Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Síða 26
26 sport Helgarblað 15. desember 2017 A lfreð Finnbogason fram- herji Augsburg í Þýska- landi er stutt frá mögn- uðu afreki. Framherjinn hefur iðulega raðað inn mörkum þar sem hann hefur spilað og hjá Augsburg í Þýskalandi hefur fram- herjanum gengið vel innan vall- ar. Alfreð vantar nú aðeins fimm mörk til að verða markahæsti leikmaður Augsburg í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Alfreð hefur skorað 18 mörk fyrir félagið í þýsku úrvalsdeildinni en Tobias Werner skoraði 23 mörk en í 127 leikjum. Alfreð hefur skorað sín 18 mörk í 42 leikjum. Ef fram heldur sem horfir mun Alfreð bæta þetta met og þá verður hann markahæsti leikmaður efstu deildar hjá tveim- ur félögum. Alfreð varð nefnilega markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar hjá Heerenveen í Hollandi þegar hann lék þar, Alfreð raðaði inn mörkum í Hollandi, þar skor- aði hann 53 mörk í 62 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni. Afar ólíklegt er að því meti Alfreðs verði haggað á næstu árum, hann gæti því orðið markahæsti leikmaður í sögu tveggja félaga, þegar kemur að mörkum í efstu deild. Fæddur markaskorari Alfreð hefur alltaf skorað á ferli sínum, á yngri árum sínum rað- aði Alfreð inn mörkum fyrir Fjölni og síðan Breiðablik en þangað fór hann í 3. flokki. Alfreð fékk tæki- færi með Breiðabliki þegar hann var 18 ára gamall og leit nán- ast aldrei um öxl. Hann skoraði 28 mörk í 43 leikjum fyrir Breiða- blik í efstu deild. Framherjinn vakti áhuga margra stærri liða úti í heimi og að lokum samdi hann við Lokeren í Belgíu. Þar gekk brös- uglega og Alfreð hélt til Svíþjóðar þar sem hann raðaði inn mörkum, Alfreð var á láni hjá Helsingborg í nokkra mánuði. Sló í gegn í Hollandi Alfreð hélt þaðan til Hollands og samdi við Heerenveen, strax frá fyrsta degi raðaði Alfreð inn mörk- um fyrir Heerenveen og skoraði hann 0,85 mark að meðaltali í leik. Þar skrifaði Alfreð sig í sögubæk- ur Heerenveen, en á tveimur árum varð hann markahæsti leikmað- ur félagsins í sögu hollensku úr- valsdeildarinnar. Alfreð tók skref til Spánar sem gekk ekki upp og hjá Olympiakos í Grikklandi fékk hann fá tækifæri. Gengur vel í Þýskalandi Eftir brösuglegan tíma fór Alfreð í þýsku úrvalsdeildina sem er ein af þeim sterkari sem hægt er að spila í, Alfreð hefur staðið sig vel með Augsburg og væri líklega orðinn markahæsti leikmaður félagsins í þýsku úrvalsdeildinni ef ekki væri fyrir meiðsli, meiðslin settu stórt strik í reikning Alfreðs á síðustu leiktíð þar sem hann missti út stór- an hluta. Framherjinn hefur hins vegar verið frábær á þessu tímabili og er á meðal markahæstu leik- manna í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabilinu. Sá ekki þennan markahrók Pétur Pétursson var þjálfari Al- freðs þegar hann var að stíga upp hjá Breiðabliki, Pétur, sem gam- all markaskorari, sá ekki þennan markaskorara í Alfreð en bjóst við að hann myndi ná langt. „Fyrsta sem maður tók eftir með Alfreð var hversu ótrúlega góður hann er að lesa leikinn, hann var nán- ast alltaf á réttum stað, það átti ekki bara við í færunum held- ur í öllum leiknum. Hann fer svo hægt og rólega að verða þessi markaskorari sem hann er í dag,“ sagði Pétur við DV um þennan öfluga framherja. ,,Ég ætla ekkert að ljúga því að maður sá það ekki fyrir sér að hann yrði þessi markahrókur hvar sem hann myndi stíga niður fæti, maður átti frekar von á því að hann væri leikmaður sem myndi leggja upp mikið af mörkum. Bæði hjá Heerenveen og Augsburg hef- ur hann spilað sem fremsti mað- ur á vellinum, ég átti alltaf von á því að hann yrði í því hlutverki að spila fyrir aftan framherja. Hann er rosalega rólegur í færunum, hann er yfirvegaður karakter bæði inn- an og utan vallar." Fljótur að aðlagast Alfreð hefur farið víða á ferli sín- um, hann hefur vakið athygli fyrir það hversu fljótur hann er að kom- ast inn í hlutina. „Það hefur ekki komið mér á óvart hversu vel hon- um hefur vegnað, hann hefur verið að velja rétt lið á sínum ferli. Hann tók skref til Spánar og Grikklands sem gengu ekki upp, hann var hins vegar klókur þegar hann fór til Sví- þjóðar og Hollands. Ég var svo ekk- ert viss um að þetta Augsburg-skref væri rétt fyrir hann, Alfreð er hins vegar þannig týpa að hann kemur manni alltaf á óvart. Hann er svo ótrúlega fljótur að aðlagast nýjum kúltúr, margir leikmenn lenda í vandræðum þar en Alfreð er fljótur að komast inn í hlutina og tungu- málið. Það hjálpar honum mikið.“ Hvað gerir Alfreð að góðum framherja? Launahæstu leikmenn í heimi eru þeir sem skora mörk, Alfreð er því dýrmætur leikmaður. Hvað gerir hann að góðum framherja að mati Péturs? „Þegar hann er að spila sem fremsti maður, þá er hann alltaf á leið að markinu. Hann finnur réttar staðsetningar, þegar hann er með leikmönnum sem þekkja inn á hann þá vita þeir hvar hann er. Þeir finna sendingar á hann, Alfreð er ekki að sóla tíu leikmenn og skora. Hann er að fara að komast í gegn með sendingum og klára færin fljótt, hann er ekta markaskorari. Hann er alltaf með sjálfstraust í sínum leik, þú verður að hafa það sem framherji.“ Mikilvægur hlekkur í landsliðinu Alfreð hefur verið lykilmaður í ís- lenska landsliðinu síðustu árin en hlutverk hans hefur orðið stærra eft- ir að Kolbeinn Sigþórsson meiddist. Alfreð hefur skorað 11 mörk í 45 landsleikjum en hann var dugleg- ur að minna á sig í undankeppni Heimsmeistaramótsins þar sem Ís- land tryggði sig inn á HM í Rússlandi. Framherjinn verður í stóru hlutverki þegar Ísland fer á Heimsmeistara- mótið, þar sem stáltaugar þarf til að skora mörk, þær hefur Alfreð. n Magnaður Markaskorari n Alfreð markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen n Nálgast sama afrek með Augsburg í Þýskalandi Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Mörk Alfreðs í efstu deild Leikir Mörk 2007–2010 Breiðablik 43 (28) 2011–2012 Lokeren 22 (4) 2011 Helsingborg (Á láni) 17 (12) 2012–2014 Heerenveen 65 (53) 2014–2016 Real Sociedad 23 (2) 2015–2016 Olympiakos (Á láni) 7 (1) 2016 - FC Augsburg 42 (18) Öflugur Alfreð Finnbogason er fæddur árið 1989 en hann er mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu sem er á leið á Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Mynd Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.