Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Side 60
Vikublað 1. desember 2017 12 Afmælisbörn vikunnar Vel mælt 50 ára 54 ára 34 ára bára magnúsdóttir Starf: Stofnandi og skólastjóri JSB eða Jassballetskóla Báru Fædd: 4. desember 1947 Friðrik Weishappel Starf: Stofnandi og eigandi Laundromat Cafe Fædd: 6. desember 1967 hildur björk Yeoman Starf: Fatahönnuður Fædd: Fædd: 6. desember 1983 70 ára ágústa johnson Starf: Líkamsræktarfrömuður hjá Hreyfingu Fædd: Fædd: 2. desember 1963 Orðabanki Birtu: Aðventa aðVenta, adVentus, hann er á leiðinni! Aðventan hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni „til- koma“. Að baki liggur latneska sögnin advenio „ég kem til“ sem leidd er af latnesku sögninni venio „ég kem“ með forskeytinu ad-. Hér áður fyrr var oftar talað um aðventuna sem jólaföstu ef marka má dæmi í fornmálsorðabókum og í seðlasafni Orðabókarinnar. Nafnið jólafasta er dregið af því að í kaþólskum sið var fastað síðustu vikurnar fyrir jól og ekki etið kjöt. Í Grágás, hinni fornu lögbók Íslendinga, stendur til dæmis að á jólaföstu skuli fasta hvern dag og tvær nætur í viku nema messudagur taki föstu af. Fæstir fara eftir þessu nú til dags enda ekki margir Íslendingar sem aðhyllast kaþólska trú. Líklegast myndu nútíma Íslendingar kalla jólaföstuna „vegan-vikur“ ef siðurinn væri fundinn upp í dag og varla svo vitlaust að sleppa ketinu að mestu þar til aðfangadagur rennur upp með áframhaldandi ketáti til áramóta. Íslensk orðsifjabók aðventa kv. „jólafasta“. To., komið úr lat. adventus „koma“, koma eða fæðing Krists í heiminn „ „Þegar ástfanginn er kvæntur sinni elskuðu hættir hann smám saman að tilbiðja í henni sálina vegna þess að hann er farinn að þekkja hana. Þess vegna eru flest hjónabönd tilbeiðslulausasta ásigkomulag í alheiminum.“ – Þórbergur Þórðarson – Íslenskur aðall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.