Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 20
20 sport Helgarblað 1. desember 2017 æfa með AGF. Ég bankaði upp á, kynnti mig og sagði að ég væri með ákveðinn fjölda af landsleikj- um og hitt og þetta. Ég bað um að fá að æfa með þeim til að halda mér við og einhverra hluta vegna gekk það upp. Það hljóta að hafa verið mikil meiðsli þarna, ég fékk samning fram að áramótum en ég kom út í ágúst. Ég byrjaði nokk- uð sterkt, svo fékk ég lengri samn- ing. Það var alveg frábært, ég var búinn að setja fótboltann í ann- að sætið. Þegar þetta kom upp í hendurnar á mér, ákvað ég að láta slag standa. Ég var orðinn 29 ára gamall og fékk þetta tækifæri.“ Öllari eftir leik og Gammel dansk í morgunmat Menningin í Danmörku á þessum árum var allt önn- ur en hún er í fótboltanum í dag og Ólafur kynnt- ist því fljótt. „Ég man alltaf eftir fyrsta leikn- um sem ég spilaði fyr- ir AGF. Við komum inn í klefa eftir leik- inn og þar kom hús- vörðurinn með tvo kassa af bjór. Bjór- inn flæddi og svo sátu nokkrir með sígarettur inni í klefa og reyktu, þetta var nokk- uð sem hafði ekki tíðkast á Íslandi í ein- hver tíu ár. Mér fannst þetta frekar skrýt- ið. Við æfðum tvisvar á dag þrisvar í viku. Það var þessi hluti, bjórinn og sígar- etturnar, sem ég var mjög hissa á. Þetta var í kringum 1997 og 1998, en síðan heyrir þetta sögunni til. Ég náði restinni af þess- um danska sið; að öllarinn væri í klefanum. Það voru skemmtileg- ir karakterar þarna, ég spil- aði með, Torben Piechnik sem var hjá Liverpool. Hann var mik- ill öðlingur, við vorum saman í húsi í einni æfingarferð, það var dæmi um atvinnumennskuna á þeim tíma. Það var bankað á her- bergisdyrnar hjá mér klukkan 7.15 og Torben lét mig vita að það væri morgunmatur, ég kom fram og þar var diskur og bolli og lítið staup. Ég hugsaði með mér hvort þetta væri berjasaft. Það var ristað brauð og hann hafði hellt upp á kaffi. Svo náði hann í flösku af Gammel dansk. Hann sagði mér að í þessu húsi og í þessari ferð væri alltaf eitt þannig skot á morgnana. Svo var sagt skál og ég hellti þessu í mig. Svo var æfing einum og hálfum tíma seinna. Danir líta á Gammel dansk sem meðal. Andrúmsloftið var skemmti- legt. Þetta hefur breyst mikið, margir þeirra sem ég spilaði með þarna fóru að þjálfa. Það var afar óvænt og gaman að kynnast þessu lífi. Ég fór óvenjulega leið.“ Las Fram ekki nógu vel Eftir að hafa þjálfað U19 ára lið AGF og verið aðstoðarþjálfari að- alliðsins kom Ólafur heim sumar- ið 2004 og bjargaði Fram frá falli. Ári eftir var hann rekinn úr starfi. „Ég gerði örugglega fjölda mis- taka, þegar ég kom til Fram, en þá fannst mér ég þurfa að taka mikið til. Það var stórt stökk úr því umhverfi sem ég hafði ver- ið í, menn mættu á æfingu með rækjusamloku og kók og hopp- uðu út úr bílnum. Þarna þurfti að taka til. Á hverjum nýj- um stað sem þú kemur á eru hlutirnir öðruvísi. Þegar ég kom til Fram þá snerist málið um að halda í horfinu. Mark- miðið var eitt og það var að falla ekki niður um deild. Mistökin sem ég gerði voru að trúa því að það væri eitt- hvað í þessu til lengri tíma litið, árið 2005, en svo féllum við. Allt sumarið töluðu menn um að sama hvernig færi þá myndu menn standa saman. Þegar illa gengur er klassískt að láta þjálfarann taka pokann sinn. Að vera rekinn frá Fram, haustið 2005, var sennilega það besta sem hefur hent mig á ferlinum. Ég tók ekki við Breiðablik fyrr en í júlí árið 2006. Þar var um björgunarstarf að ræða, líkt og hjá Fram. Fljótlega fann ég samt að ég naut mikils stuðnings innan stjórnarinnar, í innsta kjarna. En utan stjórnar gætti óþolinmæði. Árin 2006 til 2008 einkenndust af átökum hjá Breiðabliki. Gengi liðsins hafði ávallt verið upp og ofan, en við náðum að finna stöð- ugleika. Ég skynjaði að raun- hæft væri að horfa fram á veginn og hugsa dæmið til lengri tíma. Munurinn á Fram og Breiðabliki var að hjá Breiðabliki var frábær aðstaða og yngri flokkarnir skil- uðu frábærum leikmönnum. Maður þarf að hugsa þetta dæmi á tveimur stigum; að komast í úrslit núna og á sama tíma að hugsa til fram- tíðar. Hjá Fram var ég kannski ekki nógu einbeittur varðandi að komast í úrslit, þá og þegar. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi hvorki lesið klúbb- inn né leikmennina nógu vel. Það er ekkert eðlilegt við það að sitja fundi með stjórnarmönnum og ræða af hverju hinn og þessi leikmaður væri ekki að spila. Stjórnarmönn- um kemur það ekkert við. Slíkt átti sér aldrei stað hjá Breiðabliki.“ Stjarna sem landsliðsþjálfari hafði ekki áhuga á Sumarið 2008 sló Jóhann Berg Guðmundsson í gegn hjá Breiða- bliki, þá 17 ára gamall. Ólafur reyndi að koma Jóhanni í U19 ára landsliðið en án árangurs. „Við vorum í æfingaferð á Spáni árið 2008 og Marel Baldvinsson meiddist. Jóhann Berg kom þá inn í liðið og byrjaði að æfa með okk- ur. Hann leit aldrei um öxl eftir það. Ég hitti Jóhann Berg haustið 2007. Ég var í Fífunni og þar kom inn drengur og gaf sig á tal við Arnar Bill, aðstoðarþjálfara minn. Þarna var Jóhann kominn og spurði hvort hann mætti ekki fá bolta. Ég spurði Arnar út í hann og hann sagði mér að Jói hefði verið úti í Englandi og væri mjög flottur leikmaður. Arnar sagði mér að Jó- hann hefði slitið krossband. Hann byrjaði að æfa með 2. flokki og Pétur Pétursson, sem var þjálfari þar, vildi skóla hann til. Ég sá hann spila leik í Fífunni og vildi fá hann tafarlaust inn í meistaraflokkinn. Það var æfinga- helgi hjá U19 ára landsliðinu og ég komst að því að Jói hefði ekki verið valinn. Ég hringdi í þjálfara liðsins og sagði sem var, að mér væri fyr- irmunað að skilja hvers vegna Jói hafi ekki verið valinn. Þjálf- arinn sagði mér að Jói væri ekki nógu góður en ég sagði honum að hann skyldi taka Jóa inn á æfingar. Hann var ekki sann- færður en fór að ráðum mínum. Svo var hópur- inn valinn og Jói ekki í honum. Ég hringdi aftur í þjálfarann og spurði hverju það sætti. Hann sagði mér að hann hefði betri leikmenn, Jói væri slak- ur í vörn og væri bara dúkkulísa. Ég sagði að ég nennti ekki að ræða þetta meira við hann en sagði honum þó að þetta yrði í síðasta sinn sem hann myndi ekki velja Jóa; það væri ekki hægt að ganga fram hjá honum. Og viti menn – U21 árs lands- liðið var valið og hver var þar ef ekki Jóhann. Næstu landsleikir á eftir voru svo A-landsleikir.“ Heppinn að missa ekki starfið í Kópavogi Ólafur vann fyrsta stóra bik- arinn í karlaflokki í Breiðabliki sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari. Fyrr það sumar hafði komið til tals að víkja Ólafi úr starfi. „Það var sætt að vinna bikarinn um haustið. Ég veit í dag að það stóð styr um mig. Í dag brosa til mín menn sem sögðust alltaf bakka mig upp, en gerðu það þó ekki. Það skiptir mig litlu. Menn verða að eiga það við sína samvisku. Þá var stjórnin og fleiri grjót- hörð á því því að ég ætti að halda áfram. Ég persónulega upplifði þar stuðning sem ég hef hvergi áður upplifað sem þjálfari. Við hefðum ekki orðið Íslands- og bikarmeistarar ef ekki hefðu ver- ið menn þar sem settu hnefann í borðið, trúðu á að verið væri að „Það var bara handaband og málið búið, ég sagði bara við hann að það væri grátbroslegt að við værum að fara að vinna saman. Klókur Ólafur er afar klókur þjálfari og er nú mættur heim í Hafnarfjörðinn. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.