Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 58
Vikublað 1. desember 2017 10 Þýskalandi og Austurríki en það var í Búlgaríu sem Ásdísi fannst hún vera komin heim. Fyrirsætuferill- inn blómstraði og hún varð fljótlega mjög vel þekkt í þessu landi sem tekur glamúrfyrirsætum opnum örmum. Þegar þau Garðar skildu svo fyrir um fimm árum, valdi hún að starfa áfram í Búlgaríu ásamt því að sinna ýmsum verkefnum hérlendis. Hún flakkaði fram og til baka milli landanna en fyrir rúmu ári ákvað hún að draga aðeins úr ferðalögunum enda börnin í skóla á Íslandi. Hún keypti sér nýja, fallega íbúð í miðbænum og þar býr hún í dag ásamt dóttur sinni Viktoríu og kanínunni Casanova. Hektor býr hjá pabba sínum á Akranesi þar sem báðir eru á kafi í knattspyrn- unni. „Þarna hrundi allt líf mitt á tíu mínútum“ Í byrjun þessa árs leið henni eins og fram undan væri bæði beinn og breiður vegur. 2017 yrði hennar ár, það besta hingað til. Svo liðu ekki nema nokkrir mánuðir þar til hún varð fyrir gífurlegu áfalli. Hún hrasaði aftur fyrir sig nið- ur steyptar tröppur með þeim afleiðingum að hún handleggs-, mjaðmagrindar-, lærbeins- og rifbeinsbrotnaði. „Þarna hrundi allt líf mitt á tíu mínútum. Ég missti allt úr höndunum. Allur tími minn síðan, hver einasti dagur og mínúta, hefur farið í að reyna að ná sjálfri mér til baka. Í kjölfar slyssins fékk ég hræðilega áfallastreituröskun og byrjaði að glíma við þunglyndi og mikinn kvíða. Ég lá rúmföst í nokkra mánuði og gat ekkert hreyft mig. Svo tók bara óvissan við. Ég var ótryggð svo ég fékk engar slysa- bætur. Ég gat ekki lengur unnið fyrir mér svo ég missti tekjur, vissi ekki hvað yrði um líkamann á mér, hvort ég gæti yfirleitt hreyft mig eins og áður. Þetta er í fyrsta sinn sem allt mitt líf hrynur svona í einni andrá og ég hef lagt nótt við dag í að ná mér aftur, andlega og líkamlega,“ segir hún einlæglega. Er búin að skrifa sjálfshjálpar- og lífsstílsbók fyrir konur Ásdís segir slysið og áfallastreituna í kjölfarið hafa gert það að verkum að lífsgleði hennar hafi nánast alveg horfið, þrátt fyrir mikinn vilja og viðleitni til að ná sér á strik. Síðasta hálfa árið hefur hún þegið aðstoð frá fagfólki, hitt sál -og félags- fræðinga og stundað hugleiðslu og djúpa sjálfskoðun sem smám saman hefur svo skilað henni betri líðan. Hún segist sérstaklega hafa fundið árangur síðustu vikurnar en öll þessi vinna í sjálfinu varð svo til þess að Ásdís settist niður og skrifaði bók um reynslu sína. Bók sem hún vonast til að geti hjálpað öðrum konum að líða betur. „Ég er búin að skrifa þessa bók út frá reynslu minni af því að þurfa að standa upp og takast á við þetta allt saman. Ég missti eldmóðinn og trúna á sjálfa mig. Áfallastreiturösk- un er svo hræðilegt fyrirbæri. Þetta eru eins og öldur sem bara hellast yfir mann og maður veit ekkert hvenær þær koma. Maður hefur enga stjórn á þessu. Ég fékk einhver þunglyndislyf en þau laga ekki nema hluta af ástandinu. Ég þurfti stöðugt að minna sjálfa mig á hver ég er og hvað ég hef gert. Klóra sjálfa mig upp úr þessu með öllum tiltækum ráðum. Taka eitt skref í einu. Setja mér lítil markmið hér og þar og reyna að láta mér líða vel. Gera eitthvað gott fyrir sjálfa mig,“ segir Ásdís sem vonast til að bókin, sem hún kallar Valkyrja, komi út fyrir jól. „Mig langar að beina þessari bók og skilaboðum mínum til kvenna sem hafa kannski staðið í sömu sporum. Eru fastar í einhverju fari, neikvæðar, kannski með lítið sjálfsálit og langar að ná sér upp úr því. Bókinni er ætlað að hjálpa lesendum að þekkja sjálfa sig betur og koma sér af stað með að láta draumana rætast. Ná tökum á líf- inu, meðal annars með markmiða- setningu og sjálfskoðun,“ segir hún. Valdi að vera sexí Tal okkar berst að vitundarvakn- ingunni gegn kynbundnu misrétti, áreiti og ofbeldi sem hefur verið áberandi í samfélagsmiðlum og fjölmiðlum upp á síðkastið. Líkt og flestir tekur Ásdís þessu fagnandi. „Mér finnst algjör snilld að það sé verið að reyna að setja karl- mönnum hömlur á þessu sviði. Ég hef auðvitað lent sirka hundrað sinnum í svona en ég kippi mér samt ekkert upp við það. Minn ferill hefur auðvitað gengið út á að vera sexí svo ég get varla áfellst marga karlmenn fyrir að hafa nálgast mig með þessum hætti. Ég geri mig út sem glamúrdrottningu. Valdi að vera sexí. Ég, líkt og aðrar konur, á samt eftir að fagna því að þeir muni ekki komast eins auð- veldlega upp með mismunun eða ofbeldi á bak við tjöldin,“ segir hún og bætir við að konur geti einnig gerst sekar um óviðeigandi áreiti og hafi misnotað sér valdastöðu. „Þetta snýst allt um mörk. Að setja öðrum mörk og gefa skýr skilaboð um hvernig megi nálgast mann, hversu langt hleypir maður fólki að sér. Ef maður er ekki með mörkin sín á tæru þá er hættara við að fólk fari yfir þau, á hvaða sviði sem er,“ segir Ásdís ákveðið. Svo rifjar hún upp atvik sem snertir hana sjálfa en það olli því að hún missti bæði verkefni og vinnu, einungis vegna þess að hún vildi ekki þýðast mann sem sýndi henni kynferðislegan áhuga. Missti vinnu af því hún vildi ekki þýðast forstjórann „Þetta er auðvitað alveg hræðilegt þegar málið snýst um vinnuna og ég hef einu sinni verið sett í hrikalega vonda stöðu hvað það varðar. Ég hafði unnið með stærsta blaðaútgáfufyrirtæki Búlgaríu í mörg, mörg ár. Setið fyrir á forsíð- um, skrifað dálka, tekið viðtöl og margt fleira. Svo bauð forstjórinn mér út að borða sem ég þáði en þegar hann svo vildi eitthvað annað og meira en ég var til í, þá brást hann ókvæða við. Hann hélt áfram að reyna en ég gaf mig ekki svo á endanum hótaði hann mér að ef ég myndi ekki hlýða honum þá myndi hann setja algjört stopp á mig inn- an fyrirtækisins. Ég ákvað að ganga í burtu, bjóst ekki við að hann gæti haft svona mikil áhrif á ritstjórana – en hann gerði það nú samt. Ég fékk engin fleiri verkefni hjá þeim blöðum sem ég hafði unnið með og missti fullt af verkefnum og tekjum. Þetta geta þeir komist upp með og því miður eru margar konur sem hafa orðið fyrir svona ranglæti.“ Fegrunaraðgerðir eru hluti af lífinu Að lokum víkjum við talinu að fegrunaraðgerðum en viðhorfin til þeirra hafa, líkt og margt annað, breyst gífurlega á sirka síðustu tíu árum og Ásdís Rán segist vissulega hafa tekið eftir því. „Ég man bara þegar ég fór í brjóstastækkun á sínum tíma. Það var alveg svakalegt „hype“ í kringum það að ég væri með silíkon og allir að velta sér upp úr þessu, nú eða að ég væri búin að láta setja í varirnar á mér. Hér áður fyrr var þetta næstum eins og einhver félagslegur dauðadómur, en í dag er þetta orðið sjálfsagt mál. Ungar konur í dag tala mjög opinskátt um svona aðgerðir og þeim finnst þetta bara alls ekkert til að hneykslast yfir. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að konum, og körlum auðvitað, eigi að vera frjálst að gera það við útlit sitt sem þeim líður vel með. Tæknin býður okkur upp á að geta breytt því sem við viljum og af hverju ekki að njóta þess eins og hægt er? Hvort sem konur langar að hafa stærri eða minni brjóst, yngja sig upp um tíu ár með andlitslyftingu eða láta laga slit eftir barnsburð. Svona aðgerðir geta haft góð áhrif á sjálfsmyndina hjá mörgum og hvers vegna ekki að láta það eftir sér? Svo finnst mér líka mikilvægt að fólk sé ekki dæmt fyrir að fara í fegrunaraðgerðir og ég er glöð með hvað það hefur dregið mikið úr þessari dómhörku enda eru fegrunaraðgerðir bara hluti af lífinu á 21. öld.“ „Minn ferill hefur auðvitað gengið út á að vera sexí svo ég get varla áfellst marga karlmenn fyrir að hafa nálgast mig með þessum hætti PaMela anderson Marilyn Monroe MaMie Van doren Jane Mansfield M yn d B ry n ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.