Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 15. desember 2017fréttir Þessar fréttir bar hæst í vikunni Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni spjöld sem auglýstu starfsem- ina og var ætlunin að dreifa þeim sem víðast meðal þeirra sem hafa áhuga á að nota slíka þjón- ustu. Samkvæmt heimildum DV hefur lögregla það til rannsókn- ar að fleiri en Alexander tengist skipulagningu vændisstarfsem- innar og beinist sú rannsókn út fyrir landsteinana. Alexander gerðist sekur um alvarleg trúnaðarbrot í starfi sínu fyrir Barnavernd Reykjavík- ur. Herma heimildir DV að hann hafi reynt að koma sér í mjúkinn hjá hjónum sem þekkja vel til í ís- lenska vændisheiminum. Hjónin voru undir smásjá barnaverndar- yfirvalda. DV hefur heimildir fyrir því að Alexander hafi látið hjónin vita um óboðaðar eftirlitsferðir stofnunar- innar á heimili þeirra sem og upp- lýst þau um hverjir hefðu tilkynnt þau til Barnaverndar. Blaðamað- ur DV hafði samband við umrædd hjón en neituðu þau því staðfast- lega að slík atburðarás hefði átt sér stað. Því næst slitu þau samtalinu. Neyddist til að hætta Eins og kom fram í fyrri frétt DV af málinu var Alexander vel liðinn meðal samstarfsmanna sinna hjá Barnavernd og var starfsfólk í upp- námi yfir meintri aðkomu hans að vændisstarfsemi. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið fullyrti Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, að Alexander hefði verið farsæll í starfi. Í skriflegu svari til DV sagð- ist Halldóra ekki kannast við að meinbugir hafi verið á vinnu Al- exanders hjá Barnavernd Reykja- víkur. Þá hafi starfslok hans ekki á neinn hátt tengst meintri vítaverðri háttsemi. Ann- að segja heimildir DV en þær herma að kvartanir hafi borist vegna framgöngu hans sem hafi orðið til þess að Alexander neyddist til að láta af störfum. Þá hafði Barnavernd verið látin vita af því að Alexander hefði hlotið dóm sem ungur maður. Heillaði húsráðendur Vændishúsið var staðsett í Fiskakvísl og tók Alex- ander hana á leigu í eig- in nafni. Eins og ástatt er á íslenskum fasteigna- markaði var íbúðin um- setin þegar hún bauðst til útleigu og voru á ann- an tug einstaklinga sem sóttust eftir því að taka íbúðina á leigu. Fjölmargir voru boðaðir í við- töl. Alexander mætti í slíkt viðtal og heillaði eigendur íbúðarinnar með persónutöfrum sínum. Hann varð hlutskarpastur um íbúð- ina, skrifaði undir leigusamning og breytti íbúðinni umsvifalaust í hóruhús. DV hefur heimildir fyrir því að eigendur íbúðarinnar séu miður sín vegna málsins og hafi átt erfitt með svefn fyrstu dagana. Báðust eigendur íbúðarinnar und- an viðtali við DV og vilja gleyma málinu sem fyrst. Klukkutími á 43 þúsund krónur Áhugasamir vændiskaupend- ur gátu pantað tíma hjá perúsku konunum í gegnum símanúmer eða á tölvupóstfangi. Með skjótri leit á netinu koma strax í ljós fjöl- margar síður þar sem þjónustan er auglýst, til dæmis á vændissíðunni alræmdu City of Love. Þá er þjón- usta þeirra einnig rædd á hinni viðurstyggilegu vefsíðu chansluts. Þar ræða sumir viðskipta- vinirnir þjónustuna, hvort myndirnar af konunum séu ekta og hvort verðið sé sanngjarnt. Kemur fram að hálftími kosti 250 evrur, eða 31 þúsund krónur, en klukkustund kosti 350 evr- ur, eða 43 þúsund krónur. Þá var vefsíðan ice6s- ecret.com sett í loft- ið á með- an vændisstarfsemin var í gangi. Með einfaldri leit má sjá að Alexander var skráður lénshafi fyrir síðunni sem var sett í loftið fyrir um 10 vik- um. Varaði við lögreglunni Rúmum mánuði áður en Alexand- er og eiginkona hans voru hand- tekin og starfsemin upprætt birti einn notandi chansluts viðvörun á síðunni. Segist hann hafa ætlað að fara að hitta konurnar en tekið þá eftir óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum sitjandi úti í bíl skammt frá. Forðaði maðurinn sér á hlaup- um og vildi meina að annaðhvort væri lögreglan byrjuð að fylgjast með konunum eða þá að um gildru væri að ræða. Aðrir notendur sem höfðu nýtt sér þjónustuna blésu á þessi varnaðarorð og sögðu að ekk- ert væri að óttast. Allt hefði gengið eins og í sögu hjá þeim. Líklega fá þessir aðilar makleg málagjöld því fram hefur komið að lögreglan lagði hald á skrá yfir við- skiptavini Alexanders og verða þeir boðaðir í skýrslutöku á næstunni. kristjon@dv.is, hjalmar@dv.is, bjornth@dv.is Hrafnhildur keypti sér köku í Reykjavík og endaði á bráðamóttökunni: „Ekki í lagi að þurfa að óttast um líf sitt“ Ranglega merktur vegan matur var mikið í deiglunni í vikunni. DV.is greindi frá máli Hrafnhildar Jóhann- esdóttur sem þurfti að leita á bráðamóttöku eftir að hafa borðað súkkulaðiköku á kaffihúsi sem merkt var vegan en var það ekki. Hrafnhildur, sem er með ofnæmi, bólgnaði upp og fékk útbrot skömmu eftir að hafa innbyrt kökuna. Dv.is fjallaði einnig um mál Steinunnar Valbjörnsdóttur sem pantaði sér vegan- pitsu á veitingastaðnum XO en osturinn á pitsunni reyndist innihalda dýraafurðir. dv.is Jólakraftaverk fjórða árið í röð: „Alltaf hellingur af nýjum fjölskyldum sem leita aðstoðar ár hvert“ Pressan tók viðtal við Öldu Björk Guðmundsdóttur sem stýrir Facebook-síðunni „Jólakraftaverk“ sem aðstoðar fátækt fólk með jólagjafir, jólamat, skógjafir og fleira. Fréttin hefur væntanlega yljað mörgum um hjartarætur og hvatt aðra til góðra verka. Pressan.is 26 „Hvað er að, Heimir minn? Þú hefur ekki beðið um viðtal við mig um þessa nýju bók. Þú fengir það um leið, enda góður og vel menntaður fréttamaður (fyrrverandi nemandi minn!) - og raunar í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, svaraði Heimi Má Péturssyni fréttamanni, sem var ósáttur við að Stefán hafi farið í Silfrið. Heimir vildi meina að Stefán kæmi aldrei í viðtöl til sín en væri nú að snobba fyrir RÚV. 40 „Sé að fólk gerir lítið úr þessu en kannski snýst málið um vörusvik. Burt séð frá vegan ekki vegan. Ef fyrirtæki gefur sig út fyrir að vera með vöru en svíkur og blekkir síðan kaupandann er það ekki væll kaupandans. Það eru svik seljandans. Um það snýst málið.“ Bárður Örn Bárðarson benti á að þótt fólki þætti ekki mikið koma til þess að vera vegan þá afsakar það ekki að blekkja viðskiptavini. Veitingastaður- inn XO seldi pitsur undir þeim formerkjum að vera vegan en raunin var önnur. 33 „Aldrei í mannkyns- sögunni hafa verið fleiri þrælar í heiminum en akkúrat núna. Þrælar nútímans eru um allan heim, af öllum kynþáttum og kynjum. Ég á ansi erfitt með að sjá að svona verkefni geti verið neikvætt. Get ekki annað en ímyndað mér að ungmenn- in sem framkvæmi þetta verkefni setji sig í spor fólks sem haldið er sem þrælar og sjái þannig enn betur hversu ógeðfellt slíkt er.“ Jóhann Ingi Ólafsson sagði sína skoðun á verkefni grunnskóla- barna þar sem þau voru beðin um að búa til sinn eigin þræl með bakgrunn, fjölskyldu og drauma. Verkefnið var gagnrýnt af Fanný Cloé og öðrum. Skipulagði vændið í starfi hjá Barnavernd Alexander lét skjólstæðinga stofnunarinnar vita af óboðuðum heimsóknum A lexander Manriqeu Elí- asson, sem liggur undir grun um að hafa skipulagt vændisstarfsemi í íbúð við Fiskakvísl í Ártúnsholti, hóf skipulagningu starfseminnar á meðan hann starfaði hjá Barna- vernd Reykjavíkur. Þetta herma öruggar heimildir DV. Alexand- er hætti störfum hjá hinni opin- beru stofnun í apríl á þessu ári en hálfu ári síðar var hann handtek- inn ásamt eiginkonu sinni í tengsl- um við rannsókn málsins. Þá höfðu þrjár stúlkur frá Perú selt blíðu sína í nokkrar vikur í íbúðinni sem var leigð á nafni Al- exanders. Við húsleit var lagt hald á tölvur, síma og um þrjár milljónir króna í reiðufé. Alvarleg trúnaðarbrot í starfi DV hefur heimildir fyrir því að Alexander hafi haft uppi háleit- ar hugmyndir um starfsemina. Hann ætlaði að leggja undir sig íslenska vændismarkaðinn. Með- al annars lét hann búa til nafn- Ice6secrets Alexander lét framleiða þessi nafnspjöld til þess að auglýsa starfsemina. Ætlunin var að dreifa þeim sem víðast. Fiskakvísl Í Fiskakvísl var vændisstarfsemi rekin. Alexander Manriqeu Alexander var handtekinn ásamt eiginkonu sinni, grunaður um vændisstarfsemi. Ein af perúsku vændiskonunum Myndunum af konunum var dreift á fjölmargar spjallrásir ásamt upplýsingum um hvernig hægt væri að panta tíma. Á myndinni sést ein kvennanna þykjast lesa Fréttablaðið en slíkt er algengt meðal erlendra vændiskvenna til þess að sýna að þær séu raunverulega staddar á landinu. Engar heimildir eru fyrir því að afburðamiðillinn DV sé notaður í slíkum tilgangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.