Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 1. desember 2017fréttir Leiguherbergi ehf. leigja út um 160 herbergi á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu F yrirtækið Leiguherbergi ehf. rekur gististarfsemi í nokkrum fasteignum á þremur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Fasteignirnar eru að Funahöfða 17a og 19 í Reykja- vík, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68, 70 og 72 í Kópa- vogi. Alls býður fyrirtækið upp á um 160 herbergi í þremur stærð- um og er leiguverð frá 76 þúsund- um og upp í 107 þúsund krónur á mánuði. Verkamenn frá Austur- Evrópu eru uppistaðan af við- skiptavinum félagsins en einnig eru þar Íslendingar á hrakhólum. Leiguherbergi ehf. er að fullu í eigu fyrirtækisins LTC ehf. sem er síðan alfarið í eigu Símon- ar I. Kjærnested, eins stofnanda Atlants olíu og núverandi fjár- málastjóra félagsins. Í forsvari fyrir Leiguherbergi ehf. er hins vegar sonur Símonar, Stefán Kjærnested, sem er titlaður fram- kvæmdastjóri félagsins. Þá fer hann einnig með prókúru í báðum félögunum, Leiguherbergi ehf. og LTC ehf. Fasteignirnar eru í eigu tveggja félaga, Atlants Holding ehf. (Funahöfði og Smiðjuvegur) og D-13 ehf. (Dalshraun). Þessi tvö eignarhaldsfélög eru síðan í eigu LTC ehf. Miklar tekjur en lítill hagnaður Fyrir þremur árum gaus upp fjöl- miðlafár vegna umfjöllunar frétta- skýringarþáttarins Bresta um að- búnað leigjenda í áðurnefndum húsum. Kastljós þáttarins beindist að fasteignunum við Funahöfða þar sem um fjörtíu einstaklingar bjuggu – útlendingar, einstak- lingar á hrakhólum, fíklar, ungt fólk í háskólanámi og fjölskyldu- fólk. Í umfjölluninni var fullyrt að óþrifnaður væri mikill og pödd- ur voru sagðar skríða um gólf. Einnig var að sögn öllu lauslegu stolið. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn við fjöl- miðlamenn fyrir þremur árum. Síðan þá hefur lítið breyst nema hvað umfang starfseminnar hefur vaxið enda eftirspurnin eftir hús- næði aukist gríðarlega undanfarið. Segja má að feðgarnir hafi fund- ið ríkulega tekjulind því tekjurnar eru miklar. Þó vill svo til að hagn- aður af starfseminni er hverfandi. Leigutekjur Leiguherbergja ehf. árið 2016 voru 131 milljón króna en rekstrargjöld voru 119 millj- ónir króna. Stærstur hluti var leig- ugreiðslur til eignarhaldsfélaga feðganna (66 milljónir) og rekstr- arkostnaður íbúðanna (33 millj- ónir króna). Afkoma ársins var um 10 milljónir króna og greiddir skattar tvær milljónir. Þessi afkoma er talsvert betri en afkoma eignarhaldsfélaga Kjærne- sted-feðga. Atlants Holding fékk greiddar 48 milljónir króna í húsaleigu. Afskriftir voru um 20 milljónir króna, húsnæðiskostn- aður 8 milljónir og 19,4 millj- umfangsmikil leigu- Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Smiðjuvegur Leiguherbergi.is reka gistingu á efri hæðum Smiðjuvegs 68, 70 og 72. Myndir Sigtryggur Ari Óþrifnaður Sameiginleg rými, klósett, þvottaaðstaða og eldhús eru óþrifaleg. starfsemi án leyfis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.