Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 57
Vikublað 1. desember 2017 9 sig í hárgreiðslunám við Iðnskólann í Reykjavík. „Svo var ég að vinna á börum, veitingastöðum og kaffihúsum á kvöldin. Ég held að ég hafi örugg- lega unnið á hverjum einasta bar í bænum,“ rifjar hún upp og fær sér lítinn sopa af espresso macchiato. Sköpunargleðin og frumkvöðla- eðlið gerðu það að verkum að Ásdís lét sér ekki duga að vinna bara við að afgreiða drykki. Ekki leið á löngu þar til hún var byrjuð að skipuleggja hvers konar skemmti- kvöld og fegurðarsamkeppnir, til dæmis Ungfrú Hawaiian Tropic, Miss Kiss og fleiri fjöruga viðburði sem djammarar um fertugt eiga auðvelt með að rifja upp í dag. Í gegnum þessa viðburði má segja að hún hafi verið uppgötvuð sem glamúrfyrirsæta og þar með byrj- uðu draumar sveitastelpunnar að rætast. Var ekkert ofsalega ánægð með mig Hún rifjar upp hvernig hún, sem krakki, heillaðist af tískufyrir- sætum á borð við Kate Moss, Naomi Campbell og þessum helstu næntís fyrirsætum sem mynduðu fyrstu kynslóð fyrirsæta sem urðu heimsþekktar eins og leikkonurnar í Hollywood. „Eins og margar stelpur á þessum árum var ég alveg með stjörnurnar í augunum yfir þessum skvísum þótt ég hafi ekki verið mikið efni í fyrirsætu á þessum tíma. Ég var bara svona sveitastelpa, svolítið þykk, kannski ekkert rosalega fríð þannig séð, ég veit það ekki, ég var að minnsta kosti ekkert ofsalega ánægð með mig. Svo rættist allt í einu úr mér á kynþroskaaldrinum. Ég skánaði aðeins ef svo mætti að orði komast,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég varð alveg svakalega hissa þegar ég var fyrst beðin um að sitja fyrir. Trúði því varla að fólk vildi fá mig í þetta. En svo fór ferillinn í gang og ég naut þess í botn að æsku- draumurinn um að gerast fyrirsæta væri að rætast,“ segir Ásdís sem þá var sautján ára og nýbúin að eiga sitt fyrsta barn, soninn Róbert sem nú er orðinn tvítugur. Vílaði ekki fyrir sér að sitja fáklædd fyrir á myndum Sjálf segist Ásdís strax hafa gert sér fulla grein fyrir því að útlit hennar hentaði ekki vel í tískufyrirsætustörf. Tískufyrirsætur séu bæði hærri og grennri, en hún íturvaxin með ávalar línur. Því lá það fyrir henni að gerast „pin-up“ eða glamúrfyrirsæta. Hún vílaði ekki fyrir sér að sitja fyrir fáklædd á myndum en til þess þurfti talsvert hugrekki í fámenninu hér á Íslandi í kringum síðustu alda- mót. Nafnið Ásdís Rán varð fljótt á allra vörum enda var hún, og er líklegast enn, eina íslenska konan sem hefur gert þessa tegund fyrir- sætustarfa að sínu aðalstarfi. Hún veltir þessu aðeins fyrir sér og þá sérstaklega breytingunni sem hefur orðið á tíðarandanum síðustu árin. Viðhorfum samfélagsins til kvenna og líkamlegs kynþokka þeirra, ef svo mætti að orði komast. „Þetta er svolítið mótsagna- kennt. Í dag má ekkert gera af hlut- um sem þóttu sjálfsagðir í kringum 2000 og áður. Þá birtust reglulega myndir af fáklæddum glamúrfyrir- sætum í innlendum tímaritum. Ég var meira að segja með sjónvarps- þátt sem gekk út á að finna flottasta bikinímódel landsins. Ég sé það ekki gerast núna en á sama tíma er fólk samt búið að slaka mjög mikið á dómhörku í garð kvenna og bara fólks almennt. Fólk má vera meira eins og það langar til held ég, en svona myndir eru samt alls ekki vel séðar. Ég furða mig oft á því hvað það leyfist lítið á Íslandi sem þykir sjálfsagt mál annars staðar. Í öllum þeim löndum sem ég hef búið í er glamúrfyrirsætum tekið fagnandi enda mikil sala í þessum útgáfubransa. Maxim, Playboy, FHM, dagblöðin … alls staðar sér maður glæsilegar og kynþokkafull- ar konur sem skilgreina mætti sem glamúrmódel en hér á litla Íslandi er þessi tegund fyrirsætustarfa ekki vel séð lengur,“ segir hún hugsi. „Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari breytingu. Ætli það sé ekki kvenréttindabaráttan? Nú fá stelpur frekar þannig uppeldi að þær langar, eða þora síður, að verða glamúrfyr- irsætur. Þegar ég var ung þá fannst flestum stelpum hins vegar svaka- lega eftirsóknarvert að vera „hot“ og þannig er það enn í öllum löndum sem ég hef búið í. Ætli ég sé ekki bara síðasta íslenska glamúrmódel- ið,“ segir hún og hlær dátt. Elskuð og dáð í Búlgaríu sem tekur glamúrfyrirsætum opnum örmum Það var einmitt í gegnum glamúr fyrirsætustörfin sem Ásdís kynntist seinni barnsföður sínum, fótboltamanninum Garðari Gunnlaugs- syni. Hún var tuttugu og tveggja ára, einstæð móðir og um- boðsmaður Hawaiian Tropic en hann nítján ára knattspyrnumaður og fyrirsæta. Hún fékk hann til að sitja fyrir í auglýsingu fyrir sólar- vörurnar og þau felldu saman hugi. Ekki leið á löngu þar til Garðari bauðst að starfa sem atvinnumaður í knattspyrnu á erlendum vettvangi og hjónin fluttu úr landi. Árið 2005 fæddist þeim son- urinn Hektor og tveimur árum síðar fæddist Viktoría. Fjölskyldan bjó meðal annars í Svíþjóð, „Ég var ekkert ofsalega ánægð með mig“ „áfallastreituröskun er svo hræðilegt fyrirbæri. Þetta eru eins og öldur sem bara hellast yfir mann og maður veit ekkert hvenær þær koma. LífstíLshandbók fyrir konur „Mig langar að beina þessari bók og skilaboðum mínum til kvenna sem hafa kannski staðið í sömu sporum. Eru fastar í einhverju fari, neikvæðar, kannski með lítið sjálfsálit og langar að ná sér upp úr því. Bók- inni er ætlað að hjálpa lesendum að þekkja sjálfa sig betur og koma sér af stað með að láta draumana rætast. Ná tökum á lífinu, meðal annars með markmiðasetningu og sjálfsskoðun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.