Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 8
8 Helgarblað 15. desember 2017fréttir
hjálparsíður á Facebook og hefur
til að mynda þannig náð að halda
afmæli fyrir börnin sín. Vinnufé-
lagi barnsföður hennar tók sig til
að mynda til og leigði sumarbú-
stað fyrir fjölskylduna þar sem þau
munu dvelja yfir jól og áramót. Þökk
sé hjálpsemi og samúð annarra þá
sér Kristín fram á að geta haldið jól í
ár. Öðruvísi gæti hún ekki haldið jól
með fjölskyldu sinni.
„Ég er bara orðlaus af þakklæti.
Án þeirra væri þetta ekki hægt.“
Kristín var ein þeirra sem komu
að stofnun Facebook-síðunnar
Jólakraftaverk fyrir nokkrum miss-
erum og átti þá þátt í því að styðja
við bakið á öðrum með matargjöf-
um og styrkjum. Hún trúir því að
hún sé að fá það til baka núna.
„Fyrr í haust fékk ég lamba-
skrokk á ódýru verði frá vinkonu
minni og hugsaði þá með mér
að það væru svo margir í sömu
stöðu og ég og myndu glaðir vilja
fá lambalæri og hrygg um jólin.
Þannig að ég gaf nokkrum öðrum
af skrokknum og tveimur dögum
seinna fékk ég gefins þessa sumar-
bústaðarferð. Svona virkar karma.
Íslendingar geta verið svo kær-
leiksríkir.“
„Ég fékk síðan 50 þúsund króna
styrk frá einni konu og get því keypt
jólagjafir fyrir börnin. Vinkona mín
hefur síðan boðist til að gefa mér
20 þúsund krónur. Ég get ekki ann-
að en grátið af gleði. Án þeirra gæti
ég ekki haldið jól. Það verða pakkar
og jólabíómyndir og kósíkvöld. Þau
vita að jólin snúast ekki bara um
pakkana heldur það að vera saman
og eiga góðar stundir.“
Mörg heimili sem berjast í bökkum
„Þetta er auðvitað erfitt fyrir börn-
in en þau skilja þetta. Þetta er eig-
inlega erfiðast fyrir mig. Þegar þú
getur ekki gefið börnunum þínum
það sem þau vilja helst í jólagjöf þá
líður þér eins og þú sért að bregð-
ast þeim. Ég vildi að ég gæti bara
sleppt jólunum og þyrfti ekki að
pína mig á hverjum degi.“
Sigrún Dóra Jónsdóttir er
fjögurra barna einstæð móðir og
öryrki sem búsett er á Suðurnesj-
um. Hún skildi við eiginmann sinn
árið 2016 og hefur undanfarin
misseri barist í bökkum fjárhags-
lega. Þannig hefur hún nýtt sér öll
þau úrræði og aðstoð sem í boði
er: félagsþjónustu, barnaverndar-
yfirvöld og kirkjuna. Hún flutti
nýverið í enn eitt leiguhúsnæðið
með börnin eftir mikinn barning
á leigumarkaðnum. Kostnaður-
inn við flutningana setti stórt strik
í reikninginn og sér hún fram á af-
skaplega fátækleg jól í ár.
Hún býst við því að geta keypt í
jólamatinn með gjafakorti hjá Nettó
sem hún fær úthlutað frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Þá styrkti yndis-
leg kona Sigrúnu Dóru um 30 þús-
und krónur nú á dögunum. „Þannig
að ég ætti að geta keypt í matinn og
eytt svo þessum örfáu krónum sem
eftir eru til að kaupa gjafir. En þá er
eftir allt hitt; fatnaður, gjafapapp-
ír, skraut. Það er sama hversu ódýrt
eða dýrt þú kaupir, þetta eru alltaf
svakaleg útgjöld þegar þú þarft að
velta fyrir þér hverri einustu krónu
sem þú átt.“
Sigrún Dóra bendir jafnframt
á að andstætt við það sem margir
halda þá er ekki hlaupið að því fyr-
ir hvern sem er að „fá bara lánað
hjá mömmu og pabba“ eða „redda
málunum“ með því að hækka yfir-
dráttinn. „Ég get til dæmis ekkert
bara keypt allt á Netgíró þegar ég
er ekki með lánstraust. Það er fullt
af fólki í sömu stöðu og ég. Það
eiga ekkert allir ættingja sem geta
bara lánað þeim og það er ekk-
ert hægt að segja bara að mamma
reddi þessu. Þetta er ekki svona
einfalt.
Tölurnar sem Fjölskylduhjálp
gefur út sýna bara lítinn hluta
þeirra sem eru í sárri neyð. Það
eru miklu fleiri heimili sem eru að
ströggla.
Ég er búin að segja við börnin
mín að það verði ekki gefnar dýr-
ar jólagjafir í ár. Þau sætta sig við
það en það er svo erfitt andlega að
þurfa að segja þeim þetta. Ég svaf
ekkert í nótt því það þyrmdi yfir
mig út af þessu öllu.“
Hún bætir því við að börn-
in hennar skilji aðstæðurnar. „En
auðvitað finnst þeim þetta leiðin-
legt. Sérstaklega af því að áður fyrr,
þegar við höfðum það betra, þá
fengu þau dýrar jólagjafir. Ég finn
að ég er búin að keyra mig út og er
alveg á mörkunum. Ég finn að það
er að slökkna á mér, um leið og ég
kem inn um dyrnar heima þá er
ég hrædd um að ég muni brotna
saman.
En ég redda mér, ég geri það
alltaf. Þessi jól koma, alveg sama
hvað. Ég trúi á það góða í fólki og ég
vil trúa að það sé til meira af góðu
fólki en vondu fólki þarna úti.“
Hún hvetur fólk til þess að
hugsa um náungann í jóla-
mánuðinum og rétta öðrum hjálp-
arhönd.
„Það þarf svo lítið. Setja smá mat
í poka eða lauma jólapakka undir
tréð í Kringlunni. Við búum í stór-
kostlegu samfélagi þar sem almenn-
ir borgarar eru magnaðir. Með því
að standa saman er allt hægt.“
Góðverkið borgaði sig
Í tengslum við vinnslu greinar-
innar talaði blaðamaður við Jón
Heiðar Reynisson sem þekkir það
af eigin raun að þurfa að treysta á
gjafmildi annarra til að geta dregið
fram lífið. Saga Jóns Heiðars end-
ar hins vegar vel og er það í fyrsta
skipti í ár sem hann sér fram á að
geta haldið jól án aðstoðar.
Jón Heiðar greindist með floga-
veiki árið 1987 og hefur ekki getað
haldist á vinnumarkaðnum vegna
kastanna sem fylgja sjúkdómn-
um. „Fjölskylduhjálpin og mæðra-
styrksnefnd héldu hreinlega í mér
lífinu í mörg ár. Án þeirra veit ég
ekki hvað hefði orðið um mig.
Áður en ég fór til þeirra þá lifði
ég á tímabili á engu nema kaffi
og sykri og var dottinn niður í 45
kíló. Ég hugsaði ekki um þetta sem
ölmusu, í mínum augum var þetta
það eina sem ég gat gert til að lifa
af,“ segir Jón Heiðar, en hann vinn-
ur í dag sem sjálfboðaliði hjá Fjöl-
skylduhjálpinni. „Ég er að reyna
að segja takk fyrir mig. Ég get ekki
sagt það á neinn annan hátt.“
Fyrr í haust hafði Jón Heiðar
náð að skrapa saman 30 þúsund
krónum. Þá fékk hann það sterk-
lega á tilfinninguna að þeim pen-
ingum væri betur varið í þágu
annarrar manneskju. Hann sendi
alla peningana til konu í Dan-
mörku sem hann vissi að átti ekki
til hnífs og skeiðar. „Ég hafði ekki
verið í miklum samskiptum við
hana áður og ég veit ekki alveg af
hverju ég fékk þetta svona á tilf-
inninguna. Ég vissi að hún þurfti
meira á þessu að halda en ég. Ég
gerði þetta ekki með neinni eftirsjá
enda er ég er viss um það að ef þú
gerir einhverjum gott þá muntu fá
það til baka.
Nokkrum dögum síðar fékk
hann hringingu frá Happdrætti
Háskólans og var boðið að taka
þátt. Hann var þá nýbúinn að
leggja á dóttur sína í Danmörku.
„Ég trúi á forlögin og ákvað í hvelli
að ef það væri til ákveðið númer
þá myndi ég nota það til áramóta.
Það númer var ekki til þannig að
ég lagði tölurnar saman og fékk
þversummuna af því og bætti við
aftast. Sú tala var til.
Almættið var með Jóni Heiðari;
hann vann 160 þúsund krónur út
á númerið. Hann sér því fram á að
geta haldið jól í ár.
„Raunin er sú að þetta kom mér
ekki á óvart. Ég trúi ekki á tilviljan-
ir í þessu lífi þegar guð er annars
vegar.“ n
Aleigan er 251 króna
„Mér finnst það slæmt að núna er bara ein stór úthlutun 20. des-
ember. Sá matur á síðan að dreifast yfir öll jólin. Áður fyrr mátti
koma aftur á milli jóla og nýárs og sækja mat. Þetta eru margir frí-
dagar í röð þannig að ég skil ekki hvernig fólk á að fara að því að
láta þetta endast. Ég er þó heppin og er boðið í mat
hjá ættingjum á aðfangadagskvöld
og gamlárskvöld. Þannig get ég
get nýtt matargjafirnar hina dag-
ana,“ segir önnur kona sem DV
ræddi við í tengslum við vinnslu
greinarinnar. Sú er einstæð
móðir tveggja stúlkna en önn-
ur þeirra glímir við mikla andlega
fötlun og þroskaskerðingu. Konan
er öryrki og býr í félagslegu húsnæði með
dætrum sínum.
„Ég veit ekki hvernig jólin verða núna. Ég
á 251 krónu eftir og get ekki einu sinni leyst út
nauðsynleg lyf fyrir dóttur mína. Maður reyn-
ir það sem maður getur til að redda sér. Ég hef
reynt að endurgefa til dæmis afmælisgjafir sem
ég hef fengið. Og reynt að dreifa kaupunum, kaupa
eina gjöf hér og eina gjöf þar. Svo tek ég þátt í öllum
Facebook-leikjum sem ég finn og hef verið það heppin að vinna
miða fyrir tvo á jólatónleika. Ég þurfti þá að gera upp á milli barn-
anna og gat einungis boðið annarri þeirra með þar sem ég gat
ekki keypt aukamiða. Hin fékk þó að fara á jólaball fatlaðra með
skammtímavistuninni. Ég gat réttlætt þetta þannig.“
tvö þúsund mAnns
þiggjA hjálp í ár
„Þeir sem eru með lægstu
framfærsluna geta einfald-
lega ekki haldið jól nema
með aðstoð frá hjálpar-
samtökum,“ segir Ásgerður
Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands. Í
Reykjavík fer jólaúthlutun til
einstaklinga fram þann 18.
desember og 20. desember
til fjölskyldna. Í Reykjanes-
bæ fer úthlutun fram 22.
desember. Ásgerður kveðst
gera ráð fyrir að rúmlega tvö
þúsund einstaklingar muni njóta góðs af jólaúthlutun Fjölskyldu-
hjálparinnar í ár. Þar af eru rúmlega þúsund fjölskyldur.
Hún segir að um svipaðan fjölda sé að ræða nú í ár og í fyrra.
„Ég get ekki séð að þessi tala fari eitthvað lækkandi. Einhverjir detta
út og þá koma aðrir í staðinn. Stærsti hópurinn er öryrkjar með fjöl-
skyldu. Einstæðir feður og mæður og svo eldri borgarar,“ segir Ás-
gerður og bætir við að ungt fólk í lægstu launaflokkunum sæki sér
einnig aðstoð í stórum mæli.
„Við erum með mat fyrir aðfangadagskvöld. Óreyktan úrbeinað-
an svínahnakka. Síðan er það allt meðlæti, sykur, hveiti, sulta, an-
anasbitar, gos, kaffi, grænmeti, kartöflur og kex.
Síðan erum við með 1.300 miða frá Subway sem við munum gefa
fólki á meðan birgðir endast. Við getum ekki verið með mat fyrir ann-
an í jólum og gamlárskvöld. Við höfum einfaldlega ekki bolmagn í það.“
Lokað var fyrir umsóknir um jólaúthlutun í lok nóvember
en Ásgerður segir að enn sé mikið hringt og spurt. „Okkur finnst
leiðinlegt að geta ekki sagt já við alla þá sem ekki sóttu um á rétt-
um tíma en við getum ekki annað en bent á að fólki hafði tíu daga
til að sækja um. Að sjálfsögðu finnum við til með fólkinu. Við höf-
um beðið þessa einstaklinga um að hringja aftur 21. desember og
sjá hver staðan er. Við getum því miður ekki lofað því neinu.“
Hún segir marga í uppnámi þegar þeir leita til Fjölskylduhjálp-
arinnar og margir gráti af skömm. Það sé þó ómetanlegt að finna
fyrir þakklæti skjólstæðinganna. „Við höfum þó einnig upplifað það
að einstaklingar sem leita hingað hreyta í okkur ókvæðisorðum,
búnir að brynja sig upp og eru þjakaðir af skömm. Við tökum því
ekki illa vegna þess að við skiljum þessar aðstæður.“
„Þau sætta sig við
það en það er svo
erfitt andlega að þurfa
að segja þeim þetta. Ég
svaf ekkert í nótt því það
þyrmdi yfir mig.