Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 15
KYNNING Faktoría er nýtt fjármálatækni-fyrirtæki (e. fintech) sem býð-ur fyrirtækjum að fjármagna kröfur þeirra. Fjárflæði fyrirtækja getur verið mjög sveiflukennt en kostnaðurinn fer aldrei í frí, það þarf að greiða laun og launatengd gjöld um hver mánaðamót auk fjölmargra annarra fastra kostnaðarliða, á meðan útistandandi kröfur falla ekki á gjalddaga fyrr en eftir mánuð eða mánuði. Þessar kröfur eru hins vegar fjármagnaðar strax hjá Faktoríu, biðin eftir peningunum getur farið alveg niður í eina klukkustund. „Við erum að bjóða nýja tegund af fjármögnun fyrir fyrirtæki sem er nokkuð til hliðar við allt skrifræðið og biðina sem fylgir hefðbundinni lána- fyrirgreiðslu,“ segir Hörður Bender, stofnandi og eigandi Faktoría, en auk hans starfa við fyrirtækið þeir Finnur Freyr Gunnarsson og Haukur Baldvinsson og saman mynda þeir þriggja manna samhent teymi. Hin skilvirka og hraða þjónusta Faktoríu hvílir á afar velvirkum hugbúnaði sem þróaður var í nokkur ár og prófaður með örfáum viðskiptavinum áður en starfsemin hófst formlega fyrir rétt rúmu ári: „Við erum hluti af hinni svokölluðu Fintech. bylgju, þ.e. Fin- ancial Technology, en hjá Seðlabanka Íslands og á Alþingi hefur verið kallað eftir meiri flóru í fjármálageiranum. Við erum klárlega að svara því kalli,“ segir Hörður. Það er fleira sem gerir kröfufjár- mögnun þægilegri en hefðbundna fjármögnun: Það þarf engin veð. Það þarf bara gilda kröfu, Faktoría gengur úr skugga um að reikningurinn sé réttur og þar með er forsendan fyrir fyrirgreiðslu komin. Að sjálfsögðu innheimtast ekki allar kröfur og því er áhætta í spilun- um sem Faktoría tekur á sig, en föst innheimtuþóknun er 2,5% af kröfunni. Það þýðir til dæmis 25.000 krónur af 1 milljón, sem fyrir marga er lítið í samanburði við það óhagræði sem hlýst af því að bíða eftir að viðskipta- vinir greiði kröfur eða fá hefðbundna lánafyrirgreiðslu hjá banka. Að sögn Harðar er markhópur Faktoríu lítil og meðalstór fyrirtæki eða nánar tiltekið fyrirtæki með 5 til 100 starfsmenn: „Stærsti geirinn hjá okkur er byggingariðnaðurinn og síðan eru það sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan er gott dæmi um starfsemi þar sem fjárflæði er ójafnt. Það er oft gott yfir sumarið en síðan er mun erfiðara að reka fyrirtækin yfir vetrartímann. Þá er gott að hafa þessa fyrirgreiðslu sem jafnar út sveiflurnar. Núna eru sérverslanir töluvert að leita til okkar, sem vantar fjármagn til að byggja sig upp fyrir jólin, þurfa að fylla á lager- inn og það er þungt að leggja út fyrir slíku þó að það eigi eftir að skila sér allt til baka í jólasölunni,“ segir Hörður. Sem fyrr segir hefur Faktoría að- eins verið í rúmt ár á markaðnum eftir langan aðdraganda þar sem menn huguðu vandlega að því að treysta tæknilegan grunn starfseminnar. Hörður segir að viðtökurnar hafi verið frábærar og þjónustan er greinilega kærkomin fyrir mörg lítil og meðalstór fyrirtæki. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þjónustuna betur og hafa ef til vill þörf fyrir fjármögnun af þessu tagi ættu endilega að skoða vel vef fyrir- tækisins, faktoria.is. Þar eru greinar- góðar og aðgengilegar upplýsingar auk þjónustuvefjar þar sem viðskipta- vinir taka nokkur skref að fjármögn- uninni í einföldu og traustu ferli. Á vefnum er einnig að finna síma- númer þeirra Harðar, Finns og Hauks og er velkomið að hringja í þá og fá nánari upplýsingar og útskýringar á þjónustunni í símtali. Ný fjármögnunarleið: Fáðu kröfurnar þínar greiddar strax! FAkTorÍA FjármAGNAr óGreiddAr kröFur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.