Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Page 13
Helgarblað 15. desember 2017 fréttir 13
Dags í samtali við DV fyrir helgi.
Aðstandendur vilja ekki fullyrða
að Dagur hafi verið að verjast árás
en þeim finnst það þó ekki ólík-
legt í ljósi sögu hans. Líkt og fyrr
segir herma heimildir að Dagur
beri fyrir sig sjálfsvörn en hann
varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyr-
ir nokkrum vikum þar sem hóp-
ur erlendra manna gekk í skrokk
á honum. Í því samhengi er bæði
talað um albanska eða pólska
menn. Samkvæmt heimildum DV
er þessi frásögn Dags einnig til
skoðunar hjá lögreglu og ekkert
útilokað í þeim efnum. Þá hefur
lögreglan legið yfir myndböndum
úr eftirlitsmyndavélum sem eru í
nágrenni Austurvallar.
Fjölskyldan þakkar þjóðinni
En ef málið hefur reynt á aðstand-
endur Dags, þá hefur það reynt
enn meira á aðstandendur Klev-
is. Þau hafa þurft að standa straum
af miklum útgjöldum á sama
tíma og þau glíma við mikla sorg.
Um helgina greindi DV frá því að
styrktarreikningur hafi verið stofn-
aður svo unnt væri að flytja lík-
ið til Albaníu og halda jarðarför
þar. Klevis hafði dvalið á Íslandi í
nokkra mánuði en hann kom frá
Barcelona til Íslands í vor. Þá fór
hann aftur til Barcelona í haust en
kom aftur til landsins í nóvember.
Aðstandandi Klevis sagði í
samtali við DV í gær að söfnun-
inni væri lokið þar sem söfnunin
hafi náð markmiði sínu. Fjölskyld-
an fór af landinu í gær. Þökkuðu
þau fjölmiðlum og þjóðinni fyrir
stuðninginn.
„Það tókst að safnast bæði fyrir
flutningnum til Albaníu og jarðar-
förinni. Reikningurinn var einung-
is stofnaður til að safna fyrir þessu
og eins og áður sagði hefur tak-
markinu verið náð. Bæði fjöl-
skylda og vinir eru innilega þakk-
lát, bæði fyrir umfjöllunina sem
og íslensku þjóðinni fyrir hjálpina,
þetta hefði aldrei tekist án ykkar,“
sagði aðstandandi Klevis.
Minningarathöfn um Klev-
is verður haldin þann 17. desem-
ber klukkan 17.00 við Reykjavíkur-
tjörn. Þar verður kveikt á kertum í
minningu hans. n
Hvað gerist fyrstu mínúturnar?
Rannsókn lögreglu skiptist í tvo hluta, það er hin taktíska rannsókn sem snýst um yfirheyrslur, handtökur
og ræða við vitni. Þá er það hlutur tæknideildar sem í árásarmálum snýst um að leita lífsýna. Þeir fram-
kvæma réttarlæknisfræðilega skoðun á meintum geranda og þolanda. Þá er óskað eftir áverkavottorði á
slysasdeild eða frá lækni.
Í morðmáli eða öðrum alvarlegum atburðum eru kallaðir til sérfróðir lögreglumenn. Annars vegar
tæknideildarmenn sem rannsaka vettvang og svo rannsóknarlögreglumenn sem vinna ásamt almennum
lögreglumönnum að rannsókn málsins. Á meðan beðið er eftir að hinir sérfróðu lögreglumenn mæti á
vettvang er það hlutverk almennrar lögreglu að vernda vettvanginn og koma í veg fyrir að sönnunargögn
spillist.
Í upphafi beinist rannsókn að því að hafa uppi á sakborningi og vitnum og skrá allt niður. Síðan er
vettvangurinn verndaður og leitað eftir öllum mögulegum sönnunargögnum sem þar kunna að finnast.
Á vettvangi annast tæknideild alla tæknirannsókn, ljósmyndun og sýnaöflun og annað. Öll vett-
vangsvinna er í þeirra höndum. Þá er einnig farið yfir upptökuvélar í hverfinu og óskað eftir að fá upptök-
ur úr símum frá mögulegum vitnum.
Klevis Sula
Klevis var aðeins tvítugur
þegar hann lést.
Dagur Hoe Sigurjónsson
Er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula í hjartað á Austurvelli.
m
y
n
d
g
a
r
p
u
r
i.
e
lí
sa
b
et
a
r
s
o
n