Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Page 36
Helgarblað 15. desember 2017KYNNINGARBLAÐMúlinn Híbýlaprýði frá öllum heimshornum Seimei, Síðumúla 13 Húsgögnin eru flest sérpöntuð. Við erum með mikið úrval af áklæðum og litum, þannig að hver og einn getur fengið lit og efni við sitt hæfi og sinn smekk,“ segir Guðrún Sólonsdóttir, eigandi versl- unarinnar Seimei sem býður upp á fallega hluti fyrir heimilið, allt frá hnífapörum upp í stofusófa. úrvalið er fjölbreytt en framboðið er í takt við það vinsælasta núna með áherslu á gyllt og mjúka liti. „Þetta er nokkuð klassískt útlit en um leið í anda þess sem er vinsælt í dag. Flauel og stungið er vinsælt og litir eru inni í dag. einnig erum við með mikið úrval af mottum. allar mottur sem við flytjum inn eru handgerðar og meðal annars kaupum við pers- neskar mottur frá teppasala í Beirút sem við þekkjum vel og þær eru sér- valdar fyrir okkur. Flestar persnesku motturnar eru „vintage“ mottur, þá er ég ekki að meina að þær séu notaðar heldur ofnar fyrir allt að 80 árum og því með náttúrulegum litum, það er ekki sjálfgefið með mottur sem eru ofnar í dag. Síðan erum við með tyrk- neskar „over-dyed“ mottur, þ.e. þetta eru eldri mottur sem eru steinþvegn- ar og síðan litaðar sterkum litum,“ segir Guðrún, sem einnig býður upp á Beni Ourain mottur frá marokkó sem eru oftast hvítar með svörtu mynstri. að sögn Guðrúnar eru motturnar og sófarnir með vinsælustu vörum í hennar verslun en einnig eru lampar með fallegri gyllingu afar vinsælir. „Við erum aðallega með tvo birgja í húsgögnum. Bólstruðu húsgögnin koma frá stóru fyrirtæki sem heit- ir Ndesign. Þeim er mjög annt um orðspor síns vörumerkis og húsgögnin eru einstaklega vönduð.“ „Síðan erum við með borðstofu- borð og sófaborð úr acacia-við frá Filippseyjum en smávaran okkar kem- ur víðs vegar að, það eru til dæmis körfur frá Víetnam og mikið úrval af vönduðum hnífum frá Japan sem við erum afskaplega ánægð með.“ Guðrún segir markmiðið ávallt að velja það besta í hverjum vöruflokki og hún eyðir miklum tíma í að rækta upp gott samband við vandaða birgja. Seimei var áður vefverslun og er það enn. Hægt er að kaupa vörur í gegnum vefsíðuna seimei.is en síðan er falleg verslun með þessu nafni að Síðumúla 13. Vefverslunin sendir hvert á land sem er, líka húsgögn. „Við opnuðum í október í Síðumúl- anum og kunnum afar vel við okkur þar. Ég tel það stóran kost að hér eru margar verslanir af svipuðum toga. Það er meiri styrkur í því en að vera einhvers staðar einn,“ segir Guðrún. Óhætt er að mæla með heimsókn í Seimei í Síðumúla 13 eða að skoða vefsíðuna seimei.is fyrir alla sem hafa áhuga á að fegra heimilið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.