Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 1. desember 2017 M argt hefur drifið á daga Jóns Viðars Arnþórs­ sonar þrátt fyrir ungan aldur. Hann starfaði sem lögreglumaður í hruninu en sneri sér síðan að uppbyggingu bar­ dagafélagsins Mjölnis og gerði það að stærsta bardaga félagi Evrópu. Í kjölfar átaka innan félagsins steig hann til hliðar frá daglegum rekstri þess sem hann segir vera það erfiðasta sem hann hefur gengið í gegnum. Kristinn H. Guðnason, blaðamaður DV, settist niður með Jóni Viðari og ræddi við hann um æskuna, lög­ reglustörfin, bardagafélagið Mjölni, áhugann á Íslendinga­ sögunum og framtíðina. Slóst alltaf við yngri systur sína Jón Viðar býr í Hveragerði í dag, ásamt Sóllilju Baltasarsdóttur, unnustu sinni, en sem barn bjó hann á höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði. „Ég segist alltaf vera frá Reykholti. Mér leið svo vel þar og náði tengingu við staðinn.“ Jón Viðar flutti þangað með foreldrum sínum þegar hann var tveggja ára en þeir skildu þegar hann var ellefu ára. Eftir það voru Jón Viðar og systir hans, Ingibjörg Helga, sem er fimm árum yngri, hjá móður þeirra. Jón Viðar og Ingibjörg eru mjög náin og hafa verið samferða í bardagaíþróttun­ um frá unglingsaldri. „Við erum mjög góðir vinir og búin að æfa saman lengi. Þegar við vorum yngri vorum við alltaf að slást.“ Jón Viðar byrjaði að æfa karate með Þórshamri árið 1996. Hann var Íslandsmeistari unglinga fimm ár í röð og í landsliðinu. Tveimur árum síðar byrjaði Ingi­ björg að æfa. „Ég sá MMA fyrst á myndböndum á netinu. Áður en ég smalaði í fyrstu Mjölnis­ æfinguna árið 2003 æfði ég brögð­ in á systur minni á eldhúsgólfinu heima.“ Jón Viðar segir að Ingi­ björg hafi herst við að glíma við hann. „Hún hefur orðið Íslands­ meistari í hnefaleikum og karate. Nú stefnir hún á feril í MMA.“ Meiri tími í Bruce Lee en menntaskólann Skömmu eftir að Jón Viðar hóf að æfa karate fór hann að hafa mikinn áhuga á lífi Bruce Lee. „Ég varð alveg dolfallinn, bæði af hon­ um sem íþróttamanni og heim­ spekingi. Hann brúaði bilið milli Kína og Bandaríkjanna og minnk­ aði fordóma gagnvart Kínverjum á Vesturlöndum. Hann gerði það að verkum að mig langaði svolítið til að vera Kínverji þegar ég var ung­ lingur.“ Jón Viðar segist ekki hafa verið sérstaklega vinsæll á gagnfræði­ og menntaskólaárunum. Hann gekk í MK en hætti eftir rúmlega fjögur ár. „Ég var aðallega að hugsa um bardagaíþróttir og æfði tvisvar til þrisvar á dag. Ég keypti bækur og heimildamyndir um Bruce Lee og var farinn að eyða meiri tíma í að læra um hann en „Sennilega eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Jón Viðar Arnþórsson byggði bardagafélagið Mjölni upp frá grunni en nú hefur hann stigið til hliðar á þeim vettvangi. DV ræddi við hann um æskuna, lögreglustörfin, Mjölni, áhugann á Íslendingasögunum og framtíðina. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég prófaði líka flest sem ég sá í Bruce Lee- myndunum, bæði á systur minni og vinum mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.