Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 22
22 sport Helgarblað 1. desember 2017 gera góða hluti og sögðu að þeir hlustuðu ekki á eitthvert kjaftæði. Við spiluðum undanúrslitaleik í bikarnum gegn KR árið 2008 og ég fór upp í herbergi með stuðn- ingsmönnum og sagði þeim að ég ætlaði að verða fyrsti þjálfarinn til að vinna stóran bikar fyrir karla- liðið. Margir hlógu að mér en mér fannst mikilvægt að menn hefðu trú á möguleikanum. Ef leiðtoginn þorir ekki að segja það, hver á þá að trúa því? Þessi leikur fór í víta- spyrnukeppni og sérfræðingarnir – þeir voru til þá líka – sögðu vit- leysu að láta Alfreð Finnbogason taka vítaspyrnu. Hann klikkaði. Arnar Grétarsson, sem var elstur, tók spyrnu og klikkaði líka. Við töpuðum leiknum, en ég þekkti Al- freð og vissi að hann myndi borga þetta til baka síðar. Þess vegna var fallegt þegar hann skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum árið eftir og vippaði svo beint í markið í vítaspyrnukeppninni. Þá tók Al- freð vindil í munninn og tróð upp í alla. Sumarið 2009 var rosalegur kurr í félaginu og sérstaklega eftir tapið gegn Þrótti. Þetta sýnir hvað veður geta skipast skjótt í lofti. Við vorum ekki frábærir í deildinni, en fórum á skrið í bikarnum. Þá var ísinn brotinn og menn fóru að trúa að þetta væri hægt.“ Missti bróður sinn í bílslysi Bróðir Ólafs, Hrafnkell Kristjáns- son, lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi 25. desember, 2009, eft- ir umferðarslys. „Árið 2009 lenti Hrafnkell bróðir í bílslysi og dó. Eftir það atvik fór ég eins og upp- vakningur í gegnum árið 2010. Svo tók ég ákvörðun: Farðu alla leið. Ekki vera með minnimátt- arkennd eða biðjast afsökunar á sjálfum þér. Það var eins og ég hefði fengið auka kraft, það voru geggjaðir leikir á þessu tímabili. Það var spil hjá okkur á köflum sem ég hafði ekki séð áður, liðið var frábært. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum blómstraði." Persónleikapróf breytti miklu Ólafur lét leikmenn Breiðabliks taka persónuleikapróf og öðlað- ist þannig vitneskju um hvernig hann ætti að nálgast þá. „Árið 2007 og 2008 byrjuðum við að einbeita okkur að fleiru en fótboltanum. Með aðstoð góðs vinar míns fór ég að skoða persónuleikana, hvernig karaktera væri um að ræða. Við lögðum persónuleikapróf fyrir alla leikmenn, fyrir liðið sem heild og einstaklinga. Spurningin sner- ist ekki eingöngu um hvernig þeir gætu tekið á móti bolta, spark- að eða hlaupið. Spurningin var einnig: hver er Kristinn Steindórs- son? Hver er Kristinn Jónsson? Og svo framvegis. Hvernig á ég að nálgast þá, hvernig kem ég þeim í gang? Það var ómetanlegt að geta sem þjálfari nálgast leikmannahóp sinn á annan hátt. Í ljós kom að einn leikmaður þoldi gagnrýni illa. Þegar mér varð það ljóst, þá breytt- ist nálgun mín á hann. Ég var með annan leikmann sem þoldi meira og mátti heyra allt, ég notaði hann þá sem ruslatunnuna, þegar þurfti að koma einhverju fyrir. Ég notaði þá sem ég mátti í raun skamma til að koma skilaboðum til alls hóps- ins. Ég man eftir atviki þar sem ég tók skóinn frá einum og grýtti honum í heita pottinn í klefanum hjá Breiðabliki. Menn höfðu ver- ið eins á beljur á svelli á vellinum því þeir voru í venjulegum takka- skóm. Ég skammaði þar einn leik- mann en ég var í raun að skamma alla. Ég var líka með Alfreð og tók hann stundum út úr liðinu þegar hann þurfti spark í rassinn. Í ein- um leik í Keflavík byrjaði hann ekki inn á. Hann kom inn á seint í leikn- um og skoraði og þegar hann fagn- aði þá settist hann niður. Hann vildi láta vita að hann hefði byrjað á bekknum. Við hlæjum að þessu í dag, þetta var frábær hópur. Það var fallegt að þetta skyldi blómstra svona.“ Breytti til Sumarið 2014 tók Ólafur við Nord- sjælland í Danmörku en var vik- ið úr starfi einu og hálfu ári síðar. „Eftir tímabilið 2013 fann ég að ég þyrfti að breyta til. Ég sé það þegar ég horfi til baka. Sem þjálfari og persóna fékk ég ekki þá næringu sem ég þurfti. Ég hafði verið lengi á sama stað og unnið með sama fólkinu. Það var erfitt að færa fé- lagið upp á næsta stall og ég var orðinn þreyttur. Það var skondið hvernig mér var vikið úr starfi í Nordsjælland. Það var í desember 2015, við vor- um fyrir helgi að leggja drög að næsta ári. Það kom helgi og á þriðjudegi var ég síðan kallað- ur inn á skrifstofu og mér sagt að búið væri að selja félagið. Ég fékk að vita að þeir hygðust koma inn með sinn eigin þjálfara. Ég sagði þeim að það væri ekkert mál, ég skildi það vel og myndi gera það sama ef ég væri með klúbbinn. Það var gengið frá þessu, ég var á launum fram á sumar og ekkert vesen. Ég hefði ekki fengið starf- ið í Randers nema vegna þess að Nordsjælland gáfu mér góða um- sögn, enda veit ég að sá viðskiln- aður kom árangri ekkert við.“ Fann ekki traust og heiðarleika Ólafur var án starfs í rúmt hálft ár áður en hann tók við Randers í dönsku úrvalsdeildinni sumar- ið 2016. Hann sagði svo starfi sínu lausu í haust. „Traust, heiðar- leiki og trúverðugleiki skipta mig miklu máli. Ef ég finn ekki traust eða heiðarleika þá kvarnast úr þeim stoðum sem nauðsynlegar eru til að ná árangri. Yfirmaður- inn sem var þarna reyndist mér mjög vel en hann hafði of mörg verkefni. Stjórnin var þessi dæmi- gerða stjórn, menn sem láta hlutina ráðast af tilfinningum. Víða í stjórnum eru menn sem koma úr viðskiptalífi eða atvinnu- rekstri, þeir eru í sínum klúbbum, golfklúbbum, rauðvínsklúbb- um og fleira. Þegar við höfðum fengið erfiða byrjun á mótinu þá létu þeir vita að það yrði haldinn stjórnarfundur og framtíð þjálf- arans yrði rædd. Þá fóru viðvör- unarbjöllur í gang, því það er aldrei látið vita að stjórnarfundur sé á næstu grösum. Þeim fannst þeir þurfa að láta vita að það væri fundur, á leikdegi. Fimm mínútum áður en rút- an átti að fara þá luku þeir fund- inum og ég fékk að vita að ég nyti stuðnings. Stjórninni fannst að eitthvað yrði að gera öðruvísi og mér fannst þeir þá vera farnir að skipta sér of mikið af starfi þjálf- arans. Þeir treystu mér en treystu mér samt ekki, þetta var eins og að fara til kærustunnar sinnar og segja „Ég elska þig en þú veist...“. Það getur ekkert verið neitt „en", þarna á milli. Ég lét þetta eiga sig fram að næsta landsleikjafríi í byrjun október. Við áttum fínan kafla en ég fann hvernig þessi efi sat djúpt í mér. Ég fór þá á fund hjá yfirmanni mínum og sagði að ég gæti ekki verið besta útgáfan af sjálfum mér í þessu umhverfi. Það væri ekki gott fyrir mig, ekki fyr- ir leikmannahópinn eða alla sem kæmu að þessu. Ég sagði lausn- ina vera þá að ég viki – ég upp- lifði ekki 100 prósent traust. Það fékk svolítið á hann. Hann fór með þetta til stjórnar, svo var hr- ingt í mig morguninn eftir. Stjórn- arformaðurinn spurði mig af hverju ég hefði komist að þessari niðurstöðu. Ég hafði aldrei heyrt í honum og sagði honum að mér fyndist dæmigert, að hann gæfi sig á tal við mig eftir að ég hefði tilkynnt þeim þetta. Þegar fjölskyldunni líður ekki vel og trúnaðarbrestur er til staðar þá nenni ég ekki að hanga í starfi bara til að fá launin mín eða halda einhverjum titli – að vera þjálfari í efstu deild í Danmörku. Það verð- ur svo mikið tómarúm í öllu sem maður gerir ef maður mætir ein- göngu í vinnuna til að fá launin sín. Ég gat það ekki. Ég tók þessa ákvörðun, það var nauðsynlegt.“ Grátbroslegt að vinna með Lennon Sumarið 2016 var Steven Lennon framherji FH harðlega gagnrýnd- ur fyrir Twitter-færslu sína þar sem hann virtist fagna því að Ís- land væri að detta út af EM í Frakklandi. Ólafur svaraði hon- um fullum hálsi og í dag vinna þeir saman hjá FH. „Við tókumst bara í hendur og málinu var lok- ið. Ég sagði við hann að það væri grátbroslegt að við værum að fara að vinna saman. Við hreinsuðum þetta allt í fyrra. Mér fannst þetta ekki vera góð tímasetning hjá hon- um, eins og svo mörgum öðrum. Það er hægt að túlka hlutina á mis- munandi hátt, ég hafði samband við hann fljótlega á eftir. Hann út- skýrði fyrir mér hvað hann væri að meina, hann elskar íslenskan fót- bolta en sem hlutlausum áhorf- anda vildi hann meiri skemmt- un. Honum fannst skemmtilegra að horfa á önnur lið og það er skoðun sem hann á rétt á. Bítlarnir voru ekkert frábærir tónlistar- menn en þeir hljómuðu frábær- lega saman, það er það sama með íslenska landsliðið. Einstaklings- gæðin eru kannski ekkert frábær en þau hljóma vel saman. Á fyrstu æfingu brostum við hvor til annars og aðrir leikmenn höfðu gaman af. Þetta er ekkert vandamál, hann er hrikalega góður í fótbolta og algjör toppnáungi. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Stoltur af leikmönnum sínum Ólafur var hluti af teymi Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem hann sá um að leikgreina Portúgal. Þar voru þrír leikmenn sem hann þjálfaði í Breiðabliki; Sverrir Ingi Ingason, Alfreð Finn- bogason og Jóhann Berg Guð- mundsson. „Ég var hrikalega stoltur af því að sjá hvað þeir eru orðnir flottir fótboltamenn. Ekki bara flottir leikmenn heldur líka góðir drengir. Þetta skiptir máli þegar maður hefur haft svona mikið með þá að gera ásamt öðr- um, það er ekki bara ég sem þjálf- aði þá. Mér finnst ég eiga pínu- lítið í þeim og þegar ég hitti þá aftur eru þeir sömu pungarnir og þegar þeir voru litlir. Bara betri í fótbolta og þroskaðari í lífinu, sumir komnir með börn og fjöl- skyldu. Þetta gefur mér orku. Ég vil búa til fleiri leikmenn sem gera svona hluti.Þetta eru ekki fjöl- skyldubönd en þegar menn eru svona mikið saman og maður er að þjálfa þá á mótunarárunum þá finnst manni maður eignast eitt- hvað aðeins í þeim. Ég er stoltur af því að hafa þjálfað þá,“ sagði Ólaf- ur, en vill hann gerast landsliðs- þjálfari einn daginn? „Erfið spurning, ég held að það sé alveg ljóst. Kannski fæ ég tæki- færi til þess. Þá er aldrei að vita hvað það verður, hvar það verður og hvernig það verður.“ n „Hann sagði mér að í þessu húsi og í þessari ferð væri alltaf eitt Gammel dansk skot á morgnana. Missti bróður sinn „Árið 2009, um veturinn, þá deyr Hrafnkell bróðir, lendir í bílslysi. Þegar ég hugsa til baka, þá fer ég bara eins og uppvakningur í gegnum árið 2010 eftir það atvik.“ M y n d S iG tr y G G u r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.