Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 1. desember 2017fréttir L ánasjóður íslenskra náms­ manna hefur undanfarið höfðað 137 dómsmál gegn viðskiptavinum sjóðsins. Viðskiptavinirnir eiga það sam­ eiginlegt að hafa orðið gjaldþrota í kjölfar hrunsins og var tilgangur LÍN að freista þess að rjúfa fyrningu námslánanna. Þannig yrðu hinir gjaldþrota einstaklingar skyldaðir til þess að halda áfram að greiða af láninu. Það gekk ekki eftir og töp­ uðust fimm prófmál í Hæstarétti á dögunum. Kostnaður LÍN vegna þessara mála mun hlaupa á millj­ ónum króna. Mesti ágóðinn kem­ ur í hlut lögfræðistofu Lánasjóðs­ ins, Þorbergsson & Loftsdóttir. Reikna má með að þóknun stof­ unnar sé á bilinu 21–54 milljónir króna. Þá er ótalinn málskostn­ aður þeirra lögmanna sem vörðu einstaklinga gegn kröfum LÍN. Sá kostnaður gæti orðið upp á bil­ inu 60–120 milljónir króna. „Þessi málarekstur er einkennilegur því lögin eru mjög skýr,“ segir Vil­ hjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson lög­ maður. Þá telur hann að LÍN hefði getað sparað sér mikinn kostnað með því sleppa því að fara fram á greinargerð í hverju einasta máli. Svipuð aðstaða og í greiðsluaðlögun Í vikunni, nánar tiltekið þriðju­ daginn 28. nóvember, var fyrirtaka í fimmtán af áðurnefndum 137 dómsmálum LÍN gegn viðskipta­ vinum sínum. Öll málin eiga það sameiginlegt að viðskiptavinirnir gengu í gegnum gjaldþrot en LÍN höfðaði gegn þeim mál til þess að rjúfa fyrningu námslánanna. Á dögunum féllu dómar í fimm prófmálum og voru dómarnir allir á þá leið að ekki var fallist á sjón­ armið LÍN. Sú niðurstaða gerir að verkum að öll fimmtán málin sem voru á dagskrá á þriðjudaginn voru sjálfkrafa töpuð sem og hin 117 málin sem hafa verið fyrir­ ferðarmikil á dagskrá héraðsdóms undanfarna daga og vikur. Að sögn Hrafnhildar Ástu Þorvalds­ dóttur, framkvæmdastjóra LÍN, taldi sjóðurinn ástæðu til þess að láta reyna á málin því aðstað­ an sé um margt lík því sem á við þegar um greiðsluaðlögun ræðir eða nauðasamninga til greiðslu­ aðlögunar. „Kröfur LÍN falla ekki niður leiti lántaki slíkra úrræða,“ segir Hrafnhildur Ásta. Hæsti­ réttur féllst ekki á þessi sjónarmið LÍN eins og áður segir og því mun sjóðurinn ekki geta slitið fyrningu krafna sinna á hendur þeim sem verða gjaldþrota. Um ástæðu þess að 137 mál voru höfðuð segir Hrafnhildur Ásta að sérstakur fyrningarfrestur hefði byrjað að líða hjá hverjum og einum frá skiptalokum. „Slíta þarf fyrningu með sjálfstæðum hætti gagnvart skuldara og ábyrgðar­ manna. Þar af leiðandi varð að höfða mál innan tveggja ára fyrn­ ingarfrestsins. Öll önnur mál en þau sem voru flutt sem prófmál biðu á meðan leyst var úr próf­ málunum fimm,“ segir Hrafnhild­ ur Ásta. Ábyrgðarmenn gætu setið í súpunni Að hennar sögn voru öll lán sem LÍN veitti fram til ársins 2009 tryggð með sjálfskuldarábyrgð. „Sjálfskuldarábyrgðir halda gildi sínu þótt lántaki verði gjaldþrota, enda sé gætt að því að höfða mál á hendur ábyrgðarmanni inn­ an tveggja ára fyrningartíma. Gjaldþrot lántaka leiða til þess að sjálfskuldarábyrgð sem veitt var í þágu viðkomandi verður virk og LÍN heimilt að krefja um greiðslu sjálfskuldarábyrgðar. Tilvitnaður dómur Hæstaréttar hefur tak­ markaða þýðingu hvað varðar þau mál þar sem ábyrgð er til staðar þar sem greiðsluskyldan fellur á ábyrgðarmenn lántakandans. Til framtíðar litið er ljóst að fjártjón LÍN mun verða umtalsvert fjölgi gjaldþrotum þeirra lántaka sem hafa ekki lagt fram tryggingar fyrir greiðslu námslánaskulda sinna,“ segir Hrafnhildur Ásta. Illa farið með fé Einn þeirra sem tók að sér að verja gjaldþrota einstaklinga sem fengu stefnu frá LÍN er Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Lög­ fræðistofu Reykjavíkur. Hann setur spurningarmerki við þann fjölda málsókna sem LÍN réðst í. Lögin séu skýr og ef löggjafinn hefði vilj­ að að námslán væru undanskilin þá hefði verið einfalt að taka það sérstaklega fram í lögunum. Fyrst LÍN taldi að slíkur vafi væri fyrir hendi þannig að á þetta þyrfti að reyna í hverju og einu máli, þá er umhugsunarefni hvers vegna það þurfti að fá móttekna greinargerð í hverju og einu máli í stað þess að setja málin í ótímabundinn frest þangað til niðurstaða Hæstaréttar lægi fyrir. „Þess í stað þá var þetta bara í hefðbundnu ferli hjá LÍN. Lög­ menn skiluðu greinargerðum og meira að segja voru mál dómtek­ in í þeim tilvikum þar sem við­ komandi mætti ekki fyrir dóm til að móttaka stefnu. Nú liggur fyrir að LÍN þarf að greiða málskostn­ að í öllum þessum málum þar sem tekið var til varna með hefð­ bundnum hætti. Unnt hefði verið að komast hjá því með því að annaðhvort sleppa þessum mál­ sóknum nú eða mælast til þess að málin væru sett í frest eftir að LÍN skilaði stefnu. Verst er þetta þó fyrir þá einstaklinga sem ekki mættu og LÍN vann því málin gegn á grundvelli mætingarleysis,“ segir Vilhjálmur. Að hans sögn var í þeim tilvik­ um fallist á kröfur LÍN. „Það er vert að benda á að einstaklingar sem voru í þessari aðstöðu voru búnir að ganga í gegnum gjaldþrota­ skipti og voru því ólíklegri til þess að bregðast við enn einu kröfu­ bréfinu eða stefnunni. Miðað við dóm Hæstaréttar þá tel ég líklegt að hægt sé að fá einhver þessara mála endurupptekin, en til að svo geti orðið þurfa viðkomandi aðilar að gera slíkar kröfur eða fá sér að­ stoð lögmanns til slíks,“ segir Vil­ hjálmur. Tugmilljóna tap Kostnaðurinn við málaferli LÍN er umtalsverður. Alls þurfti lög­ maður sjóðsins, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, að útbúa 137 mis­ munandi stefnur í málunum og innheimtir hann gjald fyrir hverja og eina stefnu. DV hefur feng­ ið upplýsingar frá nokkrum lög­ mönnum um að þóknun hans hafi verið 400 þúsund krónur í nokkrum málum. Í svari frá LÍN kemur fram að áætlaður lögfræði­ kostnaður við hvert mál sé á bilinu 150–200 þúsund krónur. Það þýðir að greiðsla LÍN til lögfræðistofu Sigurbjörns, Þorbergsson & Lofts­ dóttir, mun vera á bilinu 21–54 milljónir króna. Lögmaður LÍN mun því hlæja alla leið í bankann. Þá er ekki öll sagan sögð því enn eru ógreiddir reikningar lög­ manna þeirra sem tóku að sér að verja þá sem LÍN stefndi. „LÍN mun þurfa að greiða þeim sem stefnt var málskostnað. Það verður leitað eftir samkomulagi við lögmenn stefndu um greiðslu kostnaðar,“ segir Hrafnhildur Ásta. Samkvæmt heimildum DV er kostnaður lögmannanna frá 450 þúsundum og allt upp í 900 þús­ und krónur á mál. Það þýðir að kostnaður LÍN vegna málsvarnar­ launanna mun nema frá 62 millj­ ónum og allt upp í 120 milljónir króna. n Lánasjóður íslenskra námsmanna Ljóst er að tap sjóðsins vegna málaferla mun hlaupa á hundruðum milljóna króna. Þá eru ótaldar afskriftir lána. Mynd SIgTryggur ArI Hrafnhildur Ásta Þorvalds- dóttir Framkvæmdastjóri LÍN segir að sjóðurinn hafi talið ástæðu til þess að láta reyna á málin því aðstaðan sé um margt lík því sem á við þegar um greiðsluaðlögun ræðir eða nauðasamninga til greiðsluaðlögunar. „Kröfur LÍN falla ekki niður leiti lántaki slíkra úrræða,“ segir Hrafnhildur. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson „Þessi stefna kom mér mjög á óvart“ S teinar Immanúel Sörens­ son er einn þeirra sem fengu stefnu frá LÍN. Hann var úrskurðaður gjaldþrota í febrúar 2015 og átti að verða laus allra mála tveim­ ur árum síðar. Málarekstur LÍN hefur því komið honum illa því það hefur þýtt að hann hefur haldist á vanskilaskrá í tæpt ár í viðbót eða þar til leyst væri úr dómsmálunum. Það hefur gert honum erfiðara fyrir um ýmis­ legt, meðal annars að finna sér leiguíbúð. „Þessi stefna kom mér mjög á óvart og það má segja að það hafi verið áfall að fá að vita að ríkisstofnun ætlaði að hund­ elta mann með þessum hætti,“ segir Steinar. Fjárhagsstaða hans var, eðli málsins samkvæmt, slæm á þessum tíma og því voru kostn­ aðarsöm málaferli það síðasta sem hann þurfti á að halda. „Ég ráðfærði mig við lögmann og varð rólegri þegar hann sagði mér að líkur LÍN á að vinna mál­ ið væru litlar. Ég ætti ekkert og því hefði ég litlu að tapa,“ segir Steinar. Hann ákvað því að verja sig sjálfur og mætti fyrir dóm á vordögum. „Það tók aðeins stutta stund og þar var mér tilkynnt að mál­ inu yrði frestað þar til niður­ staða í prófmálunum lægi fyrir. Þessum málum er nú lokið og því fer ég aftur fyrir dóm núna á eftir og þá verður málið látið niður falla,“ segir Steinar. Hann fær engan málskostnað eða bæt­ ur greiddar fyrir ómakið. „Nei, nei. Maður verður víst að bíta í þetta súra epli,“ segir Steinar. Lögmaður LÍN hlær alla leið í bankann n Lánasjóðurinn tapaði 137 dómsmálum n Kostnaður um og yfir 100 milljónir króna Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.