Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 56
56 Helgarblað 15. desember 2017 áföllum og sérstaklega sé barnssál- in viðkvæm. „Vanræksla, aðskilnaður eða augnabliks atvik getur komið fólki úr jafnvægi. Það gerist eitthvað sem verður til þess að hið frumstæða varnarkerfi heilans, þetta sem kallað er „fight or flight“ á fag- málinu, grípur til sinna ráða með ýktum afleiðingum fyrir sálarlífið. Mín áfallasaga í æsku var frekar dramatísk og slíkt getur flækt málin seinna meir í þeim skilningi að þá á maður til að vanmeta aðstæður og uppákomur sem hlaðast svo ofan á streituna sem er fyrir í sálinni. Að upplifa einelti einn vetur í skóla, vera sendur í sveit, mamma kom ekki og náði í mig á réttum tíma ... svona lagað getur alveg valdið áföllum sem sökkva sér í undir- vitund heilans og hafa svo áhrif á dagvitundina þegar fram í sækir,“ útskýrir hann og tekur sér stutta umhugsunarpásu. Svo heldur hann áfram: „Ómeðhöndluð áföll geta umbreyst í ástand sem smátt og smátt fer mjög illa með fólk. Étur það að innan. Sem ungur maður tæklaði ég þetta, eða ekki, með því að hunsa erfiðar hugsanir, rokk og ról bara. En svo líður tíminn og þegar þetta er ekki meðhöndlað þá dafnar hryllingurinn innra með manni eins og fóstrin í Alien. Að lokum verður hann að skrímsli sem tekur yfirhöndina með kvíða, svefnleysi, fíknarvanda og fleiru. Það flæðir eins og krabbamein yfir alla tilveruna og maður byrjar að snúast í endalausa hringi, neðar og neðar. Kvíði, vanmáttur, stress, ótti ... þegar ástandið er komið í svona hringrásarlykkju þá vindur það upp á sig og svo heldur maður þessu við með því að lifa í neikvæðri orku. Maður yfirfærir skelfingar fortíðar- innar yfir á það sem er að gerast í núinu – á makann, yfirmenn, fjölskyldu, samferðafólk og ekki síst yfir á spegilmyndina af sjálfum sér þar sem maður horfir á sig og hugsar „You fucking looser“. Leiðin í ljósið Á bataleið sinni kynntist Tolli tíbeskum búddisma hjá Hugleiðslu og friðarmiðstöðinni. Hann byrjaði að hugleiða bæði kvölds og morgna og segir fátt hafa gert sér jafn gott enda sé þetta skotheld leið til að leggja rækt við kærleikann. „Búdda helgaði líf sitt því að finna lausnir á andlegum þjáning- um með því að iðka vissar aðferðir og kenna þær áfram. Í mínum huga var hann merkilegasti sálfræðingur sem uppi hefur verið. Þar að auki var hann stórkostlegur jógi af norð- ur-indverska Tantra-skólanum. Hann kunni á líkamann, orku- stöðvarnar, tilfinningakerfin og hugann og vissi hvað þurfti að gera til að ná tökum á tilverunni. Þetta gerði hann að einstökum meistara. Meistara sem skildi eftir sig vís- dóm sem hefur verið kenndur og iðkaður í rúm tvö þúsund og fimm hundruð ár og á nú stefnumót við nútíma sál- og taugalífeðlisfræði,“ útskýrir hann af eldmóði. Fangar í fljótandi friðsæld Í þessu samhengi víkjum við talinu aftur að hugleiðslustundunum sem fóru fyrst fram á Litla-Hrauni og nú síðast í fangelsinu á Hólmsheiði. „Þetta var ekki flókið til að byrja með. Ég sagði þeim frá þessari frábæru uppgötvun minni og spurði hvort þeir væru til í að prófa. Nokkrir voru það svo við settum spólu með hugleiðslutónlist í gamalt kassettutæki, ýttum á play, krosslögðum fætur og komum okk- ur í núið með hugleiðslunni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég þýddi meðal annars kennslubók, tíu daga námskeið í hugleiðslu, og fór svo að kenna föngunum upp úr henni sem var mjög gagnlegt því þetta gaf svo góðan strúktúr. Við lásum saman í bókinni og tókum svo hverja æfingu fyrir sig. Það var lesið í korter, hugleitt í hálftíma og svo samhæfðu menn reynslu, styrk og vonir eins og gert er á 12 spora fundum,“ segir hann og bætir við að þetta hafi gripið marga vegna þess að þeir fundu hvað þeim leið vel eftir hugleiðsl- una. „Vá, hvað var þetta!?“ „Varnarkerfi þeirra sem sitja í fangelsi er gríðarlega sterkt. Maður kemst ekki auðveldlega í gegnum þessar varnir og það er ekki af því strákarnir vilja það ekki heldur vegna þess að þeir eru einfaldlega fastir í vörninni. Það sem gerist svo í hugleiðslu er að menn verða fyrir reynslu sem kemur innan frá. Þetta er upplifun sem á sér stað áður en þeir ná að loka fyrir hana: „Vá, hvað var þetta!? Þetta er frábært, ég ætla að koma aftur,“ sögðu þeir og svo héldum við áfram á fullri ferð. Við skipulögðum andlegar ráðstefnur, stúderuðum jóga, taóisma, chi gong og fengum fyrirlesara til að mæta í fangelsið. Fangarnir sáu um matinn og fengu meðal annars tónlistarmenn til að flytja hugleiðslumúsik. Svo lágu þeir bara og flutu um í friðsæld og vellíðan. Og gleðin hélt áfram. Tvö eða þrjú ár í röð mættum við hvern einasta dag, í tíu daga fram að jólum og hugleiddum alla morgna. Enduðum svo á laugardegi þar sem við hugleiddum í þrjá tíma samfellt og borðuðum svo saman góða máltíð. Öll þessi vinna skilaði sér í betri orku innan hússins enda gerði hún strákana sem voru með í þessu að þátttakendum og það er að mínu viti lykillinn að árangri. Að fanganum finnist hann vera á jafnræðisgrundvelli og að ástundun sé að hans eigin frumkvæði.“ Gerbreyttust á þrjátíu dögum Að lokum segir hann frá full- yrðingu sem hann heyrði þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í hugleiðslunni. „Mér var sagt að ef maður myndi hugleiða kvölds og morgna í þrjátíu daga samfellt þá myndi það breyta manni varanlega. Þegar ég sagði strákunum þetta þá glottu þeir við tönn en prófuðu svo – og viti menn, þetta gerðist! Ekki fyrir einn og ekki fyrir tvo. Það voru fleiri strákar sem lýstu því fyrir mér hvernig viðhorf þeirra og samskipti bæði við fangaverði og hver annan gerbreyttust eftir að þeir byrjuðu að hugleiða. Þetta er nefnilega ekki svo flókið. Hug- leiðsla er einfaldlega verkfæri sem virkar jafn vel og skiptilykill. Þú tekur hann, losar og herðir aftur og hluturinn kemst í lag.“ „Fangarnir sáu um matinn og fengu meðal annars tónlistarmenn til að flytja hug- leiðslumúsik. Svo lágu þeir bara og flutu um í friðsæld og vellíðan. Og gleðin hélt áfram. Tvö eða þrjú ár í röð mættum við hvern einasta dag, í tíu daga fram að jólum og hugleiddum alla morgna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.