Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 44
44 Helgarblað 15. desember 2017 Ráðgátan um fæturna Yfirvöld í Bresku Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada klóra sér nú í kollinum eftir að enn einn mannsfóturinn skolaði á land þar á dögun­ um. Frá árinu 2007 hafa þrettán fætur, oftar en ekki klæddir hlaupaskóm, skolað á land. Þetta gerðist nú síðast í vikunni þegar maður var í göngutúr með hundi sín­ um á Vancouver Island. Snemma árs 2016 fundust tveir fætur, af sama einstak­ lingi, skammt frá. Lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á þá einstak­ linga sem um ræðir en í fyrstu var jafnvel óttast að raðmorðingi gengi laus. Lögregla telur að það sé úti­ lokað og lætur að því liggja að umræddir einstaklingar hafi látist af slysförum eða svipt sig lífi. Sonur Sáms á leið í aðgerð David Berkowitz, sem hélt íbúum New York í heljar­ greipum á áttunda áratug liðinnar aldar, þarf að gang­ ast undir hjartaaðgerð. Berkowitz, sem er 64 ára, var dæmdur í ævilangt fang­ elsi fyrir að myrða sex kon­ ur og særa sjö manns árið 1976. Fórnarlömb sín valdi hann af tilviljun en David gekk undir nafninu Son of Sam, eða Sonur Sáms. David dvelur nú á spít­ ala en þarf að gangast undir aðgerð. Hann getur sótt um reynslulausn næst í maí­ mánuði og hefur síðan hann var dæmdur lýst iðrun á gjörðum sínum. 28 er sá fjöldi einstaklinga sem bandaríski fjöldamorðinginn Dean Corll var talinn hafa myrt. Dean myrti fórnarlömb sín, yfirleitt unga drengi, á árunum 1970 til 1973. Meðreiðarsveinn hans, Elmer Henley, skaut Dean til bana árið 1973 og þá komst upp um skuggalega fortíð þeirra félaga. L augardagskvöldið 21. júní árið 1980 fór hin þrettán ára gamla Suzanne Bombardier, alltaf kölluð Suzie, heim til systur sinnar til að passa frænkur sínar. Þetta var fallegt sumarkvöld í borginni Antioch í Kaliforníu og Suzie var full tilhlökkunar fyr­ ir sumrinu; hún hafði nýlokið átt­ unda bekk, var vinmörg og með sína drauma. Ekki í sófanum Eldri systir Suzie, Stephanie Mullen, hafði fengið litlu systur sína til að passa börnin sín þetta kvöld. Sjálf var hún á næturvakt og þegar hún kom heim um fjögurleytið þessa örlagaríku nótt bjóst hún við að finna Suzie sofandi í sófanum. En eitthvað var ekki eins og það átti að vera og Suzie var ekki í sófan­ um eins og hún var vön. Stephanie yppti öxlum, var þreytt og bjóst ekki við öðru en að hún væri hjá dætrum hennar og fór því að sofa. Horfin Daginn eftir þegar Stephanie vakn­ aði komst hún að því að Suzie var hvergi sjáanleg í húsinu. Stephanie taldi að hún hefði vaknað snemma og farið fótgangandi þá tæpu tvo kílómetra sem voru að heimili móður hennar, Catharine og stjúp­ föður, James Rotland. En Suzie hafði ekki skilað sér heim og þegar Catharine hringdi í Stephanie síð­ ar þennan sama dag má segja að Stephanie hafi brugðið illa; Suzie hafði ekki sést síðan kvöldið áður og virtist sem jörðin hafi hreinlega gleypt hana. Taska, sem Suzie var alla jafna með meðferðis, var enn á heimili systur hennar. Stungin og nauðgað Lögreglu var strax gert kunnugt um málið en eins og venja var á þess­ um tíma hóf lögregla ekki form­ lega leit fyrr en 24 klukkustund­ ir voru liðnar frá hvarfinu. Leit bar engan árangur til að byrja með en föstudaginn 27. júní, tæpri viku eft­ ir hvarfið, dundu ósköpin yfir. Lík ungrar stúlku fannst í vík skammt frá og áður en langt um leið fékk fjölskyldan staðfestingu á því að þarna væri lík Suzie komið fram. Hún hafði verið stungin og bar þess merki að hafa verið nauðgað áður en henni var ráðinn bani. Fjarvistarsönnun Lögregla fór á fullt að rannsaka þetta óhugnanlega morðmál og ræddi við vini Suzie. Einn þeirra sem lögregla beindi spjótum sínum að var ungur drengur, Terry, að nafni. Terry þessi var lítið eldri en Suzie og höfðu þau átt í einhvers konar ástarsambandi, eða eins langt og það nær hjá ung­ mennum á þessum aldri. Terry var með fjarvistarsönnun sem stóðst og sömu sögu er að segja af öðr­ um sem rætt var við í tengslum við morðið. Rannsóknin fjaraði út Lögregla hafði á litlu að byggja við rannsókn málsins. Engin aug­ ljós ummerki voru um að brotist hefði verið inn á heimili Stephanie kvöldið sem Suzie hvarf, en flest benti þó til þess að hún hefði ver­ ið tekin gegn vilja sínum. Á þessum tíma áttu nokkur ár eftir að líða þar til lögregla gat farið að beita DNA­ prófum við rannsókn sakamála og þá virtist morðinginn hafa skil­ ið eftir sig afar fá sönnunargögn. Rannsóknin fjaraði hægt og rólega út en lögregla var þó með augun opin ef frekari upplýsingar myndu berast. Handtekinn 37 árum síðar Víkur þá sögunni til dagsins í dag því í vikunni fékk fjölskylda Suzie þær fréttir sem hún hafði beðið eftir í tæp 40 ár. Lögregla hand­ tók á mánudag 63 ára karlmann, Mitchell Lynn Bacom, sem grun­ aður er um að hafa myrt Suzie. Það sem kom lögreglu á sporið var rannsókn á lífsýnum sem fundust á líki Suzie árið 1980. Erfðaupp­ lýsingar Mitchell voru til í gagna­ grunni lögreglu og hafði hann komist í kast við lögin vegna kyn­ ferðisbrota og annarra glæpa. Árið 1981 var hann dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot og aftur árið 2002. Áður en Suzie var numin á brott og myrt, eða árið 1974, hafði Mitchell verið dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun. Saksóknarar telja sig hafa sig hafa gott mál í höndun­ um og eiga ekki von á öðru en að Mitchell verði sakfelldur. Lífsýni sýna að hann var á staðnum þegar Suzie hvarf og þegar hún var myrt. Faðir Suzie, Ted, sagði ávallt að Suzie hefði að líkindum þekkt banamann sinn. Byggði hann það á því að maðurinn hafði ekki brot­ ist inn í húsið heldur hafi Suzie opnað fyrir honum og hleypt hon­ um inn af fúsum og frjálsum vilja. Þetta reyndist á rökum reist því Mitchell var kunnugur Suzie og fjölskyldu hennar. Mitchell er í haldi lögreglu og á hann yfir höfði sér lífstíðar­ fangelsisdóm. Lögregla kannar nú hvort hann beri ábyrgð á fleiri óupplýstum sakamálum á svæð­ inu. n Suzie passaði börn systur sinnar þegar óboðinn gestur kom í heimsókn Sakamál SkRímSLi bankaR upp á Handtekinn 37 ár liðu þar til lögregla handtók meintan morðingja Suzie. Það gerðist í vikunni. Numin á brott Suzie var á fjórtánda aldursári þegar hún var numin á brott og myrt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.