Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Side 6
6 Helgarblað 1. desember 2017fréttir Leiguherbergi ehf. leigja út um 160 herbergi á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu F yrirtækið Leiguherbergi ehf. rekur gististarfsemi í nokkrum fasteignum á þremur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Fasteignirnar eru að Funahöfða 17a og 19 í Reykja- vík, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68, 70 og 72 í Kópa- vogi. Alls býður fyrirtækið upp á um 160 herbergi í þremur stærð- um og er leiguverð frá 76 þúsund- um og upp í 107 þúsund krónur á mánuði. Verkamenn frá Austur- Evrópu eru uppistaðan af við- skiptavinum félagsins en einnig eru þar Íslendingar á hrakhólum. Leiguherbergi ehf. er að fullu í eigu fyrirtækisins LTC ehf. sem er síðan alfarið í eigu Símon- ar I. Kjærnested, eins stofnanda Atlants olíu og núverandi fjár- málastjóra félagsins. Í forsvari fyrir Leiguherbergi ehf. er hins vegar sonur Símonar, Stefán Kjærnested, sem er titlaður fram- kvæmdastjóri félagsins. Þá fer hann einnig með prókúru í báðum félögunum, Leiguherbergi ehf. og LTC ehf. Fasteignirnar eru í eigu tveggja félaga, Atlants Holding ehf. (Funahöfði og Smiðjuvegur) og D-13 ehf. (Dalshraun). Þessi tvö eignarhaldsfélög eru síðan í eigu LTC ehf. Miklar tekjur en lítill hagnaður Fyrir þremur árum gaus upp fjöl- miðlafár vegna umfjöllunar frétta- skýringarþáttarins Bresta um að- búnað leigjenda í áðurnefndum húsum. Kastljós þáttarins beindist að fasteignunum við Funahöfða þar sem um fjörtíu einstaklingar bjuggu – útlendingar, einstak- lingar á hrakhólum, fíklar, ungt fólk í háskólanámi og fjölskyldu- fólk. Í umfjölluninni var fullyrt að óþrifnaður væri mikill og pödd- ur voru sagðar skríða um gólf. Einnig var að sögn öllu lauslegu stolið. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn við fjöl- miðlamenn fyrir þremur árum. Síðan þá hefur lítið breyst nema hvað umfang starfseminnar hefur vaxið enda eftirspurnin eftir hús- næði aukist gríðarlega undanfarið. Segja má að feðgarnir hafi fund- ið ríkulega tekjulind því tekjurnar eru miklar. Þó vill svo til að hagn- aður af starfseminni er hverfandi. Leigutekjur Leiguherbergja ehf. árið 2016 voru 131 milljón króna en rekstrargjöld voru 119 millj- ónir króna. Stærstur hluti var leig- ugreiðslur til eignarhaldsfélaga feðganna (66 milljónir) og rekstr- arkostnaður íbúðanna (33 millj- ónir króna). Afkoma ársins var um 10 milljónir króna og greiddir skattar tvær milljónir. Þessi afkoma er talsvert betri en afkoma eignarhaldsfélaga Kjærne- sted-feðga. Atlants Holding fékk greiddar 48 milljónir króna í húsaleigu. Afskriftir voru um 20 milljónir króna, húsnæðiskostn- aður 8 milljónir og 19,4 millj- umfangsmikil leigu- Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Smiðjuvegur Leiguherbergi.is reka gistingu á efri hæðum Smiðjuvegs 68, 70 og 72. Myndir Sigtryggur Ari Óþrifnaður Sameiginleg rými, klósett, þvottaaðstaða og eldhús eru óþrifaleg. starfsemi án leyfis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.