Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Síða 14
14 Helgarblað 15. desember 2017fréttir R áðherrar síðustu ríkis- stjórnar úthlutuðu rúm- lega 17 milljónum af skúffufé sínu til ýmissa mála það sem af er þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var gjaf- mildasti ráðherrann, en hún úthlutaði alls 3,3 milljónum króna. Guðlaugur Þór Þórðar- son, Sigríður Á. Andersen og Jón Gunnarsson úthlutuðu engu skúffufé og rennur féð því aftur í ríkissjóð. Hinsegin dagar 2017 fengu stuðning frá sex af ellefu ráð- herrum, nam stuðningur- inn samtals 1.350.000 krónum, hæsta upphæðin til Hinsegin daga kom frá Þorsteini Víglunds- syni félagsmálaráðherra, eða 350.000 krónur. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra gaf fyrir minnstu upphæðirnar, gaf hann meðal annars Íþróttasam- bandi lögregluþjóna og Orator, félagi laganema við Háskóla Ís- lands 30 þúsund krónur í styrk. Þorsteinn Víglundsson var gjaf- mildastur, en hann gaf Hugarafli og söfnunarátakinu „Á allra vör- um“ eina milljón í styrk. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið kvöldið 14. september síðastliðinn. Áður en ríkisstjórn- inni var slitið höfðu ráðherrarn- ir samanlagt útdeilt rúmlega 8,5 milljónum króna. Nú þegar rík- isstjórnin hefur lokið störfum og ný tekin við kemur í ljós að ríkis- stjórnin notaði alls 17,5 milljón- ir króna af skúffufénu, eða rúm- lega 9 milljónum króna eftir að ríkisstjórninni var slitið. Björt tæmdi nánast skúffuna Ríkisstjórnin í ár er ekki jafn gjaf- mild og ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks sem útdeildi 31 milljón á árinu 2016 og alls 118 milljónum króna á kjör- tímabilinu 2013 til 2016. Ráðherr- ar hafa samanlagt úr 40 milljón- um króna úr að moða á ári, engar samræmdar reglur eru í gildi um hvernig úthluta á þessu fé. Ráð- herrarnir hafa þó ekki allir sömu upphæðina til að deila út, Krist- ján Þór Júlíusson hafði á síðasta kjörtímabili 6 milljónir króna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir höfðu 4,4 milljónir hvor. Sigríður Á. Andersen og Jón Gunnarsson höfðu 3,75 milljónir hvort. Guð- laugur Þór Þórðarson hafði 3,5 milljónir í utanríkisráðuneytinu. Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson höfðu 3,4 milljónir hvor. Björt Ólafsdóttir og Bene- dikt Jóhannesson höfðu 2,8 millj- ónir hvort og Bjarni Benedikts- son 2,5 milljónir. Björt komst næst því að tæma skúffuna, en það munaði rétt rúmlega 10 þús- und krónum. n n Úthlutuðu 17,5 milljónum á síðasta kjörtímabili n Björt tæmdi næstum skúffuna Úthlutuðu 9 milljónum af skúffufé eftir stjórnarslit Ari Brynjólfsson ari@pressan.is Kristján Þór Júlíusson fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra n Elfar Logi Hannesson, leiklistarhátíðin Act alone. 200.000 kr. n Hollvinafélag Húna II, viðhald og varð- veisla. 500.000 kr. n Önnur verkefni: kr. 550.000 Fyrir stjórnarslit: kr. 1.200.000 Samtals: kr. 1.250.000 Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra n Reykjavík Runway, kynning á íslenskri hönnun kr. 100.000 n Vinir Árnastofnunar kr. 500.000 n Á allra vörum, styrktarsjóður. Kvenna- athvarfið. kr. 500.000 n Önnur verkefni kr. 650.000 Fyrir stjórnarslit: kr. 450.000 Samtals: kr. 1.750.000 Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra n Kvikmyndahátíð í Reykjavík/Stockfish Film Festival kr. 350.000 n Ólafur Sveinsson, vegna dagskrár í tilefni 10 ára afmælis Kárahnjúkavirkjunar kr. 300.000 n Reykjavík Runway, kynning á hönnun í New York kr. 200.000 n Einar Karl Jónsson, samstarfsverkefnið Jaki kr. 500.000 n Hjartavernd, umhverfisvæn frystitækni kr. 500.000 n Á allra vörum, gerð auglýsinga um akstur utan vega kr. 39.400 n Önnur verkefni: kr. 950.000 Fyrir stjórnarslit: kr. 950.000 Samtals: kr. 2.789.400 Bjarni Benediktsson fyrrverandi forsætisráðherra n Einstök börn, stuðningsfélag. Styrkur til að styðja við fjölskyldur barna með sjald- gæfa sjúkdóma kr. 50.000 n Orator, félag laganema. Styrkur vegna útgáfu hátíðarrits kr. 30.000 n Íþróttasamband lögreglumanna. Styrkur átaksins „eftir einn ei aki neinn“ kr. 30.000 n Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga kr. 50.000 n Önnur verkefni: kr. 450.000 Samtals: kr. 610.000 Þórdís K. R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra n Síðasta haustið. Styrkur vegna heimilar- myndar kr. 400.000 n Sýsla ehf., útgáfa spilsins My country kr. 300.000 n Ævintýrakistan. Útvarpsleikrit kr. 200.000 n Samtök atvinnulífsins, hvatningarverðlaun jafnréttismála kr. 200.000 n Tímarit Lögréttu, útgáfa tímarits kr. 100.000 n Orator, félag laganema. Norrænt sam- starf kr. 100.000 n Önnur verkefni: kr. 1.530.000 Fyrir stjórnarslit: kr. 2.200.000 Samtals: kr. 2.830.000 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra n Skákfélagið Hrókurinn, Skákhátíð í Árnes- hreppi kr. 300.000 n Ljósmál. Heimildarmynd kr. 300.000 n Rakel Garðarsdóttir, þátttaka á ráðstefn- unni World Food Summit í Kaupmannahöfn kr. 150.000 n Hjólafærni á Íslandi, hjólaviðgerðir með hælisleitendum kr. 50.000 n Félag heyrnarlausra, vegna starfsemi félagsins kr. 150.000 n WSI GBP 2200 kr. 301.202 n Önnur verkefni: kr. 1.200.000 Fyrir stjórnarslit: kr. 1.450.000 Samtals: kr. 2.651.202 Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra n Á allra vörum kr. 1.000.000 n Hugarafl kr. 1.000.000 n Stígamót kr. 220.000 n Önnur verkefni: kr. 600.000 Fyrir stjórnarslit: kr. 350.000 Samtals: kr. 2.820.000 Óttarr Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra n Félag heyrnarlausra, vegna greiningarvinnu um geðheilbrigði heyrnarlausra kr. 200.000 n Félag fagfólks um átraskanir v/norrænnar ráðstefnu á Íslandi kr. 200.000 n Vinaskákfélagið v/starfs í þágu fólks með geðraskanir kr. 250.000 n Önnur verkefni: kr. 2.105.000 Fyrir stjórnarslit: kr. 1.255.000 Samtals: kr. 2.755.000 Óhressir með fréttaflutning Kastljós tók saman upplýsingar um ráðstöfunarfé ráðherra sumarið 2007 og fékk á sig nokkra gagn- rýni. Þar kom fram að ráðherrar hefðu margir hverjir tæmt skúffurnar í eigin kjördæmum fyrir kosningarnar 2007. Össur Skarphéðinsson sendi Kastljósi kaldar kveðjur í bloggfærslu seint á laugardagskvöldi í júlí og sagði fréttamennina „djúpkafara í skandalaleit“. Björn Bjarna- son var ósáttur við að ráðstöfunarféð væri kallað skúffufé og sagði þá nafngift gefa til kynna að um eitthvert pukur væri að ræða.“ Dældi úr skúffunni á síðasta deginum í ráðuneytinu Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra Fram- sóknarflokksins, úthlutaði 950 þúsund krónum af skúffufé á síð- asta degi sínum í utanríkisráðuneytinu í apríl 2014. Daginn eftir tók hann við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Styrkti hann meðal annars þjóðdansahóp, leikhús á Ísafirði og Landgræðsluna. Árni Johnsen fékk fé til kvikmyndagerðar Í byrjun árs 2016 fékk Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, styrk frá tveimur ráðherrum Framsóknar- flokksins vegna kvikmyndaverkefnis á Grænlandi. Árni John- sen vildi ekki gefa upp hver stæði að þessu verkefni með honum á sínum tíma. Kvikmynd Árna er ekki komin út. Ætlaði að geyma skúffufé fyrir næsta ráðherra Sigrún Magn- úsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins, útdeildi styrkjum fyrir 350 þúsund krónur á síðustu dögum ársins 2016. Fyrir áramót hafði hún sagt að hún ætlaði að geyma skúffufé fyrir næsta ráðherra en þar sem stjórnarmyndunarviðræður drógust á langinn hafi hún ákveðið að deila út fénu þar sem ný heimild tæki gildi um áramótin. Umdeilt skúffufé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.