á dag- skrá Sjónvarps Símans þar sem hann ræddi við Lauren Kavanaugh sem oft er kölluð „stúlkan í skápnum“. Í sex ár, frá tveggja til átta ára aldurs, geymdu móðir hennar og stjúpfaðir hana inni í skáp, sveltu hana og beittu hana ofbeldi. Þegar henni var bjargað var hún ekki stærri en tveggja ára barn. Lauren er nú tuttugu og þriggja ára og hef- ur skiljanlega aldrei jafnað sig á þessari viðurstyggilegu meðferð. Hún var í góðum höndum hjá dr. Phil sem talaði við hana af hlýju og skilningi og hún sagði honum frá líðan sinni. Hún á erfitt með svefn, fær martraðir og þjáist af kvíða. Hvað eftir annað finnst henni hún endurlifa bar- smíðar móður sinnar og stjúp- föður, en bæði fengu lífstíðar- fangelsisdóm fyrir meðferðina á henni. Rúmlega þrjátíu sinnum hefur Lauren reynt að svipta sig lífi. Það tók á að horfa á þessa ungu konu lýsa martraðarkenndri til- vist sinni. Hún á að vísu kærustu en sú vitnaði um mikla vanlíðan Lauren og sagðist lítið geta gert henni til hjálpar, svo mikill væri sársaukinn. Dr. Phil var þó ekki á því að gefast upp. Hann bauð Lauren meðferð á virtri stofnun í Kaliforníu og auk þess leigu- lausa íbúð í heilt ár og tækifæri til að fá vinnu í gegnum vinnumiðl- un. Lauren brast í grát og kærasta hennar klökknaði og áhorfendur í sal voru greinilega snortnir. Dr. Phil er sannarlega ekki að vinna til einskis! Dr. Phil Aðstoðar þá sem þurfa á hjálp að halda. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Lauren Kavanaugh Í slandsmeistaramót 65 ára og eldri  var nýlega haldið í Ás- garði, félagsheimili FEB í Stangarhyl, á vegum skák- klúbba eldri borgara, Æsis og Riddarans. Mótið fór hið besta fram og var vel skipað þrátt fyrir nokkur forföll og umferðartafir. Góður keppnisandi sveif yfir vötnunum eftir að Finnur Kr. Finnsson hafði ýtt mótinu úr vör með því að leika fyrsta leikinn að loknum opnunarorðum Einars Ess, formanns mótsnefndar. Ýmsir gamalkunnir garpar voru mættir til tafls – þar á meðal fjórir fyrrverandi landliðsflokksmenn – albúnir að selja sig dýrt. Björgvin Víglundsson hefur farið mikinn upp á síðkastið. Þessi skákjálkur af gamla skól- anum er einn virkasti skákmað- ur landsins. Hann teflir á flestum kappskákmótum sem í boði eru hér syðra og stendur sig jafnan mjög vel. Til vitnis um það má nefna að hann er margfaldur Ís- landsmeistari öðlinga. Síðustu helgi tryggði sér hann einmitt titilinn enn eitt árið. Ekki nóg með að Björgvin sé flinkastur eldri skákmanna landsins heldur stóð hann sig einnig afar vel á Skákþingi Garðabæjar sem lauk nýverið. Björgvin varð þar efstur manna og meðal annars á undan nokkrum af efnilegustu skák- mönnum landsins. Sannarlega vel gert hjá Björgvini sem er virk- ur í skákrannsóknum og fylgist vel með nýjustu fræðum. Fær- eyingar eru sterk skákþjóð í ýmsu tilliti. Þeir hafa eflst til muna í al- þjóðlegu skákmótahaldi. Til að mynda halda þeir árlegt skákmót í Runavík. Þar eru Íslendingar aufúsu gestir og hafa vel mætt. Vignir Vatnar Stefánsson stóð sig hvað best okkar manna á mótinu og náði meðal annars að leggja stórmeistara í kappskák í fyrsta skipti á sínum ferli. Vignir stefnir á frekari taflmennsku á næstunni og verður spennandi að fylgjast með kappanum. Björgvin í stuði Björgvin Víglundsson Er einn virkasti skákmaður landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.